Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 27. april 1975. 23 1'lYIlNN Umbarassasassa — og allir taka undir. Tekið undir í Laugardalshöllinni: SKÁTARNIR SKEMMTA SÉR... BH-Reykjavik.— Oft hefur Laug- ardalshöllin ómað af ýmiss konar hávaða, fagnaðarlátum, púi, hljóðfæraslætti og söng en það var rétt eins og gleðisvipur færðist yfir máttvarviðina, þegar skát- arnir fóru að syngja og glettast þar á sumardaginn fyrsta. Þá voru ungir og aldnir skátar búnir að ganga hressilega i vorbliðunni svolitið þrunginni vætu og golu, frá Hlemmtorgi inn i höllina — og það var tilkomumikil og skemmtileg skrúðganga. Hvert félag hélt hópinn og verð- laun voru veitt fyrir glæstasta yfirbragðið á göngunni, og hlaut það félagið Dalbúar, en svo var að heyra á ýmsum, að keppnin skyldi harðari næsta ár, ef af verður. En skemmtiatriðin i Laugar- dalshöllinni vóru mikið fjörug og oft var hlegið innilega. Þeir Vest- urbæingarnir eiga góða grinista, sem vöktu mikla kátinu, en okkur fannst mest gaman að hinu ný- stárlega Mjallhvitarævintýri i flutningi Landnemanna, sem hafa aðsetur á Skólavörðuhæð. Það var ösvikið grin og hæfði varðeldsstemningunni. Og svo var það söngurinn, en þar eiga stjórnendur, piltur og stúlka.stakarþakkirskildar fyrir góða og hressilega framkomu, svo og snjallir og leikandi undir- leikarar. Skátarnir eru komnir i grænar peysur. Það er vel til fundið. Grænt er ekki aðeins litur vonar- innar, heldur lika gróandans. Það er svona gróandi i þjóðlifinu, sem veitir umhverfinu yndi, yl og birtu. ■Timamyndir: Róbert Sungið af öllum lifs og sálarkröftum i Laugardalshöllinni Menntamálaráðuneytið, 22. april 1975. Lausar stöður Eftirtaldar stöður I verkfræði- og raunvisindadeild Há- skóla íslands eru lausar til umsóknar. Dósentsstaða i efnafræði. Aðalkennslugreinar eru á sviði ólifrænnar efnafræði. Lektorsstaða i iandafræði við jarðfræðiskor. Aðal- kennslugreinar eru á sviði mannvistarlandafræði og svæðalandsfræði. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir um stöður þessar ásamt ýtarlegum upp- lýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 25. mai n.k. — Umsækjendur um dósentsstöðuna skulu einnig láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, svo og ritsmið- ar og rannsóknir. Styrkir til háskólanáms i Þýska alþýðulýðveld- inu Sendiráð Þýska aiþýðulýðveldisins I Reykjavlk hefur tilkynnt að tveimur islendingum verði veittir styrkir til háskólanáms I Þýzka alþýðulýðveldinu háskólaárið 1975-76. Styrkirnir eru veittir til náms i tungumálum eða hag- fræði og á styrkfjárhæð að nægja fyrir fæði og hús- næði. Annar styrkurinn er ætlaður kandidat til fram- haldsnáms og skal hann eigi vera eldri en 35 ára, en hinn styrkurinn er ætlaður stúdent, sem ekki er eldri en 25 ára. Umsóknum um styrki þessa skal komið til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 20. mai n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást I ráðu- neytinu. Höfum fyrirliggjandi Bandsagarblöð fyrir: trésagir breidd 1/4” til 1” járnsagir breidd 1” Kjötsagarblöð lengdir frá 2,34 m. til 3,10 m. Vélsagarblöð frá 10” til 24” Borar og borsett Límbönd breidd frá 9 m/m til 50 m/m & bitstál SIMI 21500 - PÓSTHÓLF 524 3 FREYJUGATA 49 - REYKJAVÍK Sendum gegn póstkröfu um land allt Fjórar fuglategundlr í hættu Aðalfundur Fuglaverndar- félags islands var haldinn i Nor- ræna húsinu fyrir skömmu. i stjórn félagsins voru kosnir tii næstu þriggja ára formaður, Magnús Magnússon prófessor, ritari, Reynir Armannsson póst- fulltrúi, gjaldkeri, Sigurður Blöndal bankafulltrúi. A fundinum kom fram: Að eftirfarandi fuglategundir á is- landi væru i hættu að deyja út: liaförn, keldusvin, snæugla og lalki. Stjórn félagsins vill beina'þeirri áskorun til ráðamanna og allra góðra tslendinga að: þyrma haf- erninum, banna útburð á eitri eða, ef le.yft sé, að menn notfæri sér ekki það leyfi. Að sniðganga varpstaði arna og halda þeim leyndum. Ennfremur skorar stjórn félagsins -á- sveitáéíjörnir-, áð- skipuleggja varðveislu mýra- fláka svo sem hægt sé og gæta varúðar við óþarfa framræslu mýrlendis. Stjórnin beinir og þeirri áskor- un til veiðimanna að gæta ýtrustu varúðar við rjúpnaveiðar svo að þeir skjóti ekki af slysni snæuglu eða fálka, en þessar fuglategund- ir halda sig oft nærri rjúpnahóp- um. Þá vill stjórn félagsins leggja sérstaka áherslu á frábæra sam- vinnu við bændur og metur mikils áhuga þeirra á náttúruvernd. Öll hjálp ve I þegin — segir Þórunn J. Ashkenazy Vegna frétta i fjölmiðlum undanfarið um óskir okkar hjóna að fá tengdaföður minn, David Ashkenazy, I heimsókn til tslands, vil ég taka það fram, að eiginmaður minn, Vladimir Ashkenazy, hefur ákveðið að fjalla ekki um þetta mál á opinberum vettvangi að svo stöddu til að vekja ekki frekari andúð af hálfu sovézkra embættismanna. Ég vil aftur á móti, af gefnu tilefni, undirstrika að þessi ákvörðun nær aðeins til mannsins mins, en öll aðstoð i þessu máli, hvort sem hún er frá opinberum aðilum eða almenningi er vel þegin, ef það mætti verða til þess að tengdafaðir minn gæti heimsótt okkur hjónin og barnabörnin sin á Islandi sem allra fyrst. Þórunn Jóhannsdóttir Ashkenazy. Myndlista- og Handíðaskóli íslands INNTÖKUPRÓF fyrir þá nemendur, er hyggja á nám i dag- deildum Myndlista- og handiðaskóla íslands, fer fram i húsakynnum skólans, Skipholti 1, Reykjavik, dagana 2. — 3. — 4. og 5. júni (mánudag til fimmtudags) n.k. Umsóknareyðublöð, sem liggja frammi á skrifstofu skólans, skulu hafa borist fyrir 20. mai 1975. Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa skólans frá kl. 2—5 e.h. simi 19821. Skólastjóri. Skipholti 1T - Sími 19821

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.