Tíminn - 29.06.1975, Page 9

Tíminn - 29.06.1975, Page 9
Sunnudagur 29. júni 1975. TÍMINN 9 Kirkján I Laufási sauðburður gekk vel, þrátt fyrir þá kulda, sem hér hafa rikt að undafömu. En kuldarnir hafa gert það að verkum að ekkert gras er neinsstaðar hér i sveit svo heitið geti. þá hefur borið nokkuð mikið á kali nú i vor og engar likur til að nokkuð breytist til batnaðar i þeim efn- um. Ef bændur stunduðu ekki eins mikla kartöflurækt og raun ber vitni væm vafalaust margir þeirra mun verr settir fjárhags- lega, en mikill meirihluti bænda stundar hana. —0— Sr Bolli Gústafsson er prest- ur i Laufási. Hann hóf þar prest skap fyrir niu árum, en áður hafði hann þjónað Hrisey i þrjú ár, eða slðan hann tók vigslu 1963. Bolli er kvæntur Matthildi Jónsdóttur. Hann þjónar nú þremur kirkjum með um 600 safnaðarmeðlimum. Akureyri hættu- legur keppinautur — Er ekki erfitt að stunda félagslif I fámennu byggðar- lagi? — Nei, ekki vildi ég halda þvi fram, segir sr. Bolli, en þvi er ekki að leyna að Akureyri setur oft strik I reikninginn með nálægð sinni. Leiklist til dæmis á sér erfitt uppdráttar hér um slóðir vegna þess. En hins vegar starfa i byggðarlaginu félög svo sem íþróttafélagið Magni, kvenfélag og siðast en ekki sist Lionsklúbburinn Þengill. Hann hefur staðið fyrir ýmsum menningarviðburðum svo sem listavöku nú í vetur. Er þeirri vöku ætlað að verða i timans rás fastur þáttur i lifi heimamanna en þar var meðal annars mál- verkasýning, kvæðaflutningur, erindi og söngur. Þengill hefur ævinlega ákveðin markmið til að stefna að og hefur tekizt að vera bæði lifandi og frjór i starfi. Ekki með öllu hættu- laust að gerast sveitaprestur — Hvernig er það að gerast prestur úti i sveit? — Sú hætta vofir yfir, að viðkomandi leggist i leti og ómennsku, enda oft ekkert auðveldara. Sveitapresturinn skammtar sér verkefni sjálfur að nokkru leyti, svo það er nauðsynlegt að hafa sér viss áhugamál, eða hefja búskap i einni eða annarri mynd. Hér i Laufási er stundaður kartöflubúskapur auk þess sem ég hef um 60 kindur á fóðrum, en Laufás mun vera eitt af fá- um kirkjubæum, þar sem prest- urinn stundar búskap. Kirkjan litið breytzt frá upphafi — Sem betur fer hafa heima- menn borið gæfu til þess að breyta kirkju sinni ákaflega iitið og má segja að hún sé rétt eins og við bygginguna 1865. Eins hefur gamli bærinn litt látið á sjá, nema hvað það þyrfti að taka nokkurn hluta hans og endurhlaða, innviðir bæjarins eru ófúnir og góðir vegna hins þurra loftlags. En til þess að hann megi halda sér sem bezt ber nauðsyn til þess að koma i hann súgþurrkun til að koma I veg fyrir rakamyndun. Góð kirkjusókn — Ég er ákaflega ánægur með kirkjusókn og fólk sý'nir kirkj- um sínum mikla rækt. Safnaðarvitund er mun sterkari úti I sveitum heldur en i bæjum, og til gamans má geta þess, að miöað við tiu þúsund manna byggð þyrftu um átta þúsund að mæta á hátiðir, ef svipað hlut- fall ætti að haldast og er hér um slóðir. Sem dæmi um hug fólks til kirkju sinnar, þá gáfu Sval- barðsstrendingar til kirkjunnar þar vandað pipuorgel fyrir um 2 milljónir, én safnaðarmeðlimir eru um 200 manns, sagði sr. Bolli Gústafsson að lokum. Að lokum heimsótti Timinn stærsta atvinnuveitenda Grenivíkur, en það er frystihús hlutafélagsins Kaldbaks. Þar var fyrir svörum Knútur Karls- son framkvæmastjóri en hann hefur stjórnað rekstrinum allt frá stofnun fyrirtækisins, en vinnsla hófst þar i janúar 1968. Knútur kvað reksturinn yfir- leitt hafa gengið vel, nema hvað siðasta ár hefði útkoman verið slæm, en þá tók húsið á móti tæpum tvö þúsund tonnum til vinnslu. Afkoma hússins byggist á þvi að ná sem hæstum gæðaflokkum, og hefur það tekizt, þvl mikill meirihluti framleiðslunnar fór i neytendapakkningar. Um það bil 60% framleiðslunnar fór til frystingar á siðasta ári, en að sögn Knúts var það óvenjulítið sökum þess, að vinnslusalir voru ekki i notkun i um tvo mánuði á siðastliðnu ári vegna endurbóta. Frystihúsið er langstærsti at- vinnuveitandinn á Grenivik og velti það um bil 100 milljón- um árið 1974 og greiddi i laun 27 milljónir. I viðskiptum við það eru 5 dekkbátar og fjöldi smærri báta en vonir standa til að Hákon ÞH, nýlegt 400 tonna skip i eigu Gjögurs h/f leggi upp á Grenivik i sumar, og sagði Knútur það geta bjargað miklu að fá slikt skip i viðskipti, yfir lélegasta timann hjá smábátun- um. Að lokum sagði Knútur: — Þeim er vinna að frystihúsmál- um gremst oft, að i samanburði við hráefnisverð innlendra aðila eru oft notaðar óraunhæfar samanburðartölur frá Noregi eða Færeyjum. Sem dæmi um verð það sem greitt er hér innanlands, má nefna hausaðan fisk og það verð, sem fyrir hann er greitt. Fyrir kilóið af honum eru greiddar 38 krónur, en þegar öll tilskilin gjöld, svo sem útflutningsgjöld og fleiri kvaðir eru teknar með, er raunverulegt verð komið i allt að 60 krónum. Sr. Bolli Gústafsson I Laufási Frystihúsið I Grenivik Fnjóská

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.