Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 6
6 TÍÍVIINN Sunnudagur 27. apríl 1975. r Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið gamla daga V I LXXI Báturinn Sigrlöur. Myndin af bátnum Sigriði er tekin eftir málverki. Þetta var fyrsti vélbátur Sigfúsar Jóns- sonar útgerðarmanns frá Holti (Ásvegur 2) Báturinn var keyptur frá Danmörku 1907. Á sinum tima voru mörg svo- köluð tómthús i Vestmannaeyj- um. Frægast er tómthúsanafnið Lönd, sökum þess að á þeim lendum var kirkja Vestmanna- eyinga byggð árið 1573. Siðan heitir kirkjan i Eyjum Landa- kirkja. Þessa fyrstu Landa- kirkju brenndu Tyrkir til ösku árið 1627 (Tyrkjaránið). Hér er mynd af einu tómthúsinu á Löndum frá fyrri öld. t þvi bjuggu hjónin Jónina Brynjólfs- dóttir prests á Ofanleiti Jóns- sonar og Sigfús Árnason organisti frá Vilborgarstöðum. Sigfúsi var margt til lista lagt og hann gegndi margvislegum störfum um ævina. M.a. var hann póstmeistari i Eyjum á ár- unum 1896-1904. Póstaf- greiðsluna hafði hann i hálfu þessu húsi, en bjó sjálfur með fjölskyldu sina i hinum helmingi þess. Bændabýlið Vesturhús i Vest- mannaeyjum. Hér bjuggu hin merku bændahjón Magnús Guðmundsson og Jórunn Hannesdóttir. Þau voru á sin- um tima merkir aðilar að út- gerð og fiskverkun i Eyjum á fyrstu timum vélbátaútvegsins þar. Árið 1913 hóf Gisli J. Johnsen, útgerðarm. og kaupmaður, að reka beinamjölsverksmiðju i Vestmannaeyjum. Myndin sýnir okkur næstelztu gerð hennar. Verksmiðjan er þar enn, nýtizkufyrirtæki að allri gerð og veigamikill þáttur i hinu gróskumikla atvinnulifi þeirra Eyjabúa. Myndin er af hinum gamla héraðslæknisbústað i Vest- mannaeyjum, Landlyst. t þessu húsi bjó héraðslæknir Eyja- manna, Þorsteinn Jónsson, frá 1867-1905, en þá lét hann af embætti. Þorsteinn læknir var oft kallaður „Eyjajarl”, sökum hins mikla valds, sem hann hafði þar i kauptúninu eða hreppnum i opinberum málum. Ginklofinn hafði um árabil i byrjun 19. aldar sálgað um 70% af öllum börnum, sem fæddust i Vestmannaeyjum. Árið 1847 sendu Danir dr. Schleisnir til Eyja til þess að rannsaka or- sakir ginklofans þar. Þá var helmingur þessa húss byggður og stofnað þar hið svokallaða ,,Stiftelse”,-fæðingarstofnun og ljósmóðir var ráðin Solveig Pálsdóttir skálda Jónssonar. Hún lærði ljósmóðurfræði i Dan- mörku. Hún giftist Matthiasi Markússyni „snikkara”. Þau byggðu við „Stiftelse” árið 1848, og bjuggu þar til ársins 1827, en þá gerðist Sólveig ljósmóðir i Reykjavik. Svo sem kunnugt er voru þau hjón afi og amma Ás- geirs Ásgeirssonar forseta, Ragnars ráðunauts og þeirra systkina. Húsið er nú eign Vest- mannaeyjakaupstaðar sökum aldurs þess. (Myndir og efni frá Bliki, ársriti Vestmannaeyja.) Fiskimjölsverksiniðja 1921 Landlyst 1953 Vesturhús um 1940.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.