Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 27. april 1975. TÍMINN 19 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18200 — 18306. Skrifstofur I AÐalstræti 7, simi 26500 — af- greiðsluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausa- sölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. ' Blaðaprent h.f. V_____________________________________________________________J Ljós í myrkri Á fyrri hluta nitjándu aldar var uppi i Frakk- landi maður, sem hét Louis Braille. Hann missti sjón þriggja ára gamall og var vistaður á blindingjahæli i Paris. Fæstum, sem fyrir sliku urðu á þeim timum, var annað áskapað en verða olnbogabörn mannfélagsins, likt og enn gerist meðal frumstæðra úrræðafárra þjóða. En Louis Braille var mikill af sjálfum sér. Náttúran hafði gætt þennan blinda dreng bæði næmi og miklu hugviti. Hann tók skjótum þroska, þrátt fyrir annmarka sinn, og varð sjálfur blindra- kennari i þeirri stofnun, þar sem hann ólst upp. Samt sem áður væri nafn hans gleymt, ef ekki hefði komið meira til: Fimmtán ára gamall felldi hann lauslegur hugmyndir um tákn til leiðsögu blindu fólki i fullkomið kerfi — blindraletur, sem opnað hefur sjónlausu fólki og sjóndöpru um heim allan þær dyr, sem áður voru luktar. Uppgötvun hans var i senn snjöll og einföld, eins og flestar miklar uppgötvanir eru. 1 stað spegils augans kom næmi fingurgómanna, og i sæti bókstafanna, sem festir voru á blaðsiðurnar i bókum handa sjáandi fólki með prentsvertu eða öðrum lit, kom sex punkta kerfi, sem gaf sama svigrúm til tjáningar og venjulegt letur. Hundrað og fimmtiu ár eru liðin siðan blindi drengurinn franski svipti af hugviti sinu i sundur tjaldi myrkursins, sem lokaði leiðum á milli sjónskerts fólks og bókþekkingarinnar. Með kennslu og viðeigandi bókagerð hefur blint fólk siðan getað fylgzt með framvindu bókmennta, án annarra meðalgöngu, stundað nám á eigin spýtur og fært hugsanir sinar i letur, bæði i almennum orðum sem og með stærðfræðitáknum og jafnvel nótum. Louis Braille felldi af þvi herfjöturinn á þeim aldri, er flestir aðrir eru óráðnir stráklingar. íslendingum sem öðrum hefur þessi uppgötvun og hagnýting hennar fært mikla blessun. Við höf- um að visu i smæð okkar og verkefnamergð i landinu, þar sem fyrri kynslóð varð að hefjast handa um að reisa allt frá grunni, verið fremur seinir og smátækir við að sinna þörfum minni- hlutahópa, sem voru með einhverjum hætti utan við alfaraveginn. En mörgu hefur þó verið þokað áleiðis til nokkurra muna, og svo er einnig með málefni blinds fólks, að þeim hefur verið aukinn sómi sýndur með árunum. Skyldi það þó sizt vanþakkað eða að litlu metið, er þeir gerðu af naumum efnum, en sterkum vilja, er fyrstir fóru að gefa kjörum blindra manna verulegan gaum. Hér er hvorki stund né staður til þess að fjölyrða um það, sem gert er .blindu fólki til hagræðis, framdráttar og menningar, eða gera grein fyrir samtökum þess sjálfs og vandamanna þess. Þessi orð eru hér skrifuð á timamótaári til þess að minnast afreks unglings, sem gnæfði i myrkri hátt yfir jafnaldra sina og ávann sér ódauðlegan orðstir, og beina um leið athygli alniennings að þeim, sem likt er ástatt um og þenna pilt, og hög- um þeirra i samfélagi okkar sjálfra. Þar getur hver og einn tekið við, er þessum orðum sleppir, og velt fyrir sér, hvaða úrbóta er mest þörf. -JH. Villiam Grumstrup, Weekendavisen: Grikkir kunna að meta mál-og ritfrelsi Leikhús og kvikmyndahús eru mikið sótt, og bóka- útgáfa og kvikmyndagerð hefur aldrei verið meiri GRIKKIR keppast við að njóta þess, sem notið verður, meðan allt er frjálst. Þetta á við um alla þá, sem sækja leik- og kvikmyndahús til þess að sjá hvaðeina, sem vert er að eyða tima i. Það á einnig við um höfundana, sem semja það, sem við hin horfum á. Þeir flýta sér sem mest þeir mega að ganga frá verkum slnum, til þess að þau geti komið fyrir almenningsjónir áður en skriðdrekarnir renna af stað að nýju og myrkrið síg- ur yfir. Heimildakvikmynd um hina blóðugu stjórnarbyltingu hersins i Chile er afar mikið sótt. Ahorfendasalurinn i all- stóru kvikmyndahúsi er þétt setinn frá þvi að sýningar hefjast siðdegis og fram yfir miðnætti. Aðgöngumiðar að stæðunum eru meira að segja rifnir út. Stúdentar láta sig að sjálf- sögðu ekki vanta, né virkir þátttakendur i andmælum og kröfugöngum, en þeir nema tiðum um 50 þúsundum. En roskið fólk og virðulegt flykk- ist einnig að kvikmyndahúsinu til þess að fylgjast með at- burðunum, sem gerðust i Chile, enda finnst Grikkjum, að þeir hafi orðið fyrir svip- aðri reynslu sjálfir, og svo kunni enn