Fréttablaðið - 21.05.2005, Side 6

Fréttablaðið - 21.05.2005, Side 6
6 21. maí 2005 LAUGARDAGUR Þrýstingur eykst á Úsbekistanstjórn: Kalla› eftir rannsókn á bló›súthellingum ÚSBEKISTAN, AP Atlantshafsbanda- lagið og Evrópusambandið bættust í gær í lið með Sameinuðu þjóðun- um í að þrýsta á ráðamenn Ús- bekistans um að heimila alþjóðlega rannsókn á því sem gerðist er mik- ill fjöldi mótmælenda féll fyrir byssukúlum öryggissveita í bæn- um Andijan í austurhluta landsins fyrir viku. Ríkisstjórnin hvikaði hins vegar hvergi frá andstöðu sinni við slíka rannsókn og ein- beitti sér þess í stað að því að elta þá uppi sem hún grunar um að hafa tekið þátt í uppþotunum. Viku eftir hina umdeildu at- burði bættist Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, í hóp þungavigtarmanna á alþjóðavettvangi sem krafist hafa slíkrar rannsóknar. Hann sagðist hafa orðið fyrir „miklum von- brigðum“ með að Islam Karimov, forseti Úsbekistans, hefði hafnað kröfu Kofi Annan, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, um óháða rannsókn á atburðunum. „Ég ítreka áskorun mína um að stjórnvöld í Úsbekistan fallist á þessa rannsókn,“ sagði Scheffer. Búist er við því að utanríkis- ráðherrar Evrópusambandsins samþykki á mánudaginn ályktun þar sem krafist er rannsóknar og stjórnvöld í Úsbekistan eru for- dæmd fyrir óhóflega valdbeit- ingu. Frá þessu greindi Cristina Gallach, talsmaður Javiers Sol- ana, utanríkismálastjóra sam- bandsins. ■ KÚBA, AP Ríkisstjórnir Þýskalands og Tékklands eru æfar eftir að tveimur þingmönnum frá þessum löndum var vísað frá Kúbu í fyrra- dag fyrirvaralaust. Andstæðingar Kúbustjórnar stilltu saman strengi sína í gær, í fyrsta sinn í 46 ár. Þingmennirnir höfðu komið til eyjarinnar til viðræðna við þar- lenda stjórnarandstæðinga. Tékk- inn var í sturtu á hótelherbergi sínu þegar lögreglan ruddist inn og skip- aði honum að taka næstu flugvél heim. Stjórnvöld í Berlín og Prag köll- uðu sendiherra Kúbu á sinn fund í gær og kröfðu þá skýringa. „Það er sjálfsagður réttur þýskra og tékk- neskra stjórnmálamanna að hitta kúbverska starfsbræður sína,“ sagði Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, í yfirlýsingu sinni um málið. Þrátt fyrir þetta héldu stjórnar- andstæðingar sínu striki og veltu vöngum yfir hvernig koma mætti á lýðræðisumbótum í landinu. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir fá að halda slíka samkomu síðan kommúnista- stjórn Castros tók við völdum fyrir 46 árum. „Hér eftir munum við tala um fyrir og eftir 20. maí,“ sagði Martha Beatriz Roque, forsvarsmaður ráð- stefnugesta. ■ Myndir af Saddam fáklæddum fordæmdar Myndir af Saddam Hussein hálfnöktum voru í gær birtar í æsifréttablö›um í Bretlandi og Bandaríkjunum. Birtingin hefur valdi› miklu fja›rafoki. ÍRAK, AP Bresk og bandarísk dag- blöð birtu í gær ljósmyndir af Saddam Hussein í nærfötunum einum klæða, en birting mynd- anna olli strax miklu fjaðrafoki. Myndirnar kváðu vera teknar fyr- ir um ári og sýna Íraksleiðtogann fyrrverandi vera að setja plögg af sér í þvottavél þar sem honum er haldið í fangelsi. Forsvarsmenn Bandaríkjahers brugðust ókvæða við og boðuðu flýtirannsókn á því hvernig myndirnar væru til komnar. Talsmenn Alþjóða Rauða krossins sögðu myndbirtinguna hugsanlega brot á Genfarsáttmál- anum um meðferð fanga. Að sögn æsifréttablaðanna The Sun í Bretlandi og New York Post í Bandaríkjunum eru myndirnar fengnar hjá ónafngreindum starfsmanni Bandaríkjahers. Myndbirtingin reitti ekki aðeins Bandaríkjaher til reiði, heldur er fastlega búist við því að hún kyndi undir andúð á Bandaríkjamönn- um í