Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 27. apríl 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 8 — Palmino silungur, heyrði hann sagt að baki sér — Inn í bílinn með þig. Rambo starði áf ram á vatnið.— Það er víst ný tegund. Ekki kannast ég við hana. — Heyrðu mig, piltur minn. Ég er að tala við þig. Líttu á mig. En Rambo gerði það ekki. — Sjálf ur fór ég of t í veiðif erðir hér áður f yrr, sagði hann og leit enn nið- ur. — Á yngri árum mínum. Nú er búið að veiða allt eða eyðileggja með mengun. Er bætt i hana? Er það ástæðan fyrir fisksældinni? Sú var ástæðan. Bærinn hafði bætt fiski i ána frá því Teasle mundi fyrst eftir sér. Faðir hans hafði oft farið með hann niður að ánni, að horfa á starfsmenn eldis- stöðvarinnar bæta fiskinum í ána. Þeir báru fötur frá vörubílnum og fóru með þær út í ána, hölluðu svo fötun- um og leyfðu f iskinum að synda brott. Þeir voru oft stór- ir og stundum i öllum regnbogans litum. — Líttu f raman í mig, segi ég, sagði Teasle. Rambo fann að hönd greip í skyrtuermina. Hann hristi sig lausan. — Burt með lúkurnar, sagði hann og horfði áfram á vatnið. Þá fann hann, að aftur var þrifið í hann og nú sneri hann sér snöggt við. — Burt með lúkurnar, segi ég. Teasle yppti öxlum. — Leiktu harðjaxl ef þér sýnist svo. Það skiptir mig engu. Hann tók handjárnin f ram. — Réttu fram hendurnar. Rambo hélt höndunum að síðum sér. — AAér er alvara. Láttu mig vera. Teasle hló: — Er þér alvara? sagði hann. — Þér er al- vara? Þú skilur þetta víst ekki. AAér er líka alvara. Fyrr eða síðar ferð þú inn í lögreglubílinn. Spurningin er hversu miklu valdi ég verð að beita þigáður en það verður. Hann brosti. — Það er ekki stórvægilegt að setjast inn i bilinn. Við skulum ekki vera þröngsýnir. Fólk, sem leiðátti hjá leit forvitnilega á þá. — Þú mundir grípa til bysisunnar, sagði Rambo. Hann f ylgdist með hönd Teasle á byssunni. — Ég hélt þú værir f rábrugðinn. Ég sé nú, að þú ert ekkert frábrugðinn hin- um vitleysingjunum, sem ég hef hitt. — Þar hefur þú vinninginn, sagði Teasle. — Ég hef ALDREI hittneinn eins og ÞIG fyrr. Hann hætti að brosa og greip um byssuna. — Af stað með þig. Þetta var úrslitastundin, hugsaði Rambo með sér. Annar þeirra varð að láta undan. Annars hlaut Teasle að slasast. Það var slæmt. Hann f ylgdist með hönd Teasle á byssuskeftinu. Hún var enn sliðruð. Hann hugsaði: Bölv- að f íf I er þessi lögreglumaður. Áður en þú nærð að grípa til byssunnar gæti ég brotið á þér hendur og fætur. Ég gæti mölvað í þér barkakýlið og kastað þér í ána. Þá fengju fiskarnir sannarlega eitthvað að éta. Þetta er ekki tilefni til slíks, hugsaði hann skyndilega. Hugsunin um það, hvað hánn gæti gert Teasle varð !ií þess, að hann gat hamið reiði sína og náð stjórn a skapi sinu. £!:ka sjálfsstjórn hafði hann ekki hjrt fyrr. Honum leið betur er iionum varð það Ijóci. Fyrir sex mánuðum hafði hann náð sér a spít^CGum. Þá hafði hann ekki þessa sjálfsstjórn. Á öldurhúsi í Fíladelfíu hafði náungi einn troðist fram fyrir hann til að sjá dansmey í diskó- teki snarast úr buxunum. Þennan mann nefbraut hann. í Pittsburg sofnaði hann eina nóttina við vatnið í almenn- ingsgarðinum. Risavaxinn svertingi reyndi að drepa hann með hníf. Rambo skar hann á háls. Svertinginn hafði með sér vin sinn. Sá reyndi að hlaupa burt. En Rambo elti hann um þveran garðinn og náði honum loks, við bíl þess síðarnef nda. Nei — þetta var ekki nóg tilef ni. Það er allt i lagi með þig, hugsaði hann með sjálf um sér. Hann brosti nú: — Allt í lagi. Fáum okkur annan bíltúr, sagð hann við Teasle. — En ég veit ekki til hvers. Ég geng aftur til bæjarins hvort sem er. SJÖTTI KAFLI Lögreglustöðin var í gamalli skólabyggingu. Þó var húsið rauðmálað, hugsaði Rambo með sér, þegar Teasle ók inn á bifreiðastæðið. Hann