Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.03.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 9. marz 1975 TÍMINN 7 Vaka eða víma „Rikið er mesti alkóhól- istinn”, sagði Visir 19. febrilar sl. Þetta var þridálka fyrirsögn, en svo var strax dregið úr fullyrðingunni i greinni, sem á eftir fylgdi og byrjaði með þessu: „Sumir eru orðnir háðir áfengi. Meðal annars rikið. Is- lenzka rikið er með meiriháttar alkóhólistum”. Siðan segir: I fjárlögum fyrir árið er rekstrarhagnaður Afengis- og tóbaksverzlunarinnar metinn á rúmlega þrjá og hálfan milljarð króna”. Ekki veit ég hvaðan Visir hefur þessa tölu. t fjárlögum ársins 1975 stendur: Rekstrarhagnaður A.T.V.R.: þús. kr. Er ríkissjóður háður áfengi? 4.100.000 43.000 Rekstrarhagnaður A.T.V R. Gjald af seldum vindlingum . Gjald af seldum eldspýtum 2.000 Gjald af einkasöluvörum 2.000 Þetta virðist mér vera 4 milljarðar og 147 milljónum betur. Þetta er áætlun fjárlaga Tekjur eru áætlaðar samtals 47 milljarðar og 625.680 þús. kr. Hagnaður af Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins hefur þvi verið ráðgert að væri 8.71% heildarteknanna. Litum svo á hver reynsla hefur veriö áður og hvern þátt verzlun með áfengi og tóbak hefur átt I tekjuöflun rikissjóðs. Árið 1937 voru rikistekjur alls 18.298.858 kr. og hagnaður af rekstri tóbakseinkasölu og áfengiseinkasölu 2.605.134 kr. eða 14.24% af rikistekjum. Árið 1951 voru rfkistekjur alls 413.5i41.681 kr. en hagnaður af þessari verzlun 86.988.524 kr. = 21.03% Áriö 1962 uröu tekjur rikis- sjóðs 2.051.460 þús. kr. og hagnaður af A.T.V.R. 304.998 þús. kr. eða 14.87%. JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fynr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum I dag. Auk þess fáið þér frian álpappír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville I alla einangrun. Sendum hvert á land sem er. Hringbrout 121 . Simi 10-600 G/obus r\ Fóður HAGSTÆTT VERÐ Þær svíkja ekki \ Kia bandarísKu fóðurvörurnar WAYNE fóður- BLÖNDUft .V Á ECIiL' Hann er viða — en ekki í nýja Globus-fóðrinu fró ALLIED AAILLS í Bandarikjunum Höfum til afgreiðslu nú þegar: A-kúafóöurblöndu með 15% meltanlegu hrápr. 100 FE/100 KG Maisinnihald 51% Allied Mills er meðal staerstu fóðurvörufyrirtaekja þar i landi og framleiðir aðeins úrvals fóður HLAÐIÐ ORKU Leitið upplýsinga — Pantið strax Allt afgreitt í sterkum trefjaplastsekkjum B-kúafóðurblöndu með 12% meltanlegu hrápr. 100 FE/100 KG Maisinnihald 61% Eldissvínafóður með 13% melfanlegu hrápr. 100 FE/100 KG G/obusa LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 Arið 1973 voru rikistekjurnar 25.129.413 kr. og hagnaður af 'A.T.V.R. 2.206.068 þús. kr. eöa 8.78%. Þannig er hagnaðurinn af þessari verzlun miklu minni hluti af rikistekjunum siðustu árin en áður var. Sumum finnst óeðlilegt að rikiö græði á tóbaks og áfengi . Stundum segjast menn jafnvel drekka af hollustu við rikis- sjóðinn. Auðvitað er það for- smán að verzlað sé með áfengi én úr þvi þjóðin vill það er sjálf- sagt að rikið reki þá verzlun. Hvaöa neyzlu ætti frekar að skattleggja en þessa? 