Fréttablaðið - 11.04.2005, Síða 64

Fréttablaðið - 11.04.2005, Síða 64
Fasteignavefur Vísis Vista leitarskilyrði Mjög þægilegt er fyrir þá sem leita oft að eignum eftir sömu leitarskilyrðum að vista leitarskilyrðin. Hægt er að vista mörg leitar- skilyrði undir mismunandi nöfnum og er það afar einfalt og þægilegt fyrir þá sem kjósa að nota fasteignaleit Vísis. Í upphafi þarf að fara í nýskráningu vinstra megin á síðunni og eftir það er nóg að inn- skrá sig til að fá upp vistuð leitarskilyrði. Eftirskrift Til að leita eftir póstnúmeri er best að smella á nafn bæjarfélagsins í leitarvélinni og þá koma öll póstnúmer þess bæjarfélags upp. Músíkfyllerí Ég spurði mömmu hvað henni fyndist um pistlana mína og hún svaraði eins og allar mömmur hefðu svarað að þeir væru góðir en sá síðasti svolítið væminn, alveg týpískur Íslendingur í útlöndum. Ég ætla að leyfa mér smá væmni aftur og fá að segja að þó að Bubbi sé góður heima þá er hann helmingi betri hér í Köben. Ég er semsagt á síðkvöldum gjarnan á smá íslensku músíkfylleríi, oftast byrja ég á Þursaflokknum sem er besta band sem Ísland hefur alið, svo byrjar kóngurinn á Ísbjarnar- blúsinum og í beinu framhaldi koma hrognin. Þá er komið að Jóni pönkara í fylgd Utangarðsmanna, cirka þarna fær maður nettan úln- liðskrampa af lúftgítarspilinu og róar sig aðeins niður með Kerfis- bundinni þrá þeirra sem mynda mína uppáhaldshljómsveit, Maus. Eftir að hafa baðað sig í orðsnilld Bigga þá er spretturinn tekinn á ný með Purrkinum og Melarokkið endurlifað með innlifun. Svo er tekinn allsvakalegur krókódíla- maður með meistara Megasi og eftir það beint í Þeysara Rúdolf. Svo róa ég þetta aðeins með Hyper ballöðu Bjarkar sem er svo ótrú- legur listamaður að mann skortir orð. Það eina sem er neikvætt við þetta músíkfyllerí er heimþráin sem fylgir. Ég sé það núna hversu mikil forréttindi það eru að hafa aðgang að öllum þessum sundlaug- um. Hér eru sundlaugarnar innan- húss og hávaðinn alveg ærandi. Svo fæ ég mjög reglulega mikla löngun í heitt slátur sem ég var vanur að kaupa stundum í Mela- búðinni eftir sundið ef sund skyldi kalla. Potturinn og gufan var málið fyrir mig en ef ég finn einhver- staðar vatnsheldan mp3 spilara þá gæti ég synt endalaust, með ís- lenska músíkveislu í eyrunum og ímyndað mér að vera í Vesturbæj- arlauginni. Ég held að ég gæti ekki toppað það að vera fljótandi í vatn- inu horfa á norðurljósin flökta og hlusta á Sigurrós. Annars hjálpar internetið mér mikið þegar kemur að því að vilja fylgjast með málum heima, fæ samt alltaf svona netta neikvæðni beint í æð þegar ég sé byrjunina á fréttatíma ríkissjónvarpsins. Ég á við þennan svarta dauðahnött sem birtist eins og jörðin eftir kjarn- orkustyrjöld. Er ekki nógu margt neikvætt í sjálfum fréttatímanum? Ég sting upp á því að fyrir fréttir sé sýnt eitthvað fyndið og skemmtilegt, til dæmis gamalt vídeó með Brimkló eða atriði með Kaffibrúsaköllunum svona til að byggja upp mótvægi við stríðs- fréttir, limlestingar og náttúru- hamfarir. Nú fæ ég öruglega meil frá mömmu: „Djöfull ertu orðinn eitt- hvað sentimental drengur.“ En eins og hún sagði líka í meilnum til mín þá gerir fjarlægðin fjöllin blá og mennina mikla. Kveðja, Frikki HÚSIN Í BÆNUM FRIÐRIK WEISSHAPPEL SPURNING VIKUNNAR á fasteignavef Visis Ætlar þú að kaupa garðþjón- ustu í sumar? 65,48% 34,52% Nei Já SPURNING SÍÐUSTU VIKU: Ætlar þú að kaupa sumarhús á næstu árum? SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 0 50 100 150 200 250 300 18/2-24/2 260 25/2-3/3 225 4/3-10/3 239 FJÖLDI 11/3-17/3 218 18/3-24/3 239 25/3-31/3 124

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.