Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur. 9. marz 1975 Jón M. Baldvinsson. SÝNING í ÞREM DEILDUM Gitt verkanna á sýningunni. Málverkasýning Jóns M. Baldvinss á Kjarvalsstöðum SÍÐAST liðinn laugar- dag opnaði Jón Bald- vinsson málverkasýn- ingu að Kjarvalsstöðum, en Jón fékk salinn léðan i endurtekinni atkvæða- greiðslu á sinum tima, áður en til vinslita kom milli myndlistarmanna og Reyicjavikurborgar. Jón M. Baldvinsson fæddist árið 1927, og lagði á unga aldri stund á söngnám i Kaup- mannahöfn hjá Imm- anuel Franksen, en myndlistin hefur þó að hans sögn ávallt verið áleitin, og árið 1971 hóf hann myndlistarnám, eftir áralanga málningu i fristundum. Jón M. Baldvinsson nam i Myndsýn, einkum hjá Einari Há- konarsyni, og fór námsferðir til Frakklands og Hollands. Arið 1972 hóf hann svo nám i józku kunstakademlunni, og lagði þar einkum stund á módelteikningu. Jón sýndi fyrst i Reykjavik fyrir allmörgum árum, á Mokka, sem þá var nýopnað kaffihús. Arið 1972 hélt hann sýningu i húsi Guðspekifélagsins við Ingólfs- stræti, og hann tekur um þessar mundir þátt i samsýningu danskra málara á vegum fræðsluyfirvalda i Danmörku. II. Af framansögðu sést, að ferill Jóns M. Baldvinssonar er dálitið óvenjulegur. Margir hafa nú sungið svolitið, án þess að það spillti fyrir öðru, en það sem eink- um er athyglisvert, er að Jón telur ekki eftir sér að byrja á miðjum aldri á þvf, sem flestir gera i æsku sinni. Hann ákveður sem sé einn góðan veðurdag að leggja frá sér kvundagsverkin og snúa sér að málningu, þá 44 ára gamall. Jón er ekki alveg reynslulaus, þegar hann tekur þessa ákvörðun. Hann er búinn að föndra við teikningu og málverk lengi, og þá eru aðeins tvær leiðir til: Maður „útskrifar” sig sjálfur, eða maður lærir. Sú leið, sem Jón M. Baldvins- son hefur valið, að hefja nám á miðjum aldri, er ekki ný. Inn I málin blandast margt, persónulegir hagir og fl., en allavega er þessi leið virðingarverð og vænlegri til þess aö meira mark sé tekið á verkum þeirra, heldur en hinna, er stytt hafa sér leiðina þótt hvorugt sé einhlítt til árangurs. Við hljótum þvi að taka viðleitni Jóns með alvöru. Nú hefur Jón M. Baldvinsson opnað stórsýningu á Kjarvals- stöðum, og hefur hengt upp 91 verk. Þau elztu munu vera frá ár- inu 1945, gerð þegar hann var að syngja i Kaupmannahöfn. Þau verk bera einkenni byrjenda- verka f ríkum mæli. Af þeim verður ekki annað ráðið en vissar áleitnar hugsanir, sem margir þekkja, hugsanir, sem oft verða kveikja að þvi, sem síðar kemst i verk. Hugsanir sækja á. Þetta myndefni (sumt) er þó liklega vænlegra til þess að skila sér i söng, eða guðspeki, fremur en i málverki. III. Sýningin byrjar i norðurenda, og henni má skipta I þrjá hluta. Æskuverk, eða verk frá Kaup- mannahafnar árunum. Þá kemur miðhluti, sem eru nýlegri verk, en þó fyrir skólatima, og svo syðst i salnum eru nýjustu verk Jóns. Þetta er þannig f meginat- riðum, að sögn málarans sjálfs. Það er sem betur fer mikill munur á þessum þrem hólfum. Bezt er það nýjasta, það gamla verst. Að gagnrýna einstök verk frá fyrri tið er i rauninni út i hött. Sýning þessara gömlu