Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 27. aprfl 1975. Sunnudagur 27. aprll 1975. TÍMINN íslenzkir rithöfundclr * ' - ; .v .‘X- ■ ';a. %■ ■ -.. ‘V; .•■ í" .• Islenzkir rithöfundar Skáldift kveikir I pipu sinni. Tlmamynd Hóber ÞEGAR SKÁLD kenna sig við fæðingarbæ sinn eða staðinn, þar sem þeir slitu barnsskónum, tengist sá staður nafni þeirra órjúfandi böndum. Svo rammt getur kveðið að þessu, að nafn staðarins útrými föðurnafni mannsins og komi í staðinn fyrir það. Hvers son var Stefán frá Hvitadal? Og Jóhannes úr Kötlum? Ætli við munum það nema að hugsa okkur um? Áttundi maður frá hjónunum á Jörfa Um Þorstein frá Hamri gegnir liku máli. Ef til vill vitum við að hann er Jónsson, og við vitum að minnsta kosti áreiðanlega að hann er frá Hamri. En hvað vit- um við meira um þennan list- fenga höfund okkar? Þeir, sem nenna að lesa eftirfarandi greinarkorn, geta bætt nokkru við þekkingu sina á Þorsteini og æskustöðvum hans, og þá er bezt að byrja á þvi að tala um þá jörð, sem ól hann, og spyrja: — Hvar er Hamar, Þorsteinn? — Hamar er i uppsveitum Mýra- sýslu, nánar tiltekið i Þverárhlið. Þar fæddist ég árið 1938 og þar ólst ég upp, allt þangað til ég fór i skóla. — Höfðu forfeður þínir búið á Hamri? — Foreldrar föður mins fluttust að Hamri skömmu fyrir siðustu aldamót. Siðan bjó faðir minn þar — Nei, ekki i þeim skilningi, sem'algengast er að leggja i orðin kynlegur kvistur. Hins vegar var þar margt af mjög eftirminnilegu fólki. Ég man eftir einum manni, sem vann hrosshár og kvað rim- ur. Þessi maður kom að Hamri, þegar ég var drengur, og hafði þar uppi iðju sina. Ég man vel eftir þvi. Hann var þá roskinn orðinn, en lifði lengi eftir það og andaðist I hárri elli fyrir örfáum árum. A barnsárum minum urðu ákaflega miklar ög snöggar breytingar I minni heimabyggð. Ég man vel eftir búnaðarháttum og vinnubrögðum eins og þau höfðu verið lengi. Hey var flutt á klökkum og næstum allt slegið með orfi og ljá. En allt i einu nærri þvi eins og hendi sé veifað, er allt orðið fullt af traktorum, skurðgröfum og öðrum nýtizku vélum. Hugði aldrei á bónda- stöðu, en heldur kynnun- uin við með þvi að fara í göngur — Dreymdi þig ekki um að verða bóndi i þessu blómlega héraði, þegar 'þú yxir úr grasi? — Nei, það held ég að hafi aldrei hvarflað að mér. Ég fór ungur i Reykholtsskóla og var þar i þrjá vetur. Úr þvi fannst mér sjálfgef- iðað ég myndi ekki staðnæmast á æskustöðvum minum. Ég var að visu heima i eitt ár, eftir að Reykholtsverunni lauk, en fór svo Var þá þegar vöknuð hjá þér árátta til yrkinga? — Já, það var nú vist, enda varð ég þeirrar áráttu var mjög snemma. Ég var barn að aldri, þegar ég fór að hnoða saman rimuðu máli. Þó fór ég ekki að fást viö þessa hluti að verulegu leyti fyrr en ég var kominn hingað, og þá var það meira og minna I tengslum við kunnings- skap, vini mina og kunningja, þótt sumt ætti rætur að rekja til lestrar og kynna af skáldskap. Ég var tvo vetur i Kennara- skólanum, en flosnaði eiginlega upp þaðan sakir þess að ég var kominn á kaf i annað, lá i skáld- skap og þurfti auk þess að sinna félögum minum og lifa lifinu. — Þú hlýtur að hafa haft mikla bókmenntalcga heimanfylgju, maöur sem alizt hefur upp i öðru eins skáldskaparhéraði? — Ég hafði talsvert mikil kynni af skáldskap i æsku og las mikið þegar ég var barn. En um skáld i ætt minni er bezt að ég tali ekki margt, utan að Halldór Helgason skáld á Asbjarnarstöðum var ná- frændi minn. Ljóðagerð og þjóðlegur fróðleikur — Hvenær kom svo þin fyrsta ljóðabök? — Hún kom út árið 1958. Og hún náði að sjá dagsins ljós, rétt áður en ég fyllti mitt tuttugasta aldursár. Ég hafði að visu útbúið handrit að bók nokkru fyrr, en góöviljaðirmenn komu i veg fyrir þjóðkvæðum,— hinni nafnlausu sköpun fyrri tima. Hitt er annað mál, að það sem ég hef sýslað við þessa hluti, þykir mér ekki mikillar umræðu vert. Skrif min um slik efni hafa aðallega verið liður i brauðstriti minu, en þar hefur ekki verið