1 Rikissjóður þarfnast mikilla fjármuna til að mæta kostnaði af drykkjuskap þjóðarinnar. Það dæmi kann enginn að reikna. Ýmsa liðimá nefna. Það má t.d. benda á að rekstur Kleppsspitalans er áætlaður rúmlega 400 milljónir og vitað aö 'nann er alltaf a.m.k. hálf- skipaöur fólki, sem hefur drukkið frá sér vitið. Það má hafa til hliðsjónar tölfræðilegar upplýsingar frá öðrum löndum. í Bandarikjunum er fullyrt i opinberum skýrslum að meira en helmingur þeirra sem farast I umferöarslysum farist i árekstrum þar sem a.m.k. annar ökumaðurinn er ölvaöur, i meiri hluta morðmála er um ölvun að ræða og meira en fjórði hver þeirra, sem sjálfs- morð fremja reynast hafa veriö drukknir. Þar er talið að drykkjuskapur sé aivarlegasta og algengasta heilsutjón þjóðarinnar næst hjarta- sjúkdómum og krabbameini. Þar er gert ráð fyrir þvi, að millj. manna stytti aldur sinn með áfengisneyzlu, svo að nemi 10-12 árum. Og fyrst við erum aö tala um áfengis- og tóbaks- verzlun má gjarnan koma þvi að hér, að i Noregi og Dan- mörku er talið að reykingar eigi oft sök á eldsvoðum, þó að ég muni ekki eftir að sagt hafi ver- ið frá sliku hér á landi. Svo að enn sé vikið að skýrsl- um Bandarikjamanna leiða þær I ljós, að hjónaskilnaðir eru stórum algengari hjá fólki, sem drekkur verulega. Það getur enginn reiknað hvað áfengisneyzla fslendinga kostar rikið beinlinis I útlögðum peningum. Fullyrða má, að það skipti milljörðum, þegar saman er taliö frá löggæzlu og fanga- geymslu, heilsugæzlu og hjúkrun, greiðslum trygginga- bóta og beint vinnutap þeirra, sem laun sin fá af opinberu fé. Miklu stórkostlegra er út- koman fyrir þjóðarbúið I heild, þó aö það séu sömu fyrirbæri, sem þar koma við sögu. Kaupgjald verður að vera lægra vegna vinnusvika sem stafa af drykkjuskap. Iðgjöld verða að hækka vegna skemmda og tjóns sem drukknir menn valda. Hugsum okkur nú aö þjóðin færi að horfast i augu við staöreyndir, hugsa og draga rökréttar ályktanir. Hugsum okkur að þjóðin reyndi bindindi eitt ár. Þeir veröa ekki grátnir úr helju sem þar eru komnir. Bilað fólk og niður- brotið verður heldur ekki allt jafngott i einni svipan — og sumt auðvitað aldrei. Lög- gæzlukostnaður á skemmtunum félli niður að mestu og það rýmkaðist fljótt á Kleppi en rikissjóður yrði samt að bera þungar byrðar vegna þess, sem á undan er farið. Samt mun mega færa sterkar likur að þvi aö einn milljarður gæti sparast fyrsta árið. Svo má minna á það, að I fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir þvi, að „hráefni og vörur til endursölu” hjá A.T.V.R. kosti 840 milljónir króna og rekstrargjöld fyrir- tækisins nemi 300 milljónum. Þegar þessar tölur eru at- hugaðar kemur i ljós að rikis- sjóður er ekki svo háður áfengiskaupum þjóðarinnar aö það hafi neina úrslitaþýðingu. En meðan þjóöin vill drekka og gerir það að verulegu leyti á kostnað rikissjóðs virðist ekki óeölilegt að rikissj, r taki eitt- hvaö upp I sinn .<$>'tnað af söluveröi áfengisins. ‘ Okkar þilplötugeymsla er upphituð Þilplötur eru auðvitað meðal alls þess byggingarefnis sem við bjóðum. En við geymum plöturnar í fullupphituðu hús- næði. Það meta þeir fagmenn mikils, sem úr þeim vinna. BYGGINGAVÖRUVERZLUN WKÓPAV0GS NÝBÝLAVEGI 8 SÍMI:410Q0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.