mynda er ekki annað en tæknileg mistök og skemmir aðeins heildarsvip sýningarinnar. Við höfum ekki áhuga á yfirlitssýningu á verkum Jóns M. Baldvinssonar, — það gera menn siðar á ævinni, þegar ferillinn er orðin lengri og þrosk- inn hefur náð hápunkti. Að visu segir þetta okkur að málarinn er I framför, stöðugri framför, og þá miðað við hann sjálfan. Ef nauðsynlegt var að segja sögu málarans fyrst, mátti gera það með „sýnum”, útvöldum myndum frá fyrri tið, en ekki með allsherjar eignakönnun, eins og þama er gert, enda er þetta I dálitlu ósamræmi við feril Jóns, — sem sé það, að gera mun á föndri og skólaðri málningu. Nóg um það. Miðdeildin og sú syðsta, sem geyma nýjustu myndir Jóns, glæða nýja von. Jón hefur þar náð miklu betri tökum á málverkinu, og tel ég, án þess að hafa fyrir þvi vissu, að þau verk hafi orðið honum drýgst til þess að fá „heimild” til þess að fá að sýna verk sin á Kjarvalsstöðum. Þarna er að finna mjög athyglis- verðar myndir, sem gefa það ótvírætt til kynna, að hann getur málað á þvi plani, sem hann ber sig eftir. Þarna er að finna (mið- deild) stórar landslagsmyndir, ekki mjög persónulegar, en vel unnar tæknilega, og svo abstrakt- sjónir, sem unnar eru með punkt- um, likast mósafk, enda fer það ekki hjá þvi að maður spyrji sjálfan sig, hvort oliulitir séu eina aðferðin við slika myndgerð. Kæmi ekki mosaík til greina? Litameðferðin er glaðleg, en samt dulmögnuð á stundum, og viss handfesta hefur náðst hvað sem öðru liður. IV. Ég hafði orðið svolitið var við hann Jón M. Baldvinsson og vissi um fyrirferðamikla þörf hans til listsköpunar, og ég vissi, að hann hélt i nám eftir rækilega umhugs- un. Það var því með nokkurri eftirvæntingu, sem ég fór að lita I farangur hans nú, eftir heimkom- una. Ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum, og þótt skipulag sýningarinnar hafi verið gagnrýnt hér, breytir það ekki þeirri skoðun minni, að hann hafi 'haft erindi sem erfiði. Það er ástæða til þess að fagna þeim áfanga, sem hann hefur náð með þessari stórsýningu að Kjarvals- stöðum, og það verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu. Jónas Guðmundsson. Ritari óskast Opinber stofnun óskar að ráða ritara til starfa allan daginn. Góð kunnátta i tungu- málum (ensku og dönsku) nauðsynleg. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 20. marz n.k. merkt: 1577. Hagfræðingur — Viðskiptafræðingur Seðlabankinn óskar eftir að ráða á næst- unni hagfræðing eða viðskiptafræðing til þess að vinna að athugunum á fjármálum fyrirtækja, einkum i sjávarútvegi og iðnaði, svo og að almennum athugunum á fjármálum þessara atvinnugreina. Starfs- reynsla á þessu sviði er æskileg. Hafið samband við starfsmannastjóra bankans i Landsbankahúsinu, Austur- stræti 11, III. hæð. Skriflegar umsóknir stilist til bankastjórnarinhar. Seðlabanki íslands Breytingar á ferðum strætis vagna í Breiðholtshverfi Nýveriö var gerö nokkur breyt- ing á ferðum Strætisvagna Reykjavikur i Breiöholtshverfi, fjöímennasta hverfi borgarinnar. Breytingin var á leið tólf I Efra Breiöholti. Hún er fólgin I þvi, aö fjórir vagnar, sem þar hafa