Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 40
* ...... Sunnudagur 27. april 1975. ■ —' FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guðbjörn Guöjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85694 & 85295 sís-imnm SUNDAHÖFN GSÐI fyrirgódan mat ^ KJÖTIDNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS SMÍÐAR NÁKVÆMA EFTIRLÍKINGU AF FORNALDARSVERÐI Gunnar Bjarnasun dregur brand úr sllðrum. Tlma- mynd Róbert. Norska fornaldarsverðið, sem var fyrirmynd Gunnars. Timamynd Róbert. VS-Reykjavik. Ungur húsa- smiður, Gunnar Bjarnason, að nafni, hefur smiðað s sverð, sem án efa hefði verið talið hið besta vopn og ágætt til sirna hluta fyrir þúsund árum eða svo, og reyndar þó ekki sé farið alveg svo langt aftur I timann. En þar sem við Is- lendingar erum löngu hættir að útklja deilumál okkar með sverð- um, spjótum og öxum, sem einu gildir, þá hefur þessu nýja vopni verið komið þar fyrir, sem það er bezt geymt, nefnilega á Þjóðminjasafninu. Það er ekki á hverjum degi, að smiðuð eru fullgild fornaldar vopn á landi hér, og þvi lagði blaðamaður frá Timanum land undir fót, hitti smiðinn að máli og fékk að mynda bæði hann og vopnið, sem hann smiðaði. Gunnar Bjarnason vildi ekki telja þetta mikið afrek, en féllst þó á aö svara nokkrum spurning- um, og fer það helzta úr þeim orðræðum hér á eftir. — Hvenær datt þér fyrst i huga að taka þér slikt verkefni fyrir h hendur, Gunnar? — Ég fékk hugmyndina, þegar Vestmannaeyjagosið var i al- gleymingi fyrir tveim árum. Byggðasafn Vestmannaeyja var þá flutt til Reykjavikur, eins og menn muna, og þvi fenginn staður i Þjóðminjasafninu. En fyrstþurfti auðvitað að rýma þar til, og kom i minn hlut að leggja þar hönd að. Meðal þeirra hluta, sem ég hafði hönd á i þessum flutningum, var norska sverðið stóra, sem margir gestir Þjóðminjasafnsins munu kannast við. Þeirri hugsun laust niður i mig, að það væri alveg stórkost- legt, ef mér tækist að smiða slikan grip, svo ég notaði tækifærið, mældi sverðið ná- kvæmlega og fór siðan éftir þvi við gerð þessarar eftirlikingar. Fyrst ætlaði ég að smiða sverðið úr tré, en hvarf frá þvi og tók heldur þann kostinn að sverfa stál. Ég tók gamla bilfjöður sem ég áátti og fór að sverfa hana til. Verkið gekk svo vel, að ég varð bráttákveðinn i þvi að hætta ekki, fyrr en hluturinn væri fullbúinn, og hef siðan verið að gripa i þetta siðastliðin tvö ár. — Er þá þetta nýja sverð ná- kvæm eftirliking norska vikinga- aldarsverðsins? — Ég fór eins nærri fyrirmynd- inni og mér var unnt, og held að þar skakki ekki miklu. Svo vel vill til, að norska sverðið er ekki mik- ið ryðgað. Það hefur lent i svo- kallaðri brunagröf, en við slikan eld kemur húð á stálið, sem ver það ótrúlega vel fyrir ryði. Þetta norska sverð er þvi mjög vel varðveitt og auðvelt að fara eftir þvi. Sama er að segja um þyngd- ina. Ég held mér sé óhætt að segja, að þyngdin á sverðinu sem ég smíðaði sé mjög nálægt þvi sem gerðist fyrrum. Þetta eru sverðaf svokallaðri H-gerð, sam- kvæmt flokkun sem norski fræði- maðurinn Jan Petersen gerði, en hann hefur skrifað mikla bók um