Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 09.06.2005, Qupperneq 64
Margverðlaunaður kór frá Tallin í Eistlandi syngur á kórastefnu við Mývatn um helgina, sem nú er haldin í þriðja sinn. Ekki er gott að segja hvort gengið verður á Mývatni um helgina, en víst er að Messías verður á staðn- um. Rúmlega 200 manna kór ætl- ar á sunnudaginn að flytja óraró- tíuna Messías eftir Händel ásamt fimm einsöngvurum við undirleik Sinfóníuljómsveitar Norðurlands. Þessir tónleikar verða haldnir í íþróttahúsinu í Reykjahlíð og eru þeir hápunkturinn á hinni árlegu kórastefnu við Mývatn, sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Alls taka fjórir kórar auk fimmtíu söngvara úr öðrum kór- um þátt í kórastefnunni, sem lík- lega verður fjölmennasta tónlist- arhátíð sumarsins. „Við tvöföldum nærri því íbúa- fjöldann á staðnum,“ segir Mar- grét Bóasdóttir, listrænn stjórn- andi kórastefnunnar, sem nú er í þriðja sinn haldin við Mývatn. Samtals eru þátttakendurnir um 240 talsins, en meðal þeirra er nú í fyrsta sinn erlendur kór, Noorus kórinn, sem kemur frá Tallin í Eistlandi. „Þessi kór frá Tallin er marg- verðlaunaður úr virtum kóra- keppnum og hátíðum. Hann hefur fengið held ég milli átta og tíu al- þjóðleg verðlaun,“ segir Margrét. „Ég er búin að marka kóra- stefnunni þá braut að verða al- þjóðleg kórahátíð, en svo er ég líka að bjóða þessum eistneska kór í virðingarskyni við það tón- listarstarf sem eistneskir tónlist- armenn hafa verið að vinna hér á Norðausturlandi. Þeir hafa lagt mikið af mörkum til samfélagsins hérna og kennslunnar.“ Kórastefnan hefst í kvöld með opnunartónleikum í félagsheimil- inu Skjólbrekku þar sem Noorus kórinn kemur fram undir stjórn Raul Talmar. Í kjölfarið munu þátttakendur fjölmenna í Jarð- böðin þar sem við tekur miðnæt- ursöngur. Annað kvöld verða síðan aftur tónleikar í Skjólbrekku þar sem fram koma Árnesingakórinn í Reykjavík, undir stjórn Gunnars Ben, Kór Dalvíkurkirkju, undir stjórn Hlínar Torfadóttur og Noorus kórinn, undir stjórn Raul Talmar. Þá tekur við hlöðuball í ferða- mannafjósinu í Vogum þar sem eistneska þjóðlagahljómsveitin Folkmill leikur tónlist frá heima- landi sínu auk írskrar og nor- rænnar sveitatónlistar. Aðaltónleikar hátíðarinnar verða síðan haldnir á sunnudag- inn í íþróttahúsinu í Reykjahlíð þar sem flutt verður óratorían Messías eftir G. F. Händel. Kórastefnan þróaðist upphaf- lega út frá röð sumartónleika við Mývatn, sem haldnir hafa verið undanfarin 18 ár að frumkvæði Margrétar. Árið 2002 fjármagnaði Menningarborgarsjóður sumar- tónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Þetta hlóð utan á sig og varð á endanum að tónleikum með kór og hljómsveit. Þar fædd- ist hugmyndin alþjóðlegri kóra- stefnu. ■ 36 9. júní 2005 FIMMTUDAGUR EKKI MISSA AF… ... Náttúrunni í ríki markmið- anna, ráðstefnu um náttúrusið- fræði sem verður haldin á Sel- fossi um næstu helgi. ... söngvakeppni hinna mörgu tungumála, sem haldin verður í húsnæði Hafnarfjarðarleikhússins í umsjá Alþjóðahússins á Björtum dögum í Hafnarfirði. ... Menningarhátíð Seltjarnar- ness, sem sett verður á morgun og stendur yfir helgina. Meðal annars opna fjölmargir listamenn vinnustofur sínar. Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari, verður sér- stakur gestur Selkórsins á tónleikum í Seltjarn- arneskirkju í kvöld. Auður er bæjarlistamaður Seltjarnarness í ár, en tónleikarnir eru liður í Menningarhátíð Seltjarnarness. Hátíðin verður þó ekki formlega sett fyrr en á morgun með athöfn í Bókasafni Seltjarnar- ness. Á setningunni verður afhent fyrsta ein- takið af Myndlyklinum, sem er bók með úrvali listaverka í eigu Seltjarnarnesbæjar. Jafnframt verður opnuð sýning á handgerðum brúðum Rúnu Gísladóttur. Menningarhátíðin stendur fram á sunnudag með fjölmörgum viðburðum, meðal annars ætla listamennirnir Auður Sigurðardóttir, Gerð- ur Guðmundsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Messíana Tómasdóttir, Ragna Ingimundardótt- ir og Tolli að hafa vinnustofur sínar opnar al- menningi á laugardaginn. Tónleikar Selkórsins í Seltjarnarnesskirkju hefj- ast klukkan 20 í kvöld. Stjórnandi er Jón Karl Einarsson en Arndís Inga Sverrisdóttir leikur á píanó. Kl. 20.00 Valur Grettisson, Haukur Ingvarsson, Ólafur Kolbeinn Guðmundsson og fleiri ung ljóðskáld úr Hafnarfirði lesa upp á ljóðakvöldi í húsnæði Hafnarfjarðarleikhússins. menning@frettabladid.is Menningarhátíð á Seltjarnarnesi MARGRÉT BÓASDÓTTIR Hefur skipulagt tónlistarhátíð við Mývatn um næstu helgi þar sem fjórir kórar koma saman. Messías á Mývatni ! Rá›stefna Hva› me› náttúruna? „Hvert ætlum við okkur með náttúruna? Hvað ætlar náttúr- an sér með okkur?“ Þessar spurningar verða ræddar á ráðstefnunni „Nátt- úran í ríki markmiðanna“, sem haldin verður á Selfossi núna um helgina. Meðal fyrirlesara eru heim- spekingarnir Mikael Karlsson, Páll Skúlason, Holmes Rolston, Roger Pouvet og Emily Brady ásamt listamönnunum Ósk Vil- hjálmsdóttur og Mariele Neu- decker. Ólafur Ragnar Gríms- son forseti setur ráðstefnuna á laugardaginn, en Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi for- seti, slítur henni á sunnudags- kvöld. ■ Taktu þátt... í kjöri um áhorfendaverðlaun ársins á visir.is og þú gætir farið frítt í leikhús - 20 miðar og 2 árskort í boði! Verðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu 16. júní B as eC am p Pr od uc tio ns Í samvinnu við:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.