Fréttablaðið - 11.04.2005, Síða 74

Fréttablaðið - 11.04.2005, Síða 74
Vegur leikarans unga Gael García Bernal hefur vaxið hratt á undan- förnum árum en ævintýrið hófst með hinni mögnuðu Amores perros sem sló óvænt í gegn árið 2000. Bernal lék einnig í El Crimen del padre Amaro árið 2002 og tvær ný- legar myndir með honum í aðalhlut- verkum, Diarios de motocicleta og La Mala education, eftir Pedro Al- módovar, ber hátt á IIFF 2005 kvik- myndahátíðinni sem opnaði í Reykjavík á fimmtudaginn. Bernal leikur Che Guevara með miklum tilþrifum í Mótorhjóladag- bókunum en þetta er í annað sinn sem han túlkar byltingarleiðtogann. „Fyrra skiptið var í mjög slæmri sjónvarpsmynd en það hjálpaði mér að borga húsaleiguna,“ segir Bernal og hlær. Hann lagði öllu meiri metn- að í Ernesto Guevara fyrir síðari atrenuna. Bernal og Che „Það er auðvitað erfitt að nálgast risavaxna persónu hans en ég treysti bara á það að flókinn per- sónuleikinn myndi skína í gegn og gekk út frá honum sem ungum 23 ára gömlum Suður-Ameríkana sem ferðast um meginlandið sitt og leit- ar róta sinna. Það má segja að þessi lýsing hafi átt jafn vel við sjálfan mig og Ernesto á þessum tíma- punkti. Annars kastaði ég mér bara út í það upplýsingaflóð sem er til um tíðarandann á æskuárum Ches; stjórnmálaskoðanir hans, hverja hann umgekkst, hvaða bækur hann las, hvaða tónlist hann hlustaði á og hvaða bíómyndir hann sá. Þetta skiptir allt máli og þegar þetta ligg- ur allt ljóst fyrir getur maður leikið sér með það. Þetta er svolítið eins og hjá Picasso, þar sem maður verð- ur að kunna reglurnar áður en mað- ur brýtur þær.“ Undraheimur Almódovars Bernal segir að það hafi verið allt öðruvísi að vinna með Almódovar að gerð La Mala education en Walt- er Salles að vegamyndinni um Che. „Almódovar er sérstakur þar sem hann segir sögur sem eru mjög ótrúlegar um leið og þær eru mjög raunsæjar. Hann ætlar sér samt alls ekki að endurspegla raunveruleik- ann heldur skapar hann heim sem er keimlíkur okkar heimi en persón- urnar í þessum heimi hans eru ótrú- lega melódramatískar og svo leikur hann sér með þær þannig að þetta verður mjög, mjög alvarlegur farsi.“ Bernal segist ekki geta gert annað en haft gaman að því hve ferill hans hefur náð góðu flugi á skömmum tíma. „þegar ég vann að myndunum sem komu mér á kortið vissum við ekki einu sinni hvort þær yrðu sýndar í kvik- myndahúum. Þannig var þetta með Amores perros en þegar ég hafði lokið störfum við hana í Mexíkó og fengið 1000 dollarana mína greidda spurði ég framleið- endurna hvort ég gæti fengið myndina fullkláraða á myndbandi til þess að sýna fjölskyldu minni og vinum. Óvænt Íslandsheimsókn Bernal eyddi helginni óvænt á Ís- landi en þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir til þess að fá hann til að vera viðstaddan sýningar á Mótorhjóla- dagbókunum í Háskólabíó sá hann sér ekki fært að koma hingað þar sem hann er upptekinn við æfingar á Blóðbrúðkaupi Gabríels García Marques sem verður frumsýnt í London í byrjun maí. Björn Hlynur Haraldsson leikur á móti Bernal í verkinu og þeim hefur orðið vel til vina og hann fékk Bernal til að skreppa með sér til Íslands yfir helgina. „Björn er frábær náungi og það er mjög gott að vinna með honum. Það hefur verið mjög lærdómsríkt. Hann er mjög hugrakkur leikari. Annars vinnur fólk úr öllum heims- hornum að þessu verki og við höf- um lært mjög mikið hvort af öðru. En það er sem sagt alger tilviljun að ég er hingað kominn núna en eftir að Hlynur sagði mér að þetta væri aðeins tveggja tíma flug ákvað ég að slá til.