Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 21.05.2005, Qupperneq 2
2 21. maí 2005 LAUGARDAGUR Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Akureyri: Samstarf eflt vi› Gæsluna ÖRYGGI Á SJÓ Á fimmta landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar, sem hófst á Akureyri í gær, var undirritaður nýr samstarfssamn- ingur félagsins og Landhelgis- gæslunnar. Samninginn undirrit- aði einnig Björn Bjarnason dóms- málaráðherra, en báðir samnings- aðilar heyra undir ráðuneyti hans. Að sögn Jóns Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, er samningurinn einkum gerður til að hámarka nýtingu björgunar- skipaflotans sem Landsbjörg hef- ur byggt upp hringinn í kringum landið. „Tilefnið er fjölgun stórra björgunarskipa sem félagið hefur staðið fyrir,” sagði Jón í samtali við Fréttablaðið. Í gangi sé loka- átak í því verkefni félagsins að stækka björgunarflotann í fjórtán stór skip. Eftir sé að endurnýja eldri skip á Vopnafirði, Siglufirði og Patreksfirði. Jón segir samn- inginn kveða á um að Landhelgis- gæslan muni nýta þessi skip til björgunar- og hjálparstarfa auk annarra tilfallandi verkefna. „Það gerði til dæmis gæfumun- inn að svona skip var á Raufar- höfn í dag og bjargaði tveimur mönnum úr björgunarbát,“ segir Jón. Inntak samningsins dregur Jón saman í þessum orðum: „Þessir aðilar eru að taka höndum saman um að skipuleggja sína starfsemi þannig að nýting á tækja- og mannafla verði betri en hún er í dag.“ -aa Hildur ÞH-38 sökk á Þistilfiði: Tveimur bjarga› úr sjávarháska SJÓSLYS Mannbjörg varð þegar Hildur ÞH-38 sökk á Þistilfirði um 7 sjómílur austsuðaustur af Rauf- arhöfn. Tveir skipverjar höfðu komist sjálfir í björgunarbát. Þeim var síð- an bjargað um borð í björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjarg- ar, Gunnbjörgu frá Raufarhöfn. Vaktstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um það bil fimmtán mínútur fyrir klukkan eitt í gærdag frá flugstjórn um að flug- vél hefði tilkynnt um neyðarsend- ingar. TF-LIF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, lagði svo af stað um klukkan tuttugu mínútur gengin í tvö. Þyrl- an sneri hins vegar við þegar stað- festar upplýsingar bárust um að mönnunum tveimur hefði verið bjargað um borð í Gunnbjörgu. „Við vorum komin rétt að Ei- ríksjökli þegar við fengum það staðfest að mönnum hefði verið bjargað, það voru að sjálfsögðu gleðifréttir“ sagði Benóný Ás- grímsson, flugstjóri hjá Landhelg- isgæslunni. Talsverður sjór var á Þistilfirði er báturinn sökk. Vindhraðinn var um 8-10 metrar á sekúndu í norð- austan kalda. Róbert Þorláksson, umsjónar- maður björgunarskipsins Gunn- bjargar, sagði björgunarferðina hafa gengið vel. „Við vorum fljót- ir að finna bátinn og björgunin gekk hratt og vel fyrir sig. Skips- brotsmennirnir voru ágætlega haldnir þótt þeir hafi verið svolít- ið kaldir“, sagði Róbert. - mh Áfanga ná› í stofn- frumurannsóknum Su›urkóreskir vísindamenn hafa greint frá flví a› fleim hafi tekist a› rækta stofnfrumur sem innihalda nákvæma eftirlíkingu erf›aefnis nokkurra sjúk- linga. Enn er fló langt í a› uppgötvunina ver›i hægt a› nota í lækningaskyni. VÍSINDI Suðurkóreskum vísinda- mönnum hefur tekist að rækta stofnfrumur sem passa fullkom- lega við erfðaefni nokkurra sjúk- linga. Uppgötvunin eykur vonir um að hægt verði að þróa lækn- ingar á grunni stofnfrumuvísinda en henni fylgja þó alvarleg