Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 27. apríl 1975. Hvað gera þau í tómstundum ? Greinafjokkur Hvað gera þau í tðmstundum ? Þjóðminjavöröur hefur gaman af gömlum vélverkum, ekki sizt sigur- verkum, og lætur sig meira að segja dreyma um tæknisafn einhvern tima i framtiðinni. Hér sést hann með klukku eftir Gyjólf Þorkelsson úrsmið, en fyrir hana fékk Eyjólfur verðlaun á sýningu I Kaupmanna- höfn árið 1888. ,,Ég tel mér trú um, að ég sé að safna fyrir alla þjóðina.” — t framhaldi af þessu bókataii mætti kannski spyrja um þinn eigin lestur? — A þeim árum sem ég var bókaormur, las ég mikið af ýmiss konar fræðiritum, ævisögum, þjóðlegum fróðleik og ljóðum. Á þessu skeiði hafði ég mikið yndi af skáldskap — ég á hér aðallega við menntaskólaárin — og þá voru menn eins og Jóhann Gunn- ar Sigurðsson, Bólu-Hjálmar og Páll ólafsson min uppáhalds- skáld. Einu sinni tók ég mig til og las allt sem ég náði i eftir Einar Andrésson i Bólu, og fékk mikið dálæti á kveðskap hans. Ekki veit ég hvernig á þvi stóð, en hitt er vist, að ánægja min af ljóðalestri fór smám saman dvin- andi, og nú er svo komið, að ég hef ekki nærri eins gaman af kvæðum og áður. Ekki er þetta þó vegna þess, að ég hafi hvekkzt eða ,,ofétið”mig á hinum svoköll- uðu atómljóðum. Ég hef lesið talsvert mikið af nýtizkulegum, óbundnum ljóðum og hef gaman af. — Stein Steinarr er ekki hægt að flokka með atómskáldum, þvi að nær öll ljóð hans eru bundin rlmi, stuðlum og hrynjandi is- lenzkrar tungu. Stein las ég afar- mikið fyrr á árum, fékk gifurleg- ar mætur á honum, og bækur hans á ég allar, frá þeirri fyrstu til siðustu útgáfu. Ég er að vona, að aftur gerist á mér breyting, og að sá áhugi og sú ánægja, sem ég hafði áður af lestri skáldskapar, komi aftur, þegar fer að hægjast um i kring- um mig og ég get farið að taka lif- inu með ofurlitilli ró. — Ertu ekki ennþá safnari? El- ur það ekki á söfnunarástriðu manna að vinna hér i Þjóðminja- safninu, þótt söfnunartilraunir þfnar á unglingsárum færu að mestu út um þúfur? — Jú, það er alveg rétt, ég er i NÝR OG GLÆSILEGUR VEITINGASTAÐUR við þjóðveginn í Mosfellssveit (áður verzlunarhús Kaupfólags Kjalarnosþings) OPIÐ ALLA DAGA VIKUNNAR FRÁ 8-23,30 ,, vV ,. , >|\9- ■ 1 o % Rúmgott og vandað bíiastæði Tökum að okkur alls konar velxlumat Áning í Mosfellssveit eðli minu mikillsafnari, og það er alveg áreiðanlega þess vegna, sem ég er hér. Ég fékk snemma mikinn áhuga á Þjóðminjasafn- inu og vandi komur minar þang- að, eftir að ég var orðinn heimilisfastur i Reykjavik, en hingaö fluttist ég árið 1949, aðeins ellefu ára að aldri, þótt lengi siö- an væri ég viðloða fyrir norðan hjá fólki minu þar. Þá var Þjóð- minjasafnið i gamla Safnahúsinu, — og mér varð tfðförult þangað. Svo fór ég að vinna hérna i safninu, og nú hef ég unnið hér i ellefu ár. Það er mitt safnaraeðli, sem veldur þvi, að ég vinn fyrir þessa stofnun, og þar fær lika sú ástriða min útrás. Ég er löngu hættur að safna fyrir sjálfan mig, en tel mér i staðinn trú um að ég sé að vinna fyrir alla þjóðina með þvi að gegna þessu embætti. Ég held, að það hefði ekki verið hollt fyrir mig, ef ég hefði haldið minni eigin söfnun áfram, eftir að ég kom hingað i Þjóðminjasafnið. Þá hefði ég lika fljótlega staðið frammi fyrir heldur svona óþægi- legri spurningu: Hvort á ég að kaupa þennan gamla hlut fyrir sjálfan mig eða safnið? — Slikt hefði orðið alltof mikil freisting fyrir safnara! Ég tók þvi þegar i stað þá ákvörðun að steinhætta allri söfnun i sjálfs min þágu (að þvi undan skildu, að ég eignast auðvitað bækur við og við, án þess þó að vera bókasafnari), en beina I staðinn öllum kröftum minum að þvi að vinna fyrir þetta safn, afla