mikið um sjálf- stæð vinnubrögð eöa rannsóknir. En þetta kallar oft á mig. Þannig hefur gamla sagan um hellis- menn verið að veltast fyrir mér, nærri þvf eins lengi og ég man, enda hefur hún lengi verið Borg- firöingum mikið umhugsunarefni og þeir hafa löngum haft á henni miklar mætur. Er sannleikskjarni i frásögnunum uin hellismenn? — Fjallar ekki siðasta bók þin um hellismenn? — Hún er langt frá þvi að vera byggð upp sem söguleg skáld- saga, enda liggur þar fleira að baki en hitt er rétt, að þetta gamla efni er kveikjan að þeirri sögu. — Ilvað heldur þú um sannleiks- gildi hinnar ævagömlu og góðu sögu um hellismenn? — Ég veit ekki. Ætli ég sé ekki of litill sérfræðingur til þess að mér leyfist að kveða þar upp nokkurn dóm? Hins vegar virðist kjarninn I þeirri sögu vera nokkuð forn. 1 Landnámu er talað ósköp fleipurslaust og i fáum orðum um það, að þarna hafi flokkur manna verið ráðinn af dögum af Þorsteinn frá Hamri. Timamynd Róberl „Ég heff alla menn kalla tíð haft m þjóðlegan iklar mætur á því sem fróðleik" — segir hið nýtízkulega skáld, Þorsteinn frá Hamri í þessu viðtali, þar sem rætt er um skáldskap og reyndar sitthvað fleira Norötunga I Þverárhliö, kirkjustaður og stórbyli aö fornu og nýju. Ljósm. Páll Jónsson. eftir þeirra dag, og ný býr þar bróðir minn, svo að það má víst næstum fara að kalla Hamar ættaróðal. Forfeður minir i föðurætt höfðu verið þarna i næsta nágrenni um langan aldur, en móðir min er fædd á Hofi i Norðfirði austur, ein þrettán syst- kina,sem þar uxu upp. Móðurætt min er af Austurlandi og hana þekki ég þvi miður heldur illa, enda lftt kunnugur á þeim slóðum. Eðlilega veit ég miklu meira um föðurætt mina, þar sem frændfólk mitt i þá áttina varð mjög á vegi minum þegar ég var að alast upp. Til gamans má geta þess, að til min liggur karlleggur frá hjónunum á Jörfa, þeim er stóðu fyrir Jörfagleðinni frægu. Ég mun vera áttundi maður frá þeim. Þetta hefur án efa verið ágæt gleði og gaman þar að vera. En i alvöru talað held ég að annars hefði verið litið gaman að vera uppi þá. Þetta voru hörmungartimar og fólk varð að létta sér stundirnar með ein- hverju móti. — Voru nokkrir kynlegir kvistir eftir á þinum æskuslóðum, um það leyti sein þú ferö aö muna eftir þér? hingað til Reykjavikur og hef verið hér að mestu siðan. — Þótti þér samt ekki gaman að sveitaverunni? — Jú, mér leið alltaf vel heima og á einungis góðar minningar þaðan. Til dæmis fannst mér alltaf gott að vera innan um skepnur, og ég fann aldrei til þess að mér leiddust sveitastörf, eins og margir bókhneigðir unglingar hafa kvartað um. Ég hef haldið þessum kynnum við með þvi að fara I göngur á haustin. A meðan faðir minn lifði fór ég oftast i göngurnar fyrir hann, þótt ég ætti heima hér i Reykjavik. 1 hitteðfyrra endurnýjaði ég þetta eftir ellefu ára hlé og fór i göngumar fyrir bróður minn, sem býr á Hamri, eins og ég gat um hér að framan. — Hversu langar göngur eru þetta? — Það fara eiginlega þrir dagar i gönguna. Við liggjum i gangna- kofa i tvær nætur. Þetta eru ljóm- andi skemmtilegar ferðir, enda félagsskapurinn góður. — Þú sagöir áðan, að þér heföi ekki verið sveitabúskapur i hug, eftir að þú fórst að fara i skóla. að hún yrði gefin út, og ég er þeim ákaflega þakklátur fyrir þann greiða. Þó að mér þyki ekki mikið til þessarar fyrstu bókar minnar koma, þá er langt frá að ég skammist min fyrir hana. Hitt er annaö mál að ég myndi mörgu sleppa, ef ég ætti að velja kvæðin i henni til útgáfu nú og hér. — Svo var ekki langt að biða næstu bókar? — Næsta bók kom út 1960, en annars má segja, að þá og lengur hafi meðgöngutiminn verið nokkuð reglulegur hjá mér. Fyrsta bókin kom 1958, sú næsta 1960, þá 1962 og loks 1964, en eftir það fóru þær að koma strjálla. Með annarri bókinni varð nokkur breyting á kvæðastil minum, og þó einkum i hinni þriðju, og liklega er hún fremur en hinar i ætt víð það, sem ég hef ort siðar. — Nú hefur þú líka skrifað mikið i óbundnu máli uin liðinn tima og