Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 40
Sunnudagur 9. marz 1975 SÍS-lÓIMJlt SUNDAHÖFN fyrirgódan niat ^ KJÖTIONAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Svona er nú um aft litast I gamla Landshöfftingjahúsinu. Pappirar rikisins myndu loga glatt, ef eldur brytist út, en á þessari mvnd má glöggt sjá merki þess, er kveikt var i húsinu fyrir nokkrum árum. Bernhöftstorfan. Hvenær verftur mál til komið aft rifa hana efta nýta og gæða lifi á ný? Timamyndir Róbert Ástand húsanna í Bernhöfts- torfu orðið mjög laklegt — Yfirgefin og ónotuð hús dvallt mjög verið tekin á þeim fjórum, fimm órum, hættuleg, segir slökkviliðsstjóri — Engin ókvörðun hefu.r sem liðin eru síðan baróttan fyrir varðveizlu húsanna hófst SJ—Reykjavlk — Nú eru liftin ailmörg ár frá þvi farift var að tala um varftveizlu Bernhöfts- torfunnar svonefndu, húsanna ofauvert vift Lækjargötu frá Bankastræti aft Amtmannsstig. Sumarift 1973 tóku unnendur gamalla og góðra húsa sig sam- an, Torfusamtökin, og máluðu framhliðar húsanna, og siftan Itafa þau verift mesta bæjar- prýfti. En öli þessi ár, frá þvi um 1970, þegar þessi mál bar fyrst á góma, hefur hvorki gengift né rekift meft ákvörftun um framtið þessara gömiu húsa. Þau hafa ekki verift friðuft, og ákvörftun hefur ekki verift tekin um aö rifa þau niftur. Ástand húsanna fer versnandi. Fyrir nokkrum árum var kveikt i gamla Lands- höfftingjahúsinu, og nú i siftustu viku, þegar blaðamaður og ljós- myndari Timans fóru þangaö, hafði verift brotizt þangaft inn. Þetta hús var i allgóðu ástandi, þegar hætt var aft nota þaft fyrir nokkrum árum, en nú er þaft sizt betur farift en hin húsin i Torf- unni. Húsift næst Bankastræti, gamla bakaríið, mun nú senni- lega vera bezt á sig komift, enda er þaö enn notaft. Gengið hafði verið inn og út um lítinn glugga á bakhlið Landshöfðingjahússins, og i myrkrinu inni fyrir hittum við starfsmenn Byggingar hf., sem húsameistari rikisins hafði sent á vettvang til að býrgja glugga, bæði þann, sem notaður var til inngöngu, og glugga á efri hæð, sem plötur höfðu verið rifnarfrá, en slegið hafði verið fyrir dyr og glugga hússins. A gólfi á efri og neðri hæð hússins liggja gamlir reikningar rikisstofnana, og i hrúgunni fundum við eintök af Landsreikningnum frá 1933 og árunum þar i kring. Einnig eru þarna þykkar bækur, erlendar tölfræðihandbækur og fleira þess háttar. Við sáum þess merki, að fólk hefur leitað skjóls i húsinu, en ekki var umgengni verri en við var að búast, enda vistarverur sumar illa farnar af vatni og af reyk siðan i fkveikj- unni um árið, og bækur og skjöl úti um öll gólf. Beöið eftir að þau fari upp í reyk — Ég er sömu skoðunar og ég hef alltaf verið, að yfirgefin og ónotuð hús eru ávallt mjög hættuleg, sagði Rúnar Bjarna- son slökkviliðsstjóri, þegar við spurðum hann, hvað Eldvarna- eftirlit borgarinnar hefði um Glugginn, sem notaður er til inngöngu. Bernhöftstorfuna að segja, eins og málin stæðu nú. — Það fer ekki milli mála, að taka þarf ákvörðun um annaðhvort að láta húsin standa eða rifa þau niður. Það er fyrir neðan allar hellur að láta þau vera i hirðuleysi. Viðkomandi aðilar ættu að taka sig á og gera á annan hvorn veginn. Arkitektar hafa bent á, að skemmtilegt geti verið að láta Bernhöftstorfuna vera áfram á sinum stað. Og hver veit nema einhverjir hugaðir leigjendur kynnu aö finnast. En eflaust er erfiður hagur rikisstjórnarinnar hvað þetta sriertir nú á þrengingatimum. Nú, — ég skal ekki taka afstöðu til þess, hvort láta á að óskum húsa- friðunarmanna eða fjarlægja gömlu húsin. — Það virðist oft eins og beðið sé eftir að hús i eigu rikis og borgar fari upp i reyk, sagði slökkviliðsstjóri enn fremur. Það eru ekki nema tvö ár siðan Tjarnargata 3 brann, en þar höfðu vesalingar leitað afdreps, og alltaf er hætta á eldi, þar sem slikt fólk er inni. í siðasta mánuði brann autt hús inni i Blesugróf, sem borgin hafði nýlega eignazt. Enn engin ákvörðun Einnig leituðum við til Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts, formanns Torfusamtakanna, og spurðum hvers þeim hefði orðið ágengt i sinu baráttumáli, varðveizlu gömlu húsanna við Lækjargötu. — Við gengum þrjú frá samtökunum, Hörður Agústs- son, Gisli B. Björnsson og ég, á fund Geirs Hallgrimssonar for- sætisráðherra 12. febrúar siðast liðinn og sögðum honum i stuttu máli sögu samtakanna og baráttu okkar við ráðherra fyrrverandi stjórnar. Sem borg- arstjóri virtist Geir Hallgrims- son okkur fremur hagstæður i þessu máli og töldum við þvi ástæðu til nokkurrar bjartsýni. Rætt var um versnandi ástand húsanna, og áhuga fyrirtækja og félagssamtaka til að nýta þau. Forsætisráðherra sagðist myndu leggja málið sem fyrst fyrir ráðherranefnd. Helzt var á honum að heyra, að hann vildi kanna þann möguleika, að Torfusamtökin tækju að sér að Framhald á bls. 39.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.