Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 9. marz 1975 með ungu fólki með ungu fólki með ungu Maðurinn oa vélin Jón Jensson, nemandi Vogaskóla með nemendum Handíða- og myndlistarskólan VIÐ „Timamenn” lögðum leið okkar i Hand- iða- og myndlistarskólann við Skipholt i þeim tilgangi að kynna okkur starfsemi hans. í skól- anum hittum við Gisla B. Björnsson, skóla- stjóra að máli og hann kynnti fyrir okkur starf skólans i grófum dráttum. Gekk hann með okk- ur um skólann og sýndi okkur hinar ýmsu hlið- ar á starfseminni. Meðal annars litum við inn i vefnaðardeild, keramikdeild og textildeild. t þessu „ferðalagi” um skól- ann kynnti Gisli okkur fyrir þremur ungum mönnum, Sverri Ölafssyni, Birgi Ingólfssyni og Hauki Haraldssyni, — en þeir eru nemendur skólans og er þetta annar vetur þeirra þar. Tilefni þess, að Gisli kynnti okk- ur fyrir þessum mönnum var það, að þeir voru að byrja að vinna verkefni, sem kallað var „Umhverfisteiknun”. Náminu er skipt i mismunandi langar annir og áðurnefnt verkefni er eitt slíkra anna i náminu. Strákarnir áttu að finna sér verkefni úr umhverfinu, eins og nafnið bendir til, og mátti hver nemandi velja sér það sem hann óskaði sjálfur. Fyrirkomulagið var þannig, að þrir eða fjórir nemendur fóru saman eitthvað út i bæ og leit- uðu að verkefni. Þó er rétt að geta ess, að kennari þeirra hafði borið fram ýmsar tillögur um verkefnaval, sem þeir voru þó á engan hátt bundnir af. Meðal annars kom fram I tillögum kennarans eftirfarandi verk- efni: Eldsmiðja, bilaverkstæði, bilakirkjugarður, lögregla, slökkvilið, landsmiðja. begar nemendur höfðu fundið verkefni við sitt hæfi, skrifuðu þeir greinargerð um það og lögðu fyrir kennarann, auk þess sem þeir ræddu það sin á milli. Eftir umræður héldu nemendur á þá staði, sem til greina höfðu komið og átti hver nemandi að skila tiu skissum eða teikning- um úr þvi verkefni, sem endan- lega varð fyrir valinu. Þegar þeim þætti verkefnisins var lokið var farið upp i skóla og var þá komið að útfærslu hug- myndarinnar. Kom þar margt til álita, gátu nemendur unnið myndirnar hvort sem þeir vildu i formi málverka, veggmynda, bókaskreytinga, myndasögu og sitthvað fleira. Við slógumst i för með Sverri, Birgi og Hauki, til þess að fylgj- ast með og sjá hvernig þeim farnaðist að leysa verkefnið og á hvern hátt það væri unnið. Þeir höfðu ekki endanlega ákveðið hvaða starfsvettvang þeir ætluðu að vinna þetta verk- efni upp úr, þegar við fórum með þeim. Kom þó tvennt til greina, annars vegar Alþingi og hins vegar Stálsmiðjan. Lögðum við fyrst leið okkar niður i Alþingi, — en þar fundu þeir ekkert áhugavert verkefni. Þegar þeir voru spurðir að þvi hvers vegna i ósköpunum þeir fyndu ekki skemmtilegt verk- efni á Alþingi, svöruðu þeir þvl til, og bentu okkur á, að þing- bekkir væru harla þunnskipaðir og þeir fáu þingmenn sem bekk- ina sætu gerðu sér það helzt til dundurs að skafa neglurnar meðan Geir Hallgrlmsson forsætisráðherra talaði. Eftir skamma viödvöl I alþingishúsinu og árangurs- lausa ferð að þeirra dómi var haldið sem leið liggur niður I Stálsmiðjuna við Brunnstig. Og þar kom annað hljóð i strokk þremenninganna. Þeir voru strax mjög hrifnir af staðnum og ekki leið löng stund, þar til þeir höfðu allir fundið verkefni við sitt hæfi, — i öllum þeim aragrúa vinnuvéla og tækja sem þar voru. Til þess að gefa lesendum Timans smámynd af þvi, hvern- ig strákarnir vinna að verkefn- um sinum skulum við aðeins fylgjast með Sverri við vinnu sina, en hann nefnir verkefni sitt: Maðurinn og vélin. 1 mynd- um sinum ætlar hann að reyna að sýna „hlutfallið milli stóru vélanna og litla mannsins, sem vinnur við þær” eins og hann orðaði það. Sverrir sagðist ekki gera ná- kvæmar frummyndir af þvi sem hann teiknaði, heldur kappkosta þess i stað, að ná hlutföllum réttum. Hann vann verkefnið þannig, að hann teiknaði stóra mynd af ákveðnum hlut, sem hann hafði valið sér, — hafði hlutinn á miðbiki blaðsins og fyllti siðan upp i eyðurnar á blaðinu með mörgum smáhlut- um, senuýmist voru á gólfinu eða héngu á veggjum. Haukur vann aftur á móti sitt verkefni á annan hátt. Hann teiknaði hlutina minni og teikn- aði marga á hvert blað. Hann sagði mér, að siðar er hann færi að vinna myndirnar I skól- anum myndi hann raða þessum mörgú hlutum og mönnum saman eftir þvi sem verkast vildi. Haukur sagðist ekki kalla myndir sinar neitt sérstakt, en hann sagði mér að hann myndi vinna myndirnar endanlega f túss. Birgir ætlaði einnig að vinna myndir sinar I túss, en hann vann að skissunum á svipaðan hátt og Sverrir, en lagði þó held- ur meiri vinnu og nákvæmni i frumgerð þeirra að þvi er mér fannst. J.J. Fyrir nokkru dvöldu tveir nemendur Vogaskóla I starfskynningu á Tlmanum. Annar þessara nemenda var Jón Jensson og meðai þess sem honum var faiið að vinna, þann tima sem hann var meðal blaða- manna Timans, var að skrifa um eitt verkefni, sem nemendur I Handlða- og myndlistarskólanum tóku fyrir. Hér á siðunni birtist grein Jóns og við viljum nota tækifærið og þakka honum fyrir. Jón er hér á myndinni lengst til hægri, en meö honum eru þrlr nemendur Handlða- og myndlistarskólans, t.f.v. Birg- ir Ingólfsson, Sverrir ólafsson og Haukur Haraldsson. Tlmamynd: Róbert. með ungu fólki með ungu fólki með ungu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.