Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2005, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 11.04.2005, Qupperneq 38
22 11. apríl 2005 MÁNUDAGUR Byggt í grónum garði Steinbær frá 1912 fær að standa á lóðinni á horni Hraunteigs og Hrísateigs og fjölskrúðugur garðurinn verð- ur friðaður eftir föngum þótt þrjú ný parhús rísi. Miklar breytingar eru fyrirhug- aðar á horni Hrísateigs og Hraun- teigs í Reykjavík. Verið er að rífa gömul hús sem upphaflega voru útihús en var breytt í íveruhús á síðari árum og tilheyrðu Hrísa- teigi 6. Þó á gamall steinbær að fá að standa. Hann var byggður 1912 af Magnúsi Egilssyni, steinsmiði og hét upphaflega Kirkjuland. Einn af þeim sem á bernskuminn- ingar þaðan er Sigurður A. Magn- ússon rithöfundur er minnist þess í bók sinni Undir kalstjörnu að hafa átt heima í þessum litla „álfabæ“. Guðsteinn Eyjólfsson klæð- skeri keypti bæinn árið 1925. Berklar höfðu komið upp á heim- ili hans við Laugaveg og læknir ráðlagði honum að fara með fjöl- skylduna út fyrir borgina á sumr- in þar sem hreint loft og hollur matur myndi flýta fyrir bata. Þá voru Teigarnir teigar. Eitt fyrsta verk Guðsteins var að byggja fjós og hlöðu við Kirkjuland, auk þess hafði hann þar hænur og ræktaði matjurtir á landinu í kring. Krist- inn, sonur hans, tók við húsinu og hóf umfangsmikla ræktun í garð- inum á sjötta áratugnum, ásamt konu sinni Elísabetu Magnúsdótt- ur. Þau fluttu inn fjölmargar teg- undir sem síðan hafa farið í fram- leiðslu hjá skógræktinni í Reykja- vík, til dæmis mun Kasmírreynir sem til er í gróðrarstöðvum í dag vera þaðan kominn. Laukblóm og prímúlur ræktaði Kristinn í þús- undum afbrigða bæði í garðinum og í gróðurhúsi sem þar stóð. Á síðustu árum hefur garðurinn tekið á sig æ villtari mynd og þykknið verið þétt. Tillögur liggja fyrir um að Ný- mót ehf. byggi þrjú þriggja hæða parhús á þessari lóð og eru þær tillögur nú í grenndarkynningu hjá Borgarskipulagi. Garðurinn verður friðaður að svo miklu leyti sem hægt er og tré verða ekki felld nema með samþykki garð- yrkjustjóra borgarinnar. Heimildir: Mannlíf við Sund eftir Þorgrím Gestsson; Dagur, ág. 2000 gun@frettabladid.is Þessi mynd var tekin af Kirkjulandi skömmu eftir að Guðsteinn Eyjólfsson og fjöl- skylda hans keyptu kotið 1925. Eitt af því fyrsta sem þau gerðu var að reisa fjós og hlöðu og hefja ræktun á landinu. Myndin er úr bókinni Mannlíf við Sund eftir Þor- grím Gestsson og birtist hér með leyfi hans. Steinbærinn er 25 fer- metrar að stærð og hann fær að standa áfram, annað hvort sem geymsla undir garðyrkjuáhöld allra íbúanna eða sem hluti af einni eign. Hér stóð bær. Gömlu útihúsunum var breytt í íbúðarhúsnæði en nú víkja þau fyrir nýjum bústöðum. Garðurinn var meiri safngarður en lystigarður enda var erfiðleikum bundið að ganga um hann. Þessi mynd úr bakgarðinum var tekin árið 2000. Ingimundur Sveinsson arkitekt hefur gert tillögur að deiliskipulagi á lóðinni að Hrísateigi 6. Þær eru nú til kynningar hjá Borgarskipulaginu. Útlit nýju parhúsanna, samkvæmt tillögu Ingimundar Sveinssonar. Þau munu tilheyra Hraunteigi. Eldhúsið var ótrúlega huggulegt í gamla fjósinu. Svona leit það út árið 2000.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.