Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur !). marz 1975 Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greii Texti jeir Sigurðssoii Giinnar Andrésson SKEMMITLEGl ÞÆR ÓVÆNTU ÆTLA MÆTTI að hús- móðir, sem hefur bú og börn að annast jafn- framt þvi að vinna fullt starf sem leikkona, ætti ekki margar fristundir. Þvi gat það virzt fárán- legt, þegar undirritaður fékk þá flugu i höfuðið að heimsækja Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu i þvi skyni að ræða við hana um tómstunda- vinnu hennar. Þó varð nú þessi fifldirfska að veruleika einn góðan veðurdag, og er ekki að orðlengja, að það fór prýðisvel á með leikkon- unni og blaðamannin- um. Guðrún býr i gömlu, vingjarnlegu timburhúsi við Grandaveg i Reykja- vik. Húsið heitir Stóra- Skipholt, og hefur heitið svo frá fornu fari. Timb- urhús hafa sál, hér er gott að sitja og spjalla. Það, sem ég vil gera, en geri ekki Og þá er bezt að hafa ekki for- málann lengri, en vinda sér að verkinu og bera upp fyrstu spurninguna: — Hvað gerir þú I tómstundum þfnum, Guðrún — cf þú átt þær þá einhverjar? — Ég er ein af þeim lánsömu manneskjum, sem una sér bezt við sina vinnu. Ég kvarta þess vegna ekki svo m jög yfir þvi, þótt tómstundir séu fáar, ég er þess alveg fullviss, að ef ég hefði ekki komizt á þessa hillu, en þyrfti til dæmis að vinna i búð á daginn, þá myndi ég fást við leiklist i tóm- stundum minum. — Einhverjar tómstundir munu þér gefast, þótt i mörg horn sé að lita hvað störfin snertir? —- Já, vist er það. Þó held ég að þær tómstundir séu beztar, sem mig dreymir um - það, sem mig langar til að gera og það sem ég ætla alveg endilega að gera, þeg- ar tækifæri gefst. — Þó gæti ég bezt trúað, að það væri lán, bæði fyrir sjálfa mig og aðra, að þess- ar tómstundir gefast ekki. — Svo. — Já, hugsaðu þér bara, ef ég fengi tækifæri til þess að skrifa allt, sem mig dreymir um að festa á blað! Það yrði dálaglegt! Ég held varla að bókmenning þjóðarinnar væri neinu bættari — að ekki sé nú minnzt á „rithöf- undarfrægð” sjálfrar min. Slíkt leyfi myndi ég aldrei veita Annars er ein tómstundavinna, sem ég iðka mikið. Það er bezt að ég tiundi hana hér, og reyndar vill nú svo til, að það eru einmitt skriftir. Ég geri mjög mikið að þvi að skrifa sendibréf. Flestir góðkunningjar minir brosa að þessari áráttu minni, og ég held aðþeim finnist þetta ósköp kjána- leg iðja, en mér, aftur á móti, finnst þetta með þvi ánægjuleg- asta sem ég geri. Auðvitað er ekki hægt að eiga slik sendibréfaskipti við nema sérstaka vini, en ég held, að ef fólk hefur ekki kynnzt þvi, hversu mikils virði þetta get- ur verið, þá ætti það að reyna. Það gerir hinn rúmhelga dag svo ótrúlega mikið léttari og skemmtilegri að vita sig geta sezt niður og skrifað það sem er að gerast, vita sig geta sagt vinum sinum frá þvi, sem fyrir ber, og þá ef til vill fært það dálitið i stil- inn! Auk þess skerpir þetta hugs- un okkar. Þaðeru alltaf einhverj- ir frásagnarverðir átburðir að gerast, ef við aðeins tökum eftir þeim, — og við tökum betur eftir þeim og fáum meira að segja að nokkru leyti annað viðhorf til þeirra, ef við skynjum þá sem frásagnarefni, hvort sem þeir hafa vakið okkur hryggð eða gleði á þvi andartaki sem þeir gerðust. — Hefur þér aldrei dottið i hug, að einhver kunni að komast i þessi bréf og gefa þau út eftir þinn dag? Slikt er i tízku. — Nei, það hefur mér aldrei dottið i hug. Það er alveg rétt, að þetta hefur oft verið gert, og má liklega segja, að það sé nokkur tizka, en ég er algerlega mótfallin sliku. Það skiptir ekki neinu máli, þótt ekkert sé i þessum bréfum, sem komið