að verða. ÝMSAR tilraunir hafa verið gerðar til að koma fyrir katt- arnef hinu nýja og veikburða lýðræði, enda gengur gamla hægrisinnanum Karamanlis illa að losna með öllu undan á- hrifavaldi hershöfðingjanna, sem ráða enn miklu. Þetta hefur aukiö á ótta almennings og magnað þann kviða, sem þorri manna hefur borið i brjósti siðan Karamanlis komst til valda i fyrrasumar. Nú er þó kostur að koma þvi á framfæri, sem inni varð að byrgja i sjö löng ár, meðan einræðið rikti. Og tækifærið er sannarlega notað. Mörg ágæt timarit eru gefin út, auk fjölda frumsaminna bóka og þýð- inga, og eru nokkur grisk út- gáfufyrirtæki farin að nálgast Maspero i Paris. En útgáfa griskra bóka stendur viðar fótum, Maspero i Frakklandi og Feltrinelli á ítaliu leggja sérstaka rækt við griska markaðinn. Griskir höfundar hafa og um margra ára skeið birt frumútgáfur sinará vegum þessara útgáfu- fyrirtækja. FJARRI fer þvi auðvitað, að allt, sem út er gefið eða sýnt, eigi lof skilið. Flestir leikhús- stjórar hafa til dæmis séð sér leik á borði aö raka saman fé á þvi að láta listina skopstæla stjórnmálin. I höfuðborg Grikklands eru rúmlega fimmtiu leikhús. Varla er þó hægt að segja að nema rúmur tugur leikhúsa sýni alvarleg listaverk, ef átt er við með þeim orðum, að sýningin sé ekki sett á svið með það fyrst og fremst fyrir augum að hagnast á henni, heldur i þvi augnamiði að skila sem bezt hugmyndum höfundar, sem hefur eitthvað Mikael Cacoyannis nýtt og skapandi á borð að bera fyrir almenning. ÞAU leikhús, sem voru her- stjórnarklikunni eftirlátust meðan einræðið rikti, reyna nú að hagnast sem mest á gamanleikjum, sem gera grin að hershöfðingjastjórninni. Þó verður jafnframt greinilega vart jákvæðrar þróunar á þessu sviði. Margir ungir listamenn voru ýmist landflótta, i fang- elsi, landrækir eða atvinnu- lausir, meðan einræði hers- höfðingjanna stóð. Fæstir þessara manna hafa gengið á mála hjá gömlu leikhúsunum og fastaliði þeirra. Þeir hafa yfirleitt tekið höndum saman i fámennum samstarfshópum, og til liðs við þá hafa svo kom- ið þroskaðir og reyndir leikar- ar og stjórnendur, sem ef til vill hafa öðlazt nýjan og dýpri skilning á starfi sinu i ljósi sárrar reynslu einræðisárin sjö. MARGUR hlýtur að játa, að griski veruleikinn hafi komið honum þægilega á óvart, þeg- ar tækifærið gafst. Meðal hinna kunnari kvikmynd- astjórnenda Grikkja má nefna þá Mikael Cacoyannis og Nikos Koundouros. Þeir hafa dvalið erlendis um margra ára skeið, og kvikmyndir þeirra eru sýndar viða, en nú eru þeir báðir horfnir heim að nýju. Og báðir eru aö gera heimildakvikmyndir i fyrsta sinn. Cacoyannis, sem til dæmis samdi „Stellu”, „Zorba” og „Elektyra,” er Kýpurmaður að uppruna. Hann er nýbúinn að ljúka við töku heimilda- kvikmyndar um ástandið á Kýpur, eins og það var og er eftir innrás Tyrkja, þegar 200 þúsund manns hafa verið hraktir frá heimilum sinum og verða að búa i tjaldbúðum eöa blátt áfram undir berum himni. — Þegar ég var að ræða við fórnarlömb innrásarinnar, langaði mig ævinlega að rétta fram höndina og snerta andlit hins sanna hluttakanda i harmleiknum, segir hann. Kvikmyndir, sem hafa fé- lagslegan boðskap að flytja, eru Cacoyannis raunar engin nýjung. Kvikmynd sina „Konur Troju” tileinkaði hann til dæmis „öllum þeim, sem snúast óttalaust gegn undirok- un mannsins.” NIKOS Koundouros hefur einnig verið á Kýpur, sem er að verða eins konar grisk Palestina. Og sögulega séð er þessi samliking hárrétt. Grikkir hafa verið á Kýpur i meira en fimm þúsund ár, en Tyrkir aðeins i 200 ár, og þar á ofan aldrei orðið þar fjöl- mennari en svo, að nemi rétt um 18 af hundraði eyjar- skeggja. Koundouros er einnig að gera heimildakvikmynd um Kýpur, en viðfangsefni hans er einkum að vega og meta möguleikana á lýðræðis- þróun þar. Ungur leikstjóri er að ljúka við töku kvikmyndar, sem á að senda af hálfu Grikkja á kvikmyndahátiðina i Cannes i ár. Hún er gerð upp úr „Leik- flokknum” eftir Theodor Angellopoulos. Þetta er saga leikflokks, sem ferðast um land allt á árunum 1939—1952. Leikflokkur þessi mátti þvi margt reyna. Hann varð að þola einræði Metaxas, hernám nasistanna, andspyrnutima- biliðog borgarastyrjöldina, en frelsishreyfing kommúnista laut ekki að fullu i lægra haldi fyrri en árið 1949, þegar Bandarikjamenn gripu i taumana. Það varð mikið blóðbað og 800 þúsund Grikkir féllu. Félagsmálabaráttan er þannig komin vel á veg sem ivaf i listina. Og þar er einnig reynt að hafa hraðann á, áður en það er um seinan. Eigendur kvikmyndahúsa græða á tá og fingri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.