“ Helgarfrí Bernals varð þó ekk- ert frí þar sem yfir hann helltust viðtöl og kynningar í tengslum við kvikmyndahátíðina. „Já, ég er dauð- þreyttur og næ ekki mikið að hvíla mig á Íslandi en það er vel þess virði þó ekki væri nema bara fyrir það að vakna í morgun og sjá ís- lenska morgunkomu sem er gerólík öllu sem ég þekki að heiman.“ Bernal og Björn Hlynur héldu til Londion í gær þar sem þeirra bíða stífar æfingar á svið í borginni. thorarinn@frettabladid.is SÍMI 551 9000 S.V. MBL K&F X-FM Sýnd kl. 8 og 10.10 B.i. 16 Iceland International Film Festival 7.-30. april 2005 Downfall - Sýnd kl. 6 og 9 Magnþrungið meistaraverk um síðustu dagana í lífi Hitlers séð með augum Traudl Junge sem var einkaritari Hitlers. Túlkun Bruno Ganz á Hitler er stórkostleg. Ein besta stríðsmynd allra tíma. Myndin er byggð á sönnum atburðum er áttu sér stað árið 1994 í þjóðarmorðunum í Rwanda þegar ein milljón manns lét lífið á 100 dögum! Tilnefnd til 3 Óskarsverðlauna, 7 meiriháttar alþjóðlegra verðlauna. Hotel Rwanda - Sýnd kl. 10.20 Aðrar myndir sem eru til sýningar: House of the Flying Daggers Sýnd kl. 5.40 Woodsman - Sýnd kl. 4 Ranarna - Sýnd kl. 4 Dear Frankie - Sýnd kl. 4 Mean Creek - Sýnd kl 6 I Heart Huckebees - Sýnd kl. 8 Cannibal - Sýnd kl. 10 Mulholland Drive - Sýnd kl.5.30 Kinsey - Sýnd kl. 8 HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNA Sýnd kl. 8 og 10.45 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 S.V. MBL J.H.H. kvikmyndir.com Sýnd kl. 4 og 6 m/ísl. tali Sýnd kl. 4 og 6 m/ensku tali ÓÖH DV K&F X-FM SV MBL ÓHT Rás 2 Í fjölskyldu þar sem enginn skilur neinn mun hún smellpassa í hópinn. Sýnd kl. 8 og 10.30 B.I. 14 ára Hættulegasta gamanmynd ársins Framhaldið af Get Shorty ÓÖH DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd í Lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30 B.B. Sjáðu Popptíví Frá leikstjóra American Pie & About a Boy kemur frábær ný gamanmynd. Með Dennis Quaid í fantaformi ásamt Topher Grace (That’s 70s Show) og Scarlett Johnsson (Lost in Translation). Hann fær nýjan yfirmann óreyndan strák sem dóttir hans fellur auk þess fyrir SK DV J Ó N S S O N & L E ’M A C K S Sjáðu þessar í dag! www.icelandfilmfestival.is Iceland International Film Festival Sjá nánari dagskrá hátíðarinnar á www.icelandfilmfestival.is The Fine Art of Whistling - eftir Kate Davis & David Heilbroner Dear Frankie - eftir Shona Auerbach I T Huckabees - eftir David O. Russell Imaginary Witness - eftir Daniel Anker GAEL GARCÍA BERNAL Hefur leikið Che Guevara tvisvar á stuttum en glæsilegum ferli. Fyrst gerði hann það til að eiga fyrir húsaleigunni en síðar lagði hann sig allan í hlutverkið og uppskar ríkulega í Diarios de motocicleta. Che borgaði leiguna

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.