sið- ferðileg álitamál. Á síðustu árum hefur áhugi vísindamanna á stofnfrumum vaxið hröðum skrefum en stofn- frumur eru ósérhæfðar frum- stæðar frumur sem geta bæði fjölgað sér og breyst í sérhæfðar frumur, til dæmis brisfrumur og lifrarfrumur. Ef fundin verður leið til að rækta stofnfrumur og stýra þróun þeirra í sérhæfðar frumur binda menn vonir við að hægt verði að lækna ýmiss konar áverka og sjúkdóma á borð við brunasár, sykursýki og Alzheimer. Uppgötvun Suður-Kóreumann- anna þykir mikilvægur áfangi á þessari leið. Árangri sínum náðu þeir með því að taka erfðaefni úr sjúklingunum og koma því fyrir í eggfrumu sem erfðaefnið hafði verið tekið úr. Eggfruman varð síðan að örsmáum fósturvísi og úr honum voru teknar stofnfrumur sem innihéldu nákvæma eftirlík- ingu af erfðaefni sjúklinganna. Enn er þó langt í land að hægt verði að nota uppgötvunina til lækninga. Næsta skref verður að þróa aðferð við að stýra sérhæf- ingu stofnfrumnanna til að taka á sig ákveðnar myndir. Þá tókst vísindamönnum við Newcastle-háskóla á Bretlandi að klóna fósturvísa í vikunni en slík vinnsla er nauðsynleg til að hægt sé að rækta stofnfrumur í einhverjum mæli. Þeir ítrekuðu hins vegar að á grundvelli þess- arar tækni mætti aldrei rækta klónuðu fósturvísana áfram svo að þeir yrðu að fóstrum og síðan börnum. Andstæðingar stofnfrumu- rannsókna benda hins vegar á að þær séu siðferðislega óréttlætan- legar þar sem fósturvísir sé lífs- form sem eigi möguleika á að þró- ast í manneskju. „Stór hluti mann- kyns lítur svo á að við ræktun stofnfrumnanna hafi þurft að eyða mannslífum eða vísi að þeim,“ segir dr. Richard Nichol- son, ritstjóri The Bulletin of Med- ical Ethics. sveinng@frettabladid.is Íslenski söfnuðurinn í Osló: Afsagnir vegna fjár- dráttarmáls NOREGUR Tveir starfsmenn ís- lenska safnaðarins í Ósló hafa sagt af sér vegna fjárdráttar sem afleysingastarfsmaður hans varð uppvís að. Maðurinn segir ástæðu fjárdráttarins vera spilafíkn, að því er Stöð tvö greindi frá. Maðurinn kvað hafa verið ráð- inn tímabundið til starfa fyrir söfnuðinn í haust sem leið, en meðal verkefna var að greiða reikninga. Því hafði hann aðgang að sjóðum safnaðarins og dró sér alls um 560.000 norskar krónur, andvirði nærri sex milljóna ís- lenskra. Maðurinn játaði á sig brotið en er fjárdrátturinn komst upp sögðu gjaldkeri og formaður safnaðarins af sér. Málinu var vís- að til lögreglunnar í Ósló. ■ SAAB bílar: Alkóhóllás í alla bíla SVÍÞJÓÐ Sænsku Saab-bílaverk- smiðjurnar hafa tilkynnt að innan tveggja ára verður hægt að fá sér- staka alkóhóllæsingu í alla bíla þeirra. Nú þegar eru tilraunir hafnar á þessari nýju tækni sem á að geta dregið verulega úr ölvunarakstri sem er mikið vandamál um allan heim. Gert er ráð fyrir að alkóhól- lásinn muni kosta kringum 30 þús- und íslenskar krónur og að ekki eigi að taka lengri tíma fyrir hann að mæla alkóhólmagnið í út- blæstri ökumanns en nokkrar sek- úndur. ■ Lögregla á Suðvesturlandi: Meira um hra›akstur UMFERÐARMÁL Lögreglan á Suð- vesturlandi hefur orð á því að ökumenn fari fullgeyst nú þegar sumarið er gengið í garð. Lögreglan í Kópavogi stöðvaði 10 ökumenn í gær og í Hafnarfirði stöðvaði lögregla tvöfalt fleiri í fyrradag. Þar af einn á 132 kíló- metra hraða á Reykjanesbraut. