Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 35

Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 35
Sunnudagur. 9. marz 1975 TÍMINN 35 Nú er vetur og betra að hafa rafgeyminn í lagi SKJNN3K eymarnir eitt bekktasta merki Norðurlanda - fást hjá okkur i miklu úrvali eymasambörtd, kaplar, skór og iskt hreinsað rafgeýmavatn rz Einn Rafg kem ARMULA 7 - SIMI 84450 ótakmörkuð viðskipti við er- lenda.r þjóðir eða ákveðna vernd þjóðlegra verðmæta. Eru sér- staklega athyglisverðar þær hörðu deilur, sem urðu hjá frænd- um okkar Norðmönnum fyrir fá- um árum um afstöðu til inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu, þar sem annarsvegar stóðu með aðild meiri hluti stjórnvalda og embættismenn og hagfræðingar með reiknistokka sina eða tölvur, en hinsvegar almenningur i landinu, ekki si'zt landsbyggðar- fólkið, sem byggði á eigin dómgreind og reynslu kynslóð- anna þá afstöðu að vilja ekki af- sala fullum rétti á eigin lands- gæðum fyrir hömlulaus viðskipti við útlendinga. I þjóðaratkvæða- greiðslunni i Noregi kolfelldu al- mennu borgararnir tillögur meginþorra embættismannanna. þings og stjórnar um inngöngu i Efnahagsbandalagið. Talið er, að útbreidd samtök i Noregi, svonefnd Græna bylting- in, þar sem ungt skólafólk var mjög i forystu, hafi átt drjúgan þátt i úrslitum atkvæða- greiðslunnar. En hreyfing þessi beitti sér einkum fyrir aukinni náttúruvernd og þjóðrækni, og hélt þvi fram, að hófsamt lif i hollu umhverfi væri eftirsóknar- verðara en hóflaust fjármuna- kapphlaup og stóriðjutrú, sem einkennt hefur lifshætti margra Vestrænna þjóða á siðari timum. Nú á timum sérstaklega efna- hagserfiðleika og gjaldeyris- skorts gæti verið ástæða fyrir okkur lslendinga að minnast for- dæmis Norðmanna i þjóðrækni þeirra og samheldni fyrr og sibar. Væri nú ekki hollara en betl til útlendinga, að herða upp hugann og treysta á okkur sjálf og landið, og hætta nú að mestu innflutningi á þvi, sem óþarfast er og á þeim vörum, sem við getum framleitt i landinu með nokkrum árangri. Heilshugar stuðningur við islenzkan iðnað og allt, sem islenzkt er, gæti skipt sköpum um þjóðarhag. Atvinna fyrir alla landsmenn og sem jöfnust lifskjör hlytur að varða mestu, þegar verulega syrtir i álinn. En þar sem ekki verður skipt um meira en aflað er, verður hófsemi og nýtni að koma til, ef öllum á að geta liðið vel. Stjórnvöld og stéttarfélög, sem fjalla munu um þjóðhagsvandann næstu vikurnar, mættu sem oftast hafa i huga sigilt kjörorð ung- mennafélaganna! lslandi allt. Björn Stefánsson FRÁ ÚLTÍMU Á 2. hæð í Kjörgarði er nú eitt mesta úrval karlmannafata, sem til er í einni verzlun hér á landi Auk þess getið þér valið úr yfir 100 efnistegundum til að fá saumað úr eftir máli lUtíma KJÖRGARÐI ER ÚRELT AÐ BYGGJA OG TREYSTA Á LANDIÐ? Umræður I þætti Páls Heiðars um land- búnaðarmál 14. febrúar s.l. hafa trúlega vakið furðu margra, þar sem ritstjóri dagblaðsins Vísis hafði þar helzt til mála að leggja, i gjaldeyrisþurrð og at- vinnuóvissu, að gefa frjálsan innflutning á öllum landbúnaðarvör- um, þar með mjólk og kjöti. Taldi ritstjórinn brýna þörf á að fækka fólki við landbúnaðar- störf og þá sérstaklega smábændum eða kot- bændum, eins og hann komst að orði. Lagði hann til, að smábændur yrðu sem fyrst keyptir upp frá búum sinum. Og skoðanir Visisritstjórans studdu dyggilega i umræðunum stjórnmálaforinginn og hag- fræðingurinn Gylfi b. Gislason, ásamt lærisveini sinum, hag- sýslu- og bankamanninum Birni Matthiassyni. Aðalrök þessara manna fyrir þvi, að draga þyrfti verulega úr eða jafnvel leggja