Fréttablaðið - 11.04.2005, Síða 73

Fréttablaðið - 11.04.2005, Síða 73
25MÁNUDAGUR 11. apríl 2005 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 8 9 10 11 12 13 14 Mánudagur APRÍL Bresku dagblöðin keppast þessa daganna um að hrósa þessum unga Bandaríkjamanni sem starfar und- ir listamannanafninu Bright Eyes. Hann heitir Conor Oberst og er bú- inn að gefa út sex plötur, þrátt fyr- ir að vera aðeins 25 ára gamall. Hann gaf út sína fyrstu plötu þegar hann var 18 ára, eftir að hafa skap- að sér nafn með ítrekuðu tónleika- haldi frá 14 ára aldri. Þessi nýja plata hans, I'm Wide Awake, It's Morning, er búinn að koma honum á kortið báðum meg- in við Atlantshafið og við eigum bókað eftir að heyra meira í og frá þessum unga manni. Í grunninn spilar Bright Eyes kántrí. Hann er þá ekki eins mikið á niðursveiflunni og kollegi hans Will Oldham, sem starfar undir nafninu Bonnie Prince Billy. Hér er meira um fjörugri tóna, og hér og þar er sett í rallígírinn hvað kraft varðar. Eitt sterkasta sér- einkenni Bright Eyes eru textarn- ir, sem eru oftast í söguformi. Það er engin tilviljun að menn missa sig í að kalla hann „næsta Dylan“. Sérstök rödd Bright Eyes hef- ur skapað honum nægilega sér- stöðu í gegnum árin til þess að vekja athygli vel virtra lista- manna. Á plötunni fær hann t.d. hina yndislega Emmylou Harris til að syngja með sér. Hann hefur líka húmor fyrir brotthættri rödd sinni eins og kristallast í laginu Road to Joy (já, það er undir áhrifum frá Beethoven) með orð- unum; „I could have been a famous singer, if I had someone's else's voice. But failure always sounded better, let's fuck it up and make some noise.“ Þessi plata er klassík. Rík af persónuleika og frábærum laga- smíðum. Birgir Örn Steinarsson Bjartasta von kántrísins? BRIGHT EYES: BRIGHT EYES: I'M WIDE AWAKE, IT'S MORNING NIÐURSTAÐA: Undrabarnið Bright Eyes skilar af sér yndislegri plötu sem á eftir að eldast eins og vín. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN MIÐASALAN hefst 1. apríl á www.borgarleikhus.is og í síma 568 8000 Fimmtudagur 21. apríl FRUMSÝNING kl. 14.00 - Sumardagurinn fyrsti Laugardagur 23. apríl 2. sýning kl. 14.00 Sunnudagur 24. apríl 3. sýning kl. 14.00 Sunnudagur 1. mai 4. sýning kl. 17.00 Sunnudagur 1. mai 5. sýning kl. 14.00 Fimmtudagur 5. maí 6. sýning kl. 14.00 - Uppstigningardagur Laugardagur 7. mai 7. sýning kl. 14.00 Sunnudagur 8. mai 8. sýning kl. 14.00 Sýnt í Borgarleikhúsinu! Vegna fjölda áskorana verða tvær aukasýningar Föstudaginn 15. apríl kl. 20 • Laugardaginn 23. apríl kl. 20 Tenórinn STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Fi 14/4 kl 20, Su 24/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 - UPPSELT, Síðustu sýningar HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20 - Fáar sýningar eftir HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN TERRORISMI e. Presnyakov bræður Aðalæfing Fi 14/4 kl 20 - kr. 1.000,- Frumsýning Fö 15/4 kl 20 - UPPSELT, Mi 20/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Su 17/4 kl. 20, Lau 23/4 Síðustu sýningar AUSA eftir Lee Hall Í samstarfi við LA. Fi 21/4 kl 20 - Síðasta sýning - Ath: Miðaverð kr. 1.500 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Fi 14/4 kl 20 - UPPS., Fö 15/4 kl 20 - UPPS., Lau 16/4 kl 20, - UPPS., Su 17/4 kl 20, - UPPS., Mi 20/4 kl. 20 - UPPS., Fi 21/4 kl 20 - UPPS., Fö 22/4 kl 