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði svo einn í fyrrinótt á sama hraða á Gullinbrú. Lögreglan í Keflavík hefur svipaða sögu að segja og lík- ir ökumönnum við kýrnar sem er sleppt lausum á vorin. Þá hafði Reykjavíkurlögreglan orð á því að enn væru fullmargir á nagla- dekkjum. - jse Ítalskur gísl: Sög› hafa veri› myrt KABÚL, AP Óvissa ríkir um hvort ítalski hjálparstarfsmaðurinn Clem- entina Cantoni sé lífs eða liðinn. Í gærmorgun var haft eftir Temur Shah, sem sagður er hafa rænt Cant- oni, að hann hefði drepið hana þar sem ekki hefði verið gengið að kröf- um hans. Síð- degis sagðist hins vegar Paul Barker, framkvæmdastjóri hjálp- arsamtakanna CARE í Afganist- an, efast um að fréttirnar ættu við rök að styðjast. AP-fréttastofan hermdi svo að Shah hefði hringt og sagt að Cantoni væri aðeins lít- illega særð. Cantoni var rænt á mánudag- inn í Kabúl. ■ STJÓRNMÁL GUÐNI TIL NOREGS Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra verður í opinberri heimsókn í Noregi 22. til 24. maí. Heimsóknin er í boði hins norska starfsbróður Guðna, Lars Sponheim. Dveljast þeir í Hörðalandi meðan á heimsókn stendur en það er mikið landbún- aðarhérað og kjördæmi Spon- heims. LÖGREGLUMÁL BROTIST INN Í APÓTEK Brotist var inn í Apótekið á Hellu í fyrri- nótt. Innbrotsþjófurinn braut rúðu og kom sér þannig inn. Engu var þó stolið svo vitað sé og engar skemmdir voru unnar inn- andyra. Að sögn lögreglunar á Hvolsvelli hefur þjófurinn annað hvort ekki náð því sem hann var á eftir eða brotist inn í öðrum og óskiljanlegum tilgangi. Málið er nú í rannsókn. „Besta bók Auðar“ „Makalaus bók, við höfum eignast dúndurhöfund ... Frábærlega hugsuð og yndislega stíluð.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Stöð 2 „Greip mig svo fast og snerti mig svo sterkt að ég hreinlega táraðist á stundum.“ Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is Kilja - Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljósið 6. sæti Skáldverk – kiljur Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 11. – 17. maí SPURNING DAGSINS Íris, er l‡›ræ›i› ekki bara rotnandi hræ? „Ja, maður spyr sig eftir svona úrslit.“ Íris Davíðsdóttir skrifaði BA-ritgerð sína í stjórn- málafræði um Eurovision-keppnina. Ísland féll úr leik eftir símakosningu á fimmtudag. CLEMENTINA CANTONI VÍSINDAMAÐUR SVARAR FJÖLMIÐLUM Hwang Woo-suk prófessor við Háskólann í í Soul svarar spurningum blaðamanna en hann fer fyrir Suðurkóresku vísindamönnunum. RÚSSLAND SPRENGT Í DAGESTAN Sprengja sprakk í íbúðarblokk í Dagestan- héraði syðst í Rússlandi í gær. Ráðherra í héraðsstjórn Dagest- an og lífvörður hans létu lífið í sprengingunni. Grunnt er á því góða milli ólíkra þjóðernis- og trúarhópa í héraðinu en hinn myrti stýrði ráðuneyti sem fór með málefni minnihlutahópa. Snekkja dregin til hafnar: Vélarvana vi› Gar›skaga BJÖRGUNARSVEITIR Vélarvana snekkja var dregin til hafnar í Sandgerði í gærkvöldi. Báturinn er hollenskur, um 250 tonn og nefnist Daphne, en hann var að sögn tilkynningaskyldunnar á leið til Grænlands og þaðan til Banda- ríkjanna. Kallaðar voru út björgunar- sveitir frá Sandgerði, Grindavík og Reykjavík. Báturinn kallaði eftir aðstoð um klukkan hálf sjö í gærkvöldi, en var þá staddur um eina og hálfa mílu suðvestur af Garðskaga. Bátur að nafni Sæ- mundur frá Grindavík dró skipið til hafnar þar sem nú er hugað að viðgerðum. -óká JÓN GUNNARSSON Upplýsingafulltrúi Landsbjargar BJÖRN BJARNASON Ráðherra björgunar- mála.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.