niður land- búnaðarframleiðsluna voru þau, að lsland væri, vegna legu sinnar og loftslags, litt nothæft til land- búnaðar. Við, sem fædd erum og uppalin i sveit, og flest afkomendur smá- bænda, eigum áreiðanlega mjög erfitt með að skilja þau viðhorf, að störf sveitafólks við ræktun lands og framleiðslu hollustumat- væla geti talizt þjóðhættuleg, þeg- ar vinnulaun við meðalbú eru metin til jafns við lægst launuð störf i þjóðfélaginu. Og ekki styð- ur saga þjóðarinnar þá kenningu, að land okkar sé óhæft til land- búnaðarframleiðslu, þar sem bú- vörur landsmanna brauðfæddu að miklu leyti landsfólkið i þúsund ár. En orsakir liggja til ails, og einnig til slikra furðuskoðana um að leggja niður landbúnað. Með gjörbreytingu á búsetu fólks á lslandi og mjög auknu þéttbýli, hefur fólki fjölgað mjög i nýjum atvinnugreinum. Auk fjölmennasta atvinnuþáttarins, iðnaðarins, sem tengdastur er frumatvinnuvegunum, land- búnaði og sjávarútvegi þá vinnur orðið fjöldi landsmanna við ým- isskonar þjónustustörf. Sam- kvæmt hagskýrslum starfaði til dæmis fleira fólk árið 1972 við verzlun og viðskipti en við land- búnaðarstörf. Þó verzlun og viðskipti séu nauðsynleg, þá má minna á, að útgjöld við verzlunina hljóta að takast af afrakstri framleiðsluat- vinnuveganna, sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði. Otþensla i verzlun kallar beinlinis á aukin útgjöld almennings, og gæti þvi sýnzt orka meira tvimælis en við- hald framleiðsluatvinnuveganna. En áhugasamir kaupsýslu- menn og umboðsmenn erlends varnings spara hvorki fyrirhöfn né fjármuni til að telja fólki trú um, að hamingja og hagsæld þess byggist mjög á þvi að kaupa sem flest frá útlöndum og eyða sem mestu. Aróður og auglýsingar kaupsýslunnar eiga áreiðanlega stærri þátt i neyzluvenjum fólks en margan grunar. Óprúttnir umboðssalar erlends varnings gjöra i áróðri sinum litinn mun á þörfu og óþörfu, hollu eða heilsu- spillandi, ágóðinn og umboðs- launin skipta þá öllu máli. begar haft er i huga, að eig- endur dagblaðsins Visis munu aðallega vera efnaðir kaupsýslu- menn og umboðsmenn erlends vamings, þá verður skiljanlegri áróður ritstjóra blaðsins fyrir hömlulausum innflutningi land- búnaðarvara, og gæti beinlinis stafað af húsbændahollustu. Mun torskildari er afstaða Gylfa Þ. Gislasonar, sem i mörg ár hefur lagt áherzlu á, að fækka þyrfti fólki við landbúnaðarstörf. Verður varia komizt hjá að álita, að hápólitisk viðhorf ráði þar nokkru, þar sem Alþýðuflokkur- inn mun eiga fáa fylgjendur i sveitum. Einnig kann vantrú Gylfa á gildi landhúnaðar að stafa af þvi, hversu sáralitið þessi annars fjölfróði maður mun hafa kynnzt landbúnaði og sveitaveru af eigin raun. Þá er það og áber- andi, að Gylfi Þ. Gislason og fleiri hagfræðingar virðast telja aukna kaupgetu og sem mesta fjár- munaveltu almennings eina mælikvarða lifsgæðanna. En með sliku gildismati verður smá- búskapur i sveit ekki hátt skrifaður. En þvi eru sveitir enn i byggð á lslandi, að til er fólk, sem unir vel hófsömu lifi i umhverfi, sem þvi þykir vænt um, og nýtur þess að leggja hart að sér við að rækta gróður og hirða um dýr. Börnin úr borg og bæjum, sem notið hafa sumardvalar i sveit- um, munu mörg skilja betur gildi smábýlanna en sumir þeir, sem eldri eru, þótt þeir eigi langa skólagöngu að baki. Á siðari árum hafa orðið all- mikil skoðanaskipti viða um heim um gildismat lifsgæða og um A Vegna framkominna óska, er frestur hluthafa til að skró sig fyrir hlutafjdrsauka, framlengdur til 15. maí 1975 ALÞÝÐUBANKINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.