gæti sér illa fyrir höf- und þeirra, ef birt yrði. Mér myndi blátt afram ekki þykja neitt varið i að skrifa nánustu vin- um minum og kunningjum bréfin ef ég vissi, að óviðkomandi menn ættu eftir að fara höndum um þau og lesa þau, hvað þá ef þeim yrði kastað fyrir almenning. Mér finn- ast sendibréf vera svo náin skipti tveggja einstaklinga, ef þau eru á annað borð einhvers virði, að ekki komi til mála að birta þau i bók. Auk þess er óliklegt að það sem ég skrifa i ár veiti rétta mynd af mér eftir tiu ár. Við breytumst öll með árunum, þroskumst, eða þá að okkur fer aftur. — Við eigum ekkert með að lesa annarra manna sendibréf, hvort sem þeir eru mitt á meðal okkar eða dauðir fyrir hundrað árum. — Það er min skoðun. Það er gaman að skrifa, en leiðinlegt að skemmta sér — af skyldurækni — Þú gazt þess áöan, að einu gilti, þótt þú hcfðir aldrei fengið tækifæri til þess að skrifa sumt sem þig hefurdreymt um að fcsta á blað. En viltu nú ekki segja mér frá því, sem þú hefur skrifað, og ég vil segja, að betur sé gert en ó- gert? — Ég þykis.t vita, hvað þú átt við, og það er svo sem ekki nema sjálfsagt að ég reyni þetta. Ég get meira að segja verið svo hrein- skilin að segja, að það var eitt- hvert skemmtilegasta timabil, sem ég hef lifað, þegar mér fannst allt i einu ég geta skrifað. Það stóð þannig á þessu, að Leikfélag Reykjavikur bað mig einu sinni um að stjórna flutningi barnaleikrits og setja það á svið. Það átti að vera hópvinna, um þetta og við fengum rithöfund til þess að skrifa leikritið. Okk- ur gekk vinnan heldur treglega, en ég er þannig gerð, að ég vil helzt að hlutirnir gangi rösklega, svo það varð úr, að ég tók verk- efnið heim með mér og skrifaði leikritið, sem við höfðum verið að basla við. Það hét, eða heitir, réttara sagt: Mér er alveg sama, þótt einhver sé að.hlæja að mér. Ekkert vil ég um það segja, hvort leikritið var gott eða vont frá sjónarmiði listarinnar, en ég ætla ekki að lýsa þvi, hversu gaman mér þótti að vinna að þessu, og ég mun alltaf verða þakklát rithöfundinum, sem með okkur vann á meðan hópvinnan stóð,aðhann skyldihvetja mig til þess að vinna þetta á eigin spytur. — Ekki er þetta hið eina, sem þú hefur skrifað — að undan skildum sendibréfunum? — Nei. Seinna skrifaði ég ann- að leikrit. Það heitir Pipar og salt og er skrifað fyrir sjónvarp. Og það er lika barnaleikrit. Svo skrifaði ég fyrir Leikfélag Reykjavikur litið jólaprógramm, sem ég kallaði Jólagaman. Það var leikið um jólin i fyrra. Og eru þá upptalin ,,afrek” min á ritvell- inum. — En hvað gerir þú fleira en að skrifa, þegar þú átt fri? — Þegar ég á fri...já, það er nú það. Sannleikurinn er sá, að það er ekki mikið um fristundir hjá okkur leikurum, og enginn vandi að eyða þeim fáu sem koma. Ég veitekki, hvort mér tekst að lýsa þvi, en ég er alltaf dálitið hrædd við þessar fyrirfram ákveðnu stundir, þegar maður ,,á að skemmta sér”, eins og til dæmis á gamlárskvöld. Þá veit ég aldrei hvað ég á að gera, fer bara i fýlu. Ég er nefnilega að verulegu leyti sammála Úu i Kristnihaldi undir Jökli, eða öllu heldur höf- undi hennar Halldóri Laxness. Úa segir á einum stað: „Leiðinlegt er ekki neitt, nema að skemmta sér.” Það eru þessar fyrirfram ákveðnu stundir, sem eiga að vera skemmtilegar, sem mér finnast varhugaverðar. En óvæntu gleðistundirnar, sem koma alveg óvart — með góðum vinum eða góðri bók — það eru minar uppáhalds tómstundir. Húsverk og hannyrðir llvernig finnst þér að vinna húsmóöurstörf jafnframt leiklist- inni? Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greiu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.