Fréttablaðið - 11.04.2005, Side 67

Fréttablaðið - 11.04.2005, Side 67
FÆDDUST ÞENNAN DAG 1770 George Canning, enskur stjórnmálamaður. 1772 Manuel Quintana, ljóðskáld. 1857 John Davidson, ljóð- og leikritaskáld. 1869 Gustav Vigeland, högglistamaður. 1930 Anton LaVey, stofn- andi Kirkju Satans. 1932 Joel Gray, leikari, söngvari og dansari. 1944 John Milius, leik- stjóri og rithöfundur. 1945 Robert Fripp, gítar- snillingur og höfuðpaur King Crimson. 1953 Andrew Wiles, stærðfræðingur. 1953 Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu. 1958 Stuart Adamson, söngvari og gítarleikari Big Country. 1959 Richie Sambora, gítarleikari Bon Jovi. 1966 Lisa Stansfield, söngkona. 1971 Oliver Riedel, bassa- leikari Rammstein. 1987 Joss Stone, söng- kona. MÁNUDAGUR 11. apríl 2005 19 Fyrirlestraröð á Aldarafmæli Í ár er öld liðin frá því að Albert Einstein birti þrjár greinar um nú- tíma eðlisfræði sem skipt hafa sköpum í þróun vísinda. Þekktust er greinin þar sem hann leggur grund- völlinn að afstæðiskenningunni sem er oft kennd við hann. UNESCO hef- ur að þessu tilefni ákveðið að árið 2005 skuli helgað eðlisfræðinni. Um helgina fór fram fyrsti fyrir- lesturinn í fyrirlestraröð Eðlis- fræðifélags Íslands og Raunvísinda- deildar Háskóla Íslands sem haldin er af þessu tilefni. Fyrirlestrarnir verða í sal eitt í Háskólabíói klukkan tvö á laugardögum í apríl og hefja svo göngu sína aftur í haust. Sá fyrsti bar yfirskriftina „Gamma- blossar, alheimurinn og við.“ ■ Glímusambandið fertugt Í dag er Glímusamband Íslands 40 ára, en það var stofnað 11. apr- íl árið 1965. Í tilefni afmælisins verður sett upp sýning á minjasafni Glímusambandsins í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar þar sem til sýnis verða merkir gripir glímusögunnar sem velunnarar sambandsins hafa afhent minja- safninu. Glímusambandið er sagt hafa mikla sérstöðu meðal sér- sambanda Íþróttasambands Ís- lands þar sem það vinnur að mál- efnum einu íslensku íþróttarinn- ar og hafi því hvorki fyrirmyndir né fyrirmæli erlendis frá. „Hlut- verk stjórnar GLÍ er því miklu meira en að halda utan um sér- samband um íþrótt því hlutverk hennar er einnig að ávaxta merk- an hluta af menningararfi Íslend- inga,“ segir í tilkynningu sam- bandsins. Núna um helgina var sérstök afmælisdagskrá, meðal annars kaffiboð í fundarsal ÍSÍ í Laugar- dal síðdegis í gær þar sem flutt var stutt ágrip af sögu Glímu- sambandsins og glímumenn voru heiðraðir. Þá fór fram á laugar- daginn Sveitaglíma Íslands í íþróttahúsi Hagaskóla í Reykja- vík. Þá var viðstaddur hátíðar- höldin um helgina Lars Magnar Enoksen, en hann er aðalmaður- inn á bak við stofnun Glímusam- bands Svíþjóðar og munu eiga sér stað viðræður við hann af hálfu stjórnar Glímusambands- ins um frekari landvinninga er- lendis. ■ SVEITAGLÍMA Í REYKJAVÍK Haldið var upp á fertugsafmæli Glímusambands Íslands um helgina, en á laugardag fór fram Sveitaglíma Íslands í íþróttahúsi Hagaskóla í Vestur- bæ Reykjavíkur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.