gamalla muna og varðveita þá eins vel og aðstæður hér fram- ast leyfa. ,,Ef til vill eignast ég lit- inn urtagarð” — En hvað um tómstundirnar? Attu ekki einhverjar tómstundir, sem þú notar eingöngu fyrir sjálf- an þig, þótt ekki sé það til söfnun- ar? — Jú, sjálfsagt ætti ég að eiga þær einhverjar. Þó er það nú svo, að vinnutfminn hér er oft næsta óreglulegur og vill teygjast fram á kvöldið, og jafnvel að helgarnar séu ekki friar heldur. Ég játa, að sjónvarpið glepur mig alltof mikið. Ég sezt niður til þess að horfa á fréttirnar, en held siðan oft áfram að horfa, þótt ég sé á eftir sárgramur sjálfum mér fyrir aö hafa látið leiðast til þess að horfa á myndir, sem litið skilja eftir. Sjálfsagt er ég ekki nógu harður við sjálfan mig að skipu- leggja tómstundir minar. Ég hef aldrei verið útilifs- eða iþrótta- maður af neinu tagi, hvorki stundað skiði, skauta né fjall- göngur. Einu sinni gekk ég þó á Strútinn, og það var drýðleg ferð. Þaðan sá ég norður i minar heimabyggðir, vestur á Breiða- fjörð og nærri þvi ,,of veröld alla”. Hins vegar hef ég gaman af ferðalögum, og það eins fyrir þvi, þótt ferðir minar hafi flestar ver- ið á einhvern hátt tengdar starfi minu. Ég er þá að lita á gamlar byggingar, gamla kirkjugripi eða fornar húsarústir. Þær ferðir eru þvi bæði vinna og skemmtun. — Ert þú ekki þeirrar skoðunar, að mönnum sé yfirleitt hoilt að eiga sér einhver hugðarefni, óháð hinu hversdaglega striti? — Jú, það er alveg áreiðanlega rétt. Einkum á þetta við um þá, sem vinna einhver störf, sem þeim eru ógeðfelld. Mjög margir menn festast við störf, sem þeir verða aldrei ánægðir með. Þá dagar uppi, ef svo mætti segja. Það getur naumast verið ánægju- legtað sitja við að skrifa skýrslur og skrár eða bera saman tölur daginn út og daginn inn, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár, jafnvel áratugum saman. Mönnum, sem I sliku lenda, hlýtur að vera það lifsnauðsyn að geta lokað bókinni og horfið að einhverju allt öðru, þegar hinum fastákveðna vinnu- tima sleppir. Ég er hins vegar svo lánsamur að vinna vinnu, sem fellur mér vel i geð, og á Stað, þar sem mér liður yfirleitt vel. Ég þarf þess vegna ekki, sálarheillar minnar vegna, aðnota hvert tækifæri sem býðst til þess að stökkva héðan út og hugsa um eitthvað allt annað. Þó el ég alltaf með mér þá von, að mér gefist tómstundir til þess að binda eitthvað af bókunum min- um. Ég gerði dálitið að þvi að binda bækur i gamla daga og held að ég hafi náð alveg sæmilegum tökum á þvi verki. Svo er það nú lika skógræktin. Ég ber alltaf hlýjan hug til henn- ar, og mér finnst framlag mitt til þeirra mála hafa verið of litið fram að þessu. Ef til vill eignast ég dálítinn urtagarð til þess að annast um á efri árunum, og kannski á ég eftir að verða skóg- ræktinni I landinu að meira liði en hingaMil. Ég vil að vísu engu um það lofa, en gaman væri það. — VS. Fyrirtækiö Gljáinn hf. I Reykjavik kynnti nýlega japanska tækninýjung i meðferð bifreiðalakks. Þetta er Everdia-higa — og efnameðferöin, sem hiotiö hefur nafnið Bryngljáa-efnameðferöin, er til varnar gegn tæringu bifreiðalakks og jafnframt ætlaö aö gefa bifreiöinni langvarandi sigljáa, þannig að hún virðist sem ný i iangan tima. Taliö er, að meðferö þessi dugi 118-26 mánuöi við venjulegar Islenzkar að- stæður. Starfsmenn eru.4- hjá Gijáa hf., og geta þeir afkastaö 5-6 bifreiðum á dag. Efnameöferðin kostar frá 8000,- kr. pr. bifreið, en fer aö sjálfsögðu eftir stærð. — 1 undirbúningi er aö setja upp fleiri stöðvar úti á landi, m.a. á Akureyri og IKeflavlk. Tlmamynd: Gunnar ÁRMÚLA 7. REYKJAVÍK. SÍMI 30501 # Afturmunstur SOLUM; Frammunstur Snjómunstur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.