20 - UPPS., Lau 23/4 kl 20 - UPPS., Su 24/4 kl 20, Lau 29/4 kl 20 - UPPS., Lau 30/4 kl 20 - UPPS., Su 1/5 kl 20 - UPPS., SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Su 24/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 - Aukasýningar RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds. Í samstarfi við leikhópinn KLÁUS. Fö 15/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20 Fö 22/4 kl 20, Lau 23/4 kl 20 AUGNABLIKIÐ FANGAÐ DANSLEIKHÚSIÐ fjögur tímabundin dansverk Fi 21/4 kl 19:09 Frumsýning Su 24/4 kl 19:09, Su 1/5 kl 19:09 Aðeins þessar 3 sýningar Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar 29. apríl kl. 20 - Frumsýning 1. maí kl. 20 - 2. sýn - 3. maí kl. 20 - 3. sýn 8. maí kl. 20 - 4. sýn - 10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 Ath. Aðgangur ókeypis Apótekarinn eftir Haydn Óperustúdíó Listaháskóla Íslands og Íslensku óperunnar Það er vinsælt áhugamál hinna ríku og frægu að verða ástfanginn á einni nóttu. Tilkynna jafnvel um hjónaband eftir tveggja vikna samband og lýsa því yfir í öllum fjölmiðlum að hin sanna ást sé loksins fundinn. Það þykir því fátt jafn hallærislegt og að draga í land og segjast hafa farið fram úr sér. Þannig virðist málum vera háttað hjá hinum 32 ára gamla Jude Law og hinni 23 ára Sienna Miller, en samband þeirra virðist standa á brauðfótum. Law hefur verið á fullu við leik undanfarið ár og er einn allra vinsælasti leikarinn í Hollywood um þessar mundir. Parið hefur því neyðst til þess að dveljast fjarri hvort öðru langtím- um saman og er Law sagður vera orðinn hundleiður á fregnum um stöðugt skemmtanahald unnustu sinnar. Hann á víst að hafa sent henni skeyti frá Bandaríkjunum þegar Miller var á BAFTA verð- laununum og beðið hana um að fara heim. Nú berast sögur af því að Miller sé á báðum áttum hvað varði áætl- að hjónaband hennar og Law. Hún er víst orðin þreytt á þessari ofur- vernd Law ,sem vill festa niður dagsetningu á brúðkaupinu sem allra fyrst og stofna til fjölskyldu með henni. Miller segist vilja meiri tíma og finnst þau hafa farið of geyst. Hún ætlar þó að halda fast í hugmyndina um brúðkaup þeirra, hvenær svo sem það fari fram. Law hefur að undanförnu verið við tökur á kvikmyndinni All the Kingís Men í New Orleans, nýjustu mynd Steven Zaillian sem gerði kvikmyndina Searching for Bobby Fischer. Hann er hins vegar vænt- anlegur til London í smá frí og því ættu línur að skýrast á næstu vik- um um hvort hjónaleysin komi sér saman um lausn á vandanum. Það er þó ljóst að konur um allan heim bíða spenntar eftir því hvort Law verði á lausu innan skamms, enda var hann kjörinn kynþokkafyllsti karlmaður heims á síðasta ári af People Magazine. Sienna Miller á báðum áttum JUDE LAW OG SIENNA MILLER Á GÓÐRI STUNDU Það virðist hins vegar ekki allt sem sýnist og Miller er sögð vera á báðum áttum um það, hvort hún eigi að giftast kyntröllinu ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Lúðrasveitin Svanur heldur árlega vortónleika í Grafarvogskirkju. Stjórnandi er Rúnar Óskarsson og leikin verða verk sem sérstaklega eru saminn fyrir lúðrasveitir. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.30 Sjón flytur fyrirlestur í LHÍ í Laugarnesi í stofu 024. Fyrirlesturinn nefnist: Í símaskrám, straujárnum og sófalöppum - Súrrealísk tækifæri í ferðaþjónustu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.