Fréttablaðið - 09.06.2005, Page 64

Fréttablaðið - 09.06.2005, Page 64
Margverðlaunaður kór frá Tallin í Eistlandi syngur á kórastefnu við Mývatn um helgina, sem nú er haldin í þriðja sinn. Ekki er gott að segja hvort gengið verður á Mývatni um helgina, en víst er að Messías verður á staðn- um. Rúmlega 200 manna kór ætl- ar á sunnudaginn að flytja óraró- tíuna Messías eftir Händel ásamt fimm einsöngvurum við undirleik Sinfóníuljómsveitar Norðurlands. Þessir tónleikar verða haldnir í íþróttahúsinu í Reykjahlíð og eru þeir hápunkturinn á hinni árlegu kórastefnu við Mývatn, sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Alls taka fjórir kórar auk fimmtíu söngvara úr öðrum kór- um þátt í kórastefnunni, sem lík- lega verður fjölmennasta tónlist- arhátíð sumarsins. „Við tvöföldum nærri því íbúa- fjöldann á staðnum,“ segir Mar- grét Bóasdóttir, listrænn stjórn- andi kórastefnunnar, sem nú er í þriðja sinn haldin við Mývatn. Samtals eru þátttakendurnir um 240 talsins, en meðal þeirra er nú í fyrsta sinn erlendur kór, Noorus kórinn, sem kemur frá Tallin í Eistlandi. „Þessi kór frá Tallin er marg- verðlaunaður úr virtum kóra- keppnum og hátíðum. Hann hefur fengið held ég milli átta og tíu al- þjóðleg verðlaun,“ segir Margrét. „Ég er búin að marka kóra- stefnunni þá braut að verða al- þjóðleg kórahátíð, en svo er ég líka að bjóða þessum eistneska kór í virðingarskyni við það tón- listarstarf sem eistneskir tónlist- armenn hafa verið að vinna hér á Norðausturlandi. Þeir hafa lagt mikið af mörkum til samfélagsins hérna og kennslunnar.“ Kórastefnan hefst í kvöld með opnunartónleikum í félagsheimil- inu Skjólbrekku þar sem Noorus kórinn kemur fram undir stjórn Raul Talmar. Í kjölfarið munu þátttakendur fjölmenna í Jarð- böðin þar sem við tekur miðnæt- ursöngur. Annað kvöld verða síðan aftur tónleikar í Skjólbrekku þar sem fram koma Árnesingakórinn í Reykjavík, undir stjórn Gunnars Ben, Kór Dalvíkurkirkju, undir stjórn Hlínar Torfadóttur og Noorus kórinn, undir stjórn Raul Talmar. Þá tekur við hlöðuball í ferða- mannafjósinu í Vogum þar sem eistneska þjóðlagahljómsveitin Folkmill leikur tónlist frá heima- landi sínu auk írskrar og nor- rænnar sveitatónlistar. Aðaltónleikar hátíðarinnar verða síðan haldnir á sunnudag- inn í íþróttahúsinu í Reykjahlíð þar sem flutt verður óratorían Messías eftir G. F. Händel. Kórastefnan þróaðist upphaf- lega út frá röð sumartónleika við Mývatn, sem haldnir hafa verið undanfarin 18 ár að frumkvæði Margrétar. Árið 2002 fjármagnaði Menningarborgarsjóður sumar- tónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Þetta hlóð utan á sig og varð á endanum að tónleikum með kór og hljómsveit. Þar fædd- ist hugmyndin alþjóðlegri kóra- stefnu. ■ 36 9. júní 2005 FIMMTUDAGUR EKKI MISSA AF… ... Náttúrunni í ríki markmið- anna, ráðstefnu um náttúrusið- fræði sem verður haldin á Sel- fossi um næstu helgi. ... söngvakeppni hinna mörgu tungumála, sem haldin verður í húsnæði Hafnarfjarðarleikhússins í umsjá Alþjóðahússins á Björtum dögum í Hafnarfirði. ... Menningarhátíð Seltjarnar- ness, sem sett verður á morgun og stendur yfir helgina. Meðal annars opna fjölmargir listamenn vinnustofur sínar. Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari, verður sér- stakur gestur Selkórsins á tónleikum í Seltjarn- arneskirkju í kvöld. Auður er bæjarlistamaður Seltjarnarness í ár, en tónleikarnir eru liður í Menningarhátíð Seltjarnarness. Hátíðin verður þó ekki formlega sett fyrr en á morgun með athöfn í Bókasafni Seltjarnar- ness. Á setningunni verður afhent fyrsta ein- takið af Myndlyklinum, sem er bók með úrvali listaverka í eigu Seltjarnarnesbæjar. Jafnframt verður opnuð sýning á handgerðum brúðum Rúnu Gísladóttur. Menningarhátíðin stendur fram á sunnudag með fjölmörgum viðburðum, meðal annars ætla listamennirnir Auður Sigurðardóttir, Gerð- ur Guðmundsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Messíana Tómasdóttir, Ragna Ingimundardótt- ir og Tolli að hafa vinnustofur sínar opnar al- menningi á laugardaginn. Tónleikar Selkórsins í Seltjarnarnesskirkju hefj- ast klukkan 20 í kvöld. Stjórnandi er Jón Karl Einarsson en Arndís Inga Sverrisdóttir leikur á píanó. Kl. 20.00 Valur Grettisson, Haukur Ingvarsson, Ólafur Kolbeinn Guðmundsson og fleiri ung ljóðskáld úr Hafnarfirði lesa upp á ljóðakvöldi í húsnæði Hafnarfjarðarleikhússins. menning@frettabladid.is Menningarhátíð á Seltjarnarnesi MARGRÉT BÓASDÓTTIR Hefur skipulagt tónlistarhátíð við Mývatn um næstu helgi þar sem fjórir kórar koma saman. Messías á Mývatni ! Rá›stefna Hva› me› náttúruna? „Hvert ætlum við okkur með náttúruna? Hvað ætlar náttúr- an sér með okkur?“ Þessar spurningar verða ræddar á ráðstefnunni „Nátt- úran í ríki markmiðanna“, sem haldin verður á Selfossi núna um helgina. Meðal fyrirlesara eru heim- spekingarnir Mikael Karlsson, Páll Skúlason, Holmes Rolston, Roger Pouvet og Emily Brady ásamt listamönnunum Ósk Vil- hjálmsdóttur og Mariele Neu- decker. Ólafur Ragnar Gríms- son forseti setur ráðstefnuna á laugardaginn, en Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi for- seti, slítur henni á sunnudags- kvöld. ■ Taktu þátt... í kjöri um áhorfendaverðlaun ársins á visir.is og þú gætir farið frítt í leikhús - 20 miðar og 2 árskort í boði! Verðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu 16. júní B as eC am p Pr od uc tio ns Í samvinnu við:

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.