var nærri búinn að spyrja hvort þessi rauði litur á skólahúsinu væri brandari. En hann vissi að hér var ekkert grín á f erð. Hann velti f yrir sér hvort hann ætti að skýra hegðun sína. Þú ert ekkert hrifinn af þessum stað. Þú hefur ekki einu sinni áhuga. Hefði Teasle ekki hirt þig, hefðir þú haldið þina leið án þess að staldra við. — Það skiptir engu. Steinsteyptþrepin, sem lágu upp að aðaldyrunum virt- ust nýleg. Skínandi bjartar áldyrnar voru án efa nýjar. Innan dyra var stórt, bjart og hvítmálað herbergi. Það var jafn breitt og byggingin og helmingur hennar á lengd. í herberginu var mikill f jöldi skrifborða. Aðeins tvö þeirra voru nýtt. Við annað sat lögreglumaður og hamraði á ritvél. Við hitt sat annar lögreglumaður og sinnti tvíbylgja talstöð, sem var við vegginn hægra megin. ' Ef furstinn vissi hvaö ég á hrifamikinn bróður! ' Þá myndi ^hann drepa þig strax til að komast hjá vandræðum. ífSi-K ÁRSy ég dýrinu? Nú <V Dýrinu á að fylgja heppni^ Llongo-heppni! Hvarer hún núna? Sunnudagur 27. april 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vigslú- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög.a. Hljóm- sveit Raymond Lefévre leikur tónlist eftir Offen- bach. b. Sinfóniuhljómsveit Kaupmannahafnar leikur tónlist eftir Lumbye, Lavard Friisholm stjórnar. c. Sinfóniuhljómsveit ung- verska útvarpsins leikur Vinardansa, Gyorgy Lehel stjórnar. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna 9.15 Morguntónleikar 11.00 Messa i Neskirkju. Prestur: Séra Frank M. Halldórsson. Organleikari: Reynir Jónasson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Nýjar stefnur i refsilög- gjöf. Jónatan Þórmundsson prófessor flytur hádegiser- indi. 14.00 „Aðhugsa eins og þorsk- urinn”. Veiðiferð með tog- aranum Snorra Sturlusyni RE 219. Fyrsti þáttur Páls Heiðars Jónssonar. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátið i Ohrid i Júgóslaviu i haust. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Dagskrárstjóri i eina klukkustund. Ölafur Mixa læknir ræður dagskránni. 17.25 Grigoras Dinicu leikur rúmensk lög á fiðlu. 17.40 útvarpssaga barnanna: „Borgin við sundið” eftir Jón Sveinsson (Nonna). Freysteinn Gunnarsson þýddi. Hjalti Rögnvaldsson les (9). 18.00 Stundarkorn með bari- tónsöngvaranum Ferdinand Frantz.sem syngur ballötur eftir Carl Lowew. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?” Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýði. Dómari: Ólafur Hansson prófessor. Þátttakendur: Pétur Gautur Kristjánsson og Vilhjálmur Einarsson. 19.45 Pianókonsert i Des-dúr eftir Khatsjatúrjan. 20.20 „Létta laufblað og væng- ur fugls”.Ljóð eftir Gunnar Björling i islenzkri þýðingu Einars Braga. Flytjendur auk þýðanda: Ölafur Hauk- ur Simonarson og Thor Vil- hjálmsson. Einar Bragi flytur inngangserindi um skáldið og verk þess. 21.20 Kór útvarpsins i Berlin syngur vinsæl lög. Stjóm- andi: Helmuth Koch. 21.30 Hvar er okkar tónlist? Frá tónlistarhátið i Stokk- hólmi, sem haldin var til að andmæla sönglagakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. — Kári Halldór og Lárus Óskarsson taka saman þátt- inn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiðar Astvaldsson dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Mánudagur 28. april 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.20. Valdimar örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson píanóleikari (alla virka daga vikunnar). Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Bragi Friðriksson flytur (a.v.d.v.). Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Anna Snorradóttir byrjar að lesa þýöingu sina á sögunni af „Stúart litla” eftir Elwyn Brokks White. 9.05: Ung- lingapróf i ensku i 8 mánaða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.