Fréttablaðið - 11.04.2005, Page 80

Fréttablaðið - 11.04.2005, Page 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 ÓTVÍRÆ‹IR YFIRBUR‹IR Svo skaltu gera ver›samanbur›. Athuga›u ver›i› á ö›rum bílum í sama stær›arflokki. Ber›u saman búna›, frágang, aksturseiginleika og reynslu vi› fjölbreyti- legustu a›stæ›ur. Og fla› skrítna er a› fla› besta kostar ekki mest, heldur einna minnst! 12:00–16:00 *Bílasamningur me› 20% innborgun og eftirstö›var í 84 mánu›i. Subaru Outback 3,0 sjálfskiptur 4.190.000Ver› nú Subaru Outback 2,5 sjálfskiptur 3.680.000 3.360.000 Ver› á›ur Ver› nú Ger›u fyrst gæ›asamanbur›. Aldrifi› er sannkalla› listaverk – lárétt Boxer vél og fullkomin fjórhjóla- drifstækni tryggja hámarks rásfestu og veggrip á öllum hjólum. Jafnvægi› ræ›ur ríkjum og Subaru er einfaldlega engu líkur. Subaru Legacy Wagon sjálfskiptur 2.790.000 2.460.000 Ver› á›ur Ver› nú 29.447,-* Subaru Forester sjálfskiptur 2.750.000 2.450.000 Ver› á›ur Ver› nú 29.328,-* 2.250.000 2.065.000 Ver› á›ur Ver› nú Subaru Impreza Sedan sjálfskiptur 24.741,-* 40.169,-* Leiðtogar Ég sá það auglýst að Samfylkinginætli að fara að kjósa sér leiðtoga núna á næstu dögum, og ég vona að það fari allt vel og auki enn sam- heldnina í flokknum. Sjálfur hef ég því miður takmarkaða trú á leiðtog- um en þeim mun meiri trú á fólki, enda lít ég á það sem mitt óvinsæla hlutverk í lífinu að gagnrýna yfir- völd og minna þau á að hlutverk þeirra sé að þjóna kjósendum en ekki að þjarma að þeim eða ráðskast með þá og allra síst að maka krókinn á þeirra kostnað, ellegar ráða frændfólk sitt í hæstarétt og kunn- ingja á ríkisútvarpið. STERKIR leiðtogar ku vera í tísku á Íslandi nú um stundir. Af hverju veit ég ekki, því að um aðrar þjóðir fer hrollur þegar minnst er á sterka leiðtoga. Í Tékklandi þar sem ég hef dvalið í vetur hafa menn mikla og skelfilega reynslu af sterkum leið- togum og telja að skástir séu þeir leiðtogar sem eru ekki nema mátu- lega sterkir. Tökum dæmi: JÓHANN AF LÚXEMBORG og kóngur í Bæheimi (á fjórtándu öld) er einhver alsterkasti leiðtogi sem sögur fara af. Hann var á sínum tíma sterkasti aðalsmaður í Evrópu og kærði sig aldrei um frið ef ófrið- ur var í boði. Í hárri elli tókst hon- um að svindla sér inn í orustuna við Crecy, sem þó var eiginlega einka- samkvæmi á vegum Játvarðar enska og Filippusar franska; þar heimtaði öldungurinn að hann væri bundinn upp á stríðshest sinn og síðan hleyp- ti hann inn í bardagann þar sem hann var harðastur og var sam- stundis drepinn. Og enginn saknaði þessa sterka leiðtoga. KARL FJÓRÐI hét sonur Jóhanns og líktist í engu föður sínum. Hann var friðsamur og heimakær og held- ur notaleg manneskja af keisara að vera. Hann vann enga merkilega sigra í hernaði, en hann byggði fall- ega brú yfir Moldá sem enn stendur, stofnaði háskóla sem enn starfar og lagði göturnar í Prag þannig að þær hafa dugað vel í sjö aldir. Karl skaffaði fólki byggingavinnu og mat í staðinn fyrir að leyfa því að drep- ast úr hungri, eins og sjálfsagt þótti annars staðar á þessu blómaskeiði frumfrjálshyggjunnar. Hann dó á sóttarsæng og var sárt saknað af allri alþýðu. Hann var mátulega sterkur. BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.