Írak. Aðallögmaður Saddams, Ziad al-Khasawneh, sagði að lögfræð- ingateymi hans væri að undirbúa lögsókn á hendur The Sun fyrir að birta það sem hann kallaði „móðg- un við mannkyn, araba og írösku þjóðina“. „Það sést glögglega að þessar myndir eru teknar innan veggja fangelsisins, sem þýðir að banda- rískir hermenn hljóta að hafa tek- ið þær,“ sagði al-Khasawneh í símaviðtali við AP. Hann sagði myndbirtinguna þátt í „víðtæku stríði gegn múslima- og arabaþjóðum“, ásamt misþyrmingum fanga í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad, meintri vanvirðingu Kóransins í Guantanamo-fangabúðunum og fleiru. George W. Bush Bandaríkjafor- seti tjáði fjölmiðlum í gær að hann teldi slíka myndbirtingu ekki til þess fallna að kynda undir hatri á Bandaríkjamönnum í Írak. „Ég held að ljósmynd sé morðingjum ekki innblástur,“ sagði hann spurð- ur um viðbrögð við myndbirting- unni á blaðamannafundi með And- ers Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, sem var í heim- sókn í Hvíta húsinu. ■ Árangur af Kínaför: Rita› undir tvo samninga UMHVERFISRÁÐHERRA Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur undirritað tvo samstarfs- samninga á sviði umhverfismála við kínversk yfirvöld. Samningarnir eru á sviði jarð- skjálftavár og umhverfisverndar og koma í kjölfar funda í Kína. Stefnt er að því að þróa sam- vinnu og miðla þekkingu á sviði jarðskjálfta, eldfjalla, jarðeðlis- fræði, jarðskjálftaverkfræði og jarðskjálftaforvarna, auk tæknilegs samstarfs á svið umhverfismála. - mh RÚSSLAND KANADA FRÆÐIV E R K Hugbúnaðarverkfræði Tölvunarfræði Tölvuverkfræði Rafmagnsverkfræði Vélaverkfræði Iðnaðarverkfræði Efnaverkfræði Byggingarverkfræði Umhverfisverkfræði VERKFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS www.verk.hi.is Nánari upplýsingar og rafræn umsóknareyðublöð á www.hi.is E N N E M M / S IA / N M 15 2 9 2 VATNIÐ HVARF Íbúum Bolotnikovo í Nizhegorodskaya- héraði í Rússlandi brá heldur bet- ur í brún í fyrradag þegar þeir sáu að stöðuvatnið sem þorpið stendur við hafði horfið spor- laust. Jarðvísindamenn segja að það hafi að líkindum horfið ofan í sprungu en eldri kona kenndi Bandaríkjunum um vatnshvarfið. FJÓRTÁN UPPREISNARMENN DREPNIR Rússneskar hersveitir voru stórtækar í Tsjetsjeníu í vikunni og réðu fjórtán þarlenda uppreisnarmenn af dögum. Þar á meðal var Alash Daudov, sem að sögn Interfax- fréttastofunnar er hægri hönd Sjamíl Basajev, skipuleggjanda gíslatökunnar í Beslan. Tólf menn voru hand- teknir. STJÓRNIN HÉLT VELLI Minnihluta- stjórn Paul Martin í Kanada hélt naumlega velli í fyrrakvöld þegar vantrauststillaga gegn henni var felld. Atkvæði þingforseta þurfti til að bjarga stjórninni. FORSÍÐA SUN Breska æsifréttablaðið The Sun flennti eina hinna umdeildu mynda yfir alla forsíðuna. Myndir þú frekar kaupa bíl sem gengur fyrir dísilolíu en bensíni? SPURNING DAGSINS Í DAG: Átti Ísland skilið að detta út í forkeppni Söngvakeppni Evr- ópskra sjónvarpsstöðva? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 42,6% 57,4% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P ALGERLEGA ÓVELKOMNIR Þýska þingmanninum Arnold Vaatz var vísað frá Kúbu í fyrra- dag ásamt tékkneskum starfsbróður sínum. Þeir hugðust hitta kúbverska stjórnarand- stæðinga en fengu ekki. OFBELDI MÓTMÆLT Ungmenni mótmæla ofbeldinu í Úsbekistan með táknrænum hætti fyrir framan sendiráð landsins í Bishkek, höfuðborg nágrannalýðveldisins Kirgisistan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Evrópskum þingmönnum vísað frá Kúbu: Handtekinn í sturtunni og rekinn heim

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.