það líf, sem einu sinni var lifað i þessu landi. Er það ekki rétt, sem ég og fleiri hafa sagt, að þér þyki gaman að slikum skrifum? — Það er rétt, að ég hef alla tið haft miklar mætur á þvi sem menn kalla þjóðlegan fróðleik, ekki sizt þjóðsögum og héraðshöfðingjum i Borgarfirði, og nefndir fyrirliöar þessara sakamanna á Hellisfitjum. Siðan virðist þessi saga alltaf vera að ganga aftur, breytast og umskapast. Jón Grunnvikingur talar um þessa menn, og þá er ýmislegt nýtt komið til, meðal annars höfðu þeir yngzt upp i timanum. En það er ekki fyrr en á öldinni sem leið, sem þeir eru orðnir að skólapiltum frá Hólum, þar sem sá vaskasti gengur i stakki úr sauðarvölum einum, sem engin járn bita. — Eru ekki minjar í hcllinum? — Jú, og bæði þær og ýmislegt fleira bendir til þess, að fyrir sögninni sé einhver fótur, i ætt við það sem fyrst er af hellis- mönnum sagt, þótt auðvitað þurfi alltaf að taka fornar heimildir með varúð. Vinnufriður er nauðsynlegur, hvort sem hann fæst á ísafirði eða i Hollancii — Við höfuin rætt hér um bækur þinar, Þorsteinn, en hvaö vilt þú segja um vinnulag þitt? Hefur þú ekki skapaö þér fastar starfs- venjur eins og flestir rit- höfundar? — Nei, það er nú einmitt það sem ekki er. Vinnubrögð min eru með ýmsu móti og ég hef ekki komið nógu góðu skipulagi á þau. Timi minn er sundur slitinn af þeim verkum, sem ég þarf að inna af höndum til þess að afla mér viðurværis, en flesteruþau á einhvern hátt tengd bókaútgáfu eða bókagerð. Mér hefur þótt gott að fá sam- fellt næði til vinnu, þá sjaldan það hefur tekizt' Einn slikur hamingjutimi var fyrir tveimur árum, þegar við hjónin komumst með börn okkar til Hollands og vorum þar sumarlangt. Við feng- um gamlan sveitabæ til leigu fyrir tiltölulega lágt verð, og þar leið okkur ljómandi vel. — Hafiö þið ekki brugðið á þetta ráð oftar? — Við reynum, ef við getum, að fara úr Reykjavfk á vorin og vera annars staðar eins mikinn hluta sumarsins og okkur er unnt. I fyrrasumar fórum við til Isa- fjarðar og fengum að vera i litlum kofa utan við kaupstaðinn. Það var ágætt. Ég hef miklar mætur á þvi að ná þannig samfelldum vinnufriði. — Annað hvort er, að slikir næöistimar hafa oröið talsvert margir, eða þá að þú hefur ekki látið erilinn á þig ganga, þvi aö mikið liggur eftir þig. Já, vfst hef ég einhvern veginn komizt fram úr þessu, enda er ekki rétt að leggja árar i bát, þótt ytri kjör séu manni á einhvern hátt andstæð. Sumt er margskrifað, annað fær að standa litið breytt — Þetta var uni hinar stopuiu næðisstundir. En hvað gctur þú sagt mér um vinnubrögð þin nán- ar til tekið? Skrifar þú til dæmis sama kaflann oft? — Já, já, það er mjög algengt. Ég umskrifa það sama aftur og aftur, þótt margt sem ég skrifa fái að standa nokkurn veginn óbreytt frá fyrstu gerð. — Skrifar þú hjá þér minnis- punkta? — Já, mér er ákaflega tamt að punkta hjá mér, geyma það siðan og vinna svo úr þvi, ef til vill löngu siðar. Og fyrst við erum að tala um vinnubrögð, sakar kannski ekki aö geta þess, að ég á þaö lika til aö slæpast mikið og snerta ekki á verkum, sem ég er meö i takinu. — Kemur það aldrei fyrir að þú kastir frá þér verkefnum, — kannski ekki I vonleysi, — en aö minnsta kosti af þvi að þú ert orðinn þreyttur á þeim. þótt þú takir svo til viö þau aftur, þegar betur blæs? — Jú, þetta getur komið fyrir. Ég hef-stundum fleygt frá mér hlut- um, hreinlega vegna þess, að mér hefur ekki fundizt ég geta neitt. A eftir getur komið alveg dauður timi. eða þvi sem næst. Eins og ég gat um hér að framan, þá er það tiltölulega sjaldgæft að ég vinni samfellt langan tima i einu, og þvi’ verður þetta nokkurn veginn sjálfgert. Ég hverf oft frá verkefnum, og það geturliðið langur timi þangað til ég snerti á þeim aftur. En þegar ég hef gleymt hlutunum um hrið, tekst mér oft að lita þá öðrum augum, og þá fyrst er ég fær um að setjast að þeim og vinna úr þeim. -VS. Islenzkir rithöfundar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.