Fréttablaðið - 09.06.2005, Side 32

Fréttablaðið - 09.06.2005, Side 32
Sigrún Lára Shanko rekur vinnu- stofu og verslun á Skólavörðustíg. Þar vinnur hún fallega silkimuni sem flestir eiga það sameiginlegt að vera hin mesta heimilisprýði. „Ég er eiginlega sjálfmenntuð í silki- málun. Þetta fag er nánast hvergi kennt en það má segja að mér hafi tek- ist að læra þetta með eindregnum ásetningi,“ segir Sigrún, sem situr og málar á silki þegar blaðamann ber að garði. Sigrún vinnur aðallega púða og veggteppi og á vinnustofunni má sjá púða í öllum regnbogans litum. Þótt silkistrangarnir minni einna helst á austrænar slóðir er greinilegt að nor- rænn menningararfur er Sigrúnu hug- leikinn. Í verkum hennar má sjá munstur og myndir sem minna á gamla tíma því rúnaristur, víkingaskip og goðsögulegar verur vakna til lífsins á silkinu. Sigrún segist vera hrifin af gömlu norrænu munstri en leitar líka í fornan kveðskap og sagnagerð til að fá hug- myndir. „Ég hef lesið Íslendingasög- urnar, Eddukvæðin og Heimskringlu til að fá innblástur og þykir það ákaf- lega gaman. Ég hef til að mynda gert veggteppi sem byggir á einu erindi Hávamála og gæti auðveldlega gert fleiri slík.“ Sigún hefur hlotið töluverða athygli fyrir verk sín og átti meðal annars verk á stórri sýningu í Santa Fe í Mexíkó í fyrra. Hún hefur nóg að gera því auk þess að vinna púða og teppi til að selja í versluninni tekur hún að sér verkefni og vinnur eftir pöntunum. ■ Blómavasar Hægt er að raða saman nokkrum gerðum af lituðum glervösum í gluggakistu og láta sólina skína í gegnum þá og skapa litríkt listaverk. [ Mikið úrval af viðarörnum og eldstæðum Arinbúðin Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið) Sími 567 2133 · www.arinn.is Maricel 181.000 kr. Barbara 90 294.900 kr. Kringlunni - sími : 533 1322 Vandaðar heimilis- og gjafavörur Nú fást TIVOLI útvörpin og hljómflutningstækin í DUKA Málar menningararfinn á silki Sigrún notar hreint silki til að mála á og þarf að flytja það inn sjálf. Mynstrið er margvíslegt á púðunum hennar Sigrúnar. Silkipúðar með norrænu munstri sóma sér vel í hvaða sófa sem er. Fagurlega skreyttir strigaskór. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L ] SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.