norsk vikingasverð. H-sverðin eru með þyngri sverðum. Þau voru mest notuð á timabilinu frá 800—f)50, eftir þvi sem bezt er vit- að. — Var ekki mikil vinna við þessa smið? — Jú, vinnan er mikil. Það er STEFNUMOT VIÐ VORIÐ f VfNARBORG UM HVfTASUNNUNA Nánari upplýsingar á skrifstofunni Framsóknarfélögin í Reykjavík málmsteypa, sliping á stálinu i brandinum, leðursaumur og vefnaður, þegar verið er að búa til borðann sem liggur yfir öxl mannsins, sem sverðið ber. Þá er það silfursmiðin á hjöltunum, og liklega er hún mesta verkið og vandsamasti þátturinn i þessu öllu. Allt þetta gerði ég sjálfur. Að visu fylgdi ekki norska sverðinu nein sliður, en héreruþó til leifar og pjötlur af sliðrum, og eftir þeim fór ég, þvi að hægt er að sjá, hvernig þau hafa verið gerði upphafi. Döggskórinn, sem fór eftir, fannst á Hafurbjarnar- stöðum á Reykjanesi. — Hefur þú ekki hug á þvi að halda áfram vopnasmið, þótt þetta væri að visu mikil vinna? — Það held ég ekki. Það er allt- af gaman að smiða hlut i fyrsta skipti, en það er bæði þreytandi og leiðigjarnt að endurtaka það oft, ekki sizt þegar um svona mikla þolinmæðivinnu er að ræða. Það þúöir þvi ekki fyrir neinn að biðja mig að smiða fyrir sig sllka minjagripi, þótt ein- hvern kynni að langa til þess. — Var ekki gaman að fást við þetta, Gunnar? — Já, það var gaman. Svona smið verður ekki unnin út i blá- inn. Menn verða að kynna sér ýmsa hluti og reyna að gera sér i huglund það lif sem lifað var á meðán hlutirnir voru i notkun. Ég neita þvi ekki, að mér fannst ég standa þeim dálitið nær, gömlu mönnunum, á meðan ég var að smiða sverðið en i annan tima. Og svo er nú þetta, að öll vinna er skemmtileg, ef menn vanda sig við hana og reyna að gera sitt bezta. Valur eignast nýjan grasvöll SJ-Reykjavik. Sumarið 1976 tekur Knattspyrnufélagið Valur væntanlega i notkun nýjan gras- völl. Framkvæmdir við völl þennan hófust seint á árinu 1972, og ætlunin er að hann verði tilbúinn undir sáningu i vor. Þessa dagana er verið að ljúka við millilag undir siðasta lagið undir grassverðinum. Nýi grasvöllurinn verður 120 x 90 metrar að stærð, sem gerir kleift að hafa mörkin ekki alltaf á sama stað á vellinum, og gera þannig auðveldara um vik að hlifa grasinu. 1 kringum völlinn verða grasspildur, og er búizt við að frágangi verði lokið á þeim samtimis. Þetta er annar grasvöllur Vals. Þessi nýi völlur er viö nýja flugvallarveginn sem og gamli malarvöllurinn. Eldri gras- völlurinn er við gamla flug- vallarveginn og er hann nokkru minni en sá nýi verður. kvöld og helgar eru þar æfingar á vegum félagsins. Gamla Valsheimilið er notað fyrir ýmiss konar félagsstarfsemi aðra. Formaður Vals er nú Þórður Þorkelsson endur- skoðandi. N ý i Valsvöllurinn. Sumarið 1976 verður hann vætanlega grasgrænn. Efst til vinstri á myndinni sést gamla Valsheimilið og þá iþróttahús félagsins. Timamynd Gunnar ^ ^ Þegar framkvæmdum lýkur verður þarna hið ákjósanleg- asta útivistarsvæði. Iþróttahús Vals er notað undir kennslu fyrir nemendur Hliðar- skóla á virkum dögum, en um ^ 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.