ekiö sömu leiö munu nú aka hvorir á móti öðrum. A timabilinu á milli klukkan 07:00 á morgnana og 19:00 á kvöldin verður ekið eftir tima- töflu leiðar 12. En breytingin veröur þessi: Vagnar, sem fara frá Hlemmi 8 minútur yfir heila og hálfa tim- ann aka um Vesturberg og til baka um Austurberg. Þessir vagnar fara frá endastöð, Suður- hólum, 11 minútur yfir heila og hálfa timann. Vagnarnir, sem fara frá Hlemmi 7 minútur fyrir heila og hálfa timann, aka eftir Norðurfelli og Austurbergi að endastöð i Suðurhólum. Þaðan fara þeir samkvæmt skráðum tima i leiðabók SVR 4 minútur fyrir heila og hálfa timann, og aka þá Vesturberg til baka. A morgnana klukkan 07:26 og 08:26 fer aukavagn frá gatnamót- um Norðurfells og Austurbergs og ekur Norðurfell að Hlemmi. .Við gatnamót Vesturbergs og Norðurfells verður farþegum hleypt út og inn, ef þeir óska þess, þótt ekki sé um fastan viðkomu- stað að ræða. Eftir klukkan 19:00 á kvöldin fækkar vögnunum um einn á þessari leið. Vagnar, sem fara frá Hlemmi eftir klukkan 19:00 og leggja af stað 13 og 53 minútur yf- ir heila timann, aka um Vestur- berg og til baka frá Suðurhólum um Austurberg. Þeir leggja af stað frá Suðurhólum 26 og 46 min- útur yfir heila tímann. Einn vagn, sem fer frá Hlemmi 33 minútur yfir heila timann, ekur eftir Aust- urbergi að Suðurhólum, og fer þaðan 6minútur yfir heila timann og ekur Vesturberg til baka. Þessi áætlun gildir frá klukkan 19:00 á virkum dögum, — eftir klukkan 13:00 á laugardögum, — á sunnudögum og aðra helgidaga. Við miðhluta Vesturvegs varð þó sú breyting, að þar verður strætisvagn á 30 minútna fresti i Tlmanum hefur borizt eftirfar- andi frá nemendum Menntaskól- ans á Akureyri: „Almennur skólafundur, hald- inn I setustofu heimavistar Menntaskólans á Akureyri 27. febrúar, ályktar eftirfarandi um Landssamband Islenzkra menntaskólanema: Við nemend- ur Menntaskólans á Akureyri teljum okkijr ekki eiga neina samleið á grundvelli LIM með nemendum Menntaskólans við Hamrahlið, Menntaskólans I staö 15 áður. lbúar þar eiga þó að ná vagni á 15 minútna fresti með þvi að ganga nokkrum metrum lengra en áður. Hins vegar stytt- ist sú vegalengd, sem ibúar aust- astahluta Breiðholts, eða austan endastöðvar við KRON, verða að ganga, en hún hefur verið mun lengri en sú vegalengd, sem ibúar miðhluta Vesturbergs þurfa nú að fara. A þennán hátt næst veruleg- ur jöfnuður á vegalengdum. Rétt er að taka fram, að vagn- inn Miðbær/Breiðholt gengur á- fram eins og verið hefur. Skýringar á þessum breyting- um eiga að liggja frammi hjá vagnstjórum, og þar geta farþeg- ar fengið þær. (Fréttatilkynning) Kópavogi, Menntaskólans við Tjörnina og Mennta- og gagn- fræðaskólans i Flensborg, sem aldir eru upp undir áhrifum amerisks hermannasjónvarps, þar sem fulltrúar þeirra á siðasta LIM þingi sýndu það berlega, að þor þeirra til þess að ræða og álykta um þjóðfélagsmál og baráttumál nemenda virðist al- gerlega niðurbrotið. Af þeim orsökum segjum við skilið við Landssamband islenzkra menntaskólanema.” Eiga ekki samleið með menntaskólanemum sunnan fjalla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.