Fréttablaðið - 21.05.2005, Side 20

Fréttablaðið - 21.05.2005, Side 20
Er ekki hægt að skilgreina lögin í Júróvisjón sem ríkispopp? Þetta er vissulega poppmúsík – en samt sér- stök deild innan hennar. Það má einna helst finna skyldleika við þá tónlist sem er spiluð í kvöldþáttum þýskra sjónvarpsstöðva; tónlist sem á að halda flestum innan fjöl- skyldunnar kjurum í sófanum. Til þess má ekki ganga fram af nein- um. Halda öllum ekki endilega góð- um – heldur aðeins kyrrum þar til lagið er búið og einhver birtist á skjánum til að segja eitthvað snið- ugt. Ekki fyndið – en samt svolítið sniðugt. Júróvisjón ber líka keim af sól- arlandaferðum. Þar er tónlistin eins og maturinn; ber engin sér- stök einkenni, ekkert sérstakt bragð, enga sérstaka angan eða lit – eins og meginlandsmorgunverð- ur. Slíkan morgunverð borðar eng- inn heima hjá sér en allir samein- ast um hann í fríinu. Meginlands- morgunverður er einskismanns- land; hlutlaust svæði – málamiðlun. Júróvisjón er eina sameiginlega afurð evrópskra ríkissjónvarps- stöðva og því ágætt dæmi um getu og möguleika ríkisvaldsins til að stuðla að og byggja upp menning- arafurðir – eða hvaða afurðir sem er ef því er að skipta. Til að skilja hvers vegna Júró- visjónlögin eru eins og vond og raun ber vitni þurfum við að skilja ákvarðanaferli innan ríkisvaldsins. Ríkisvaldið er stuðningsbatterí stjórnmálaflokka sem byggja stöðu sína á árangri í almennum kosning- um – ekki ósvipuðum og stigagjöf- inni í Júróvisjón. Þar sem fáir bera hlýjan hug til stjórnmálamanna, elska þá heitt eða treysta þeim full- komlega, er markmið þeirra frem- ur að forðast að snúa almenningi gegn sér en að vinna fólk á sitt band. Það er heillavænlegra fyrir stjórnmálamenn að ýta undir van- trú almennings á andstæðingum sínum en að reyna að byggja upp traust á þeim sjálfum. Forsenda fyrir langri stjórnarsetu stjórn- málaflokka og langlífi stjórnmála- manna á valdastól er léleg stjórn- arandstaða – ekki góð verk stjórna eða skörungsleg framganga ráð- herra. Það er alltaf best fyrir stjórnmálamenn að gera sem minnst og vona að andstæðingarnir spili rassinn úr buxunum. Þeir stjórnmálamenn sem ætla að koma einhverju í verk lifa stutt og njóta aldrei ávaxtanna. En þetta vita allir. Einnig að þessi afstaða hefur seytlað niður allt stjórnkerfi ríkisvaldsins, leik- ur um allar stofnanir þess og af- urðir. Eins og hjá stjórnmálaflokk- unum er markmið þjónustu á veg- um ríkisvaldsins það að gera nóg til að forðast beina uppreisn við- skiptavinanna – það er ef viðkom- andi stofnun er ekki lögvarin fyrir slíkum uppreisnum með heimild til einokunar eða annars konar vernd gegn vilja og væntingum almenn- ings. Markmið starfseminnar er ekki að koma einhverju til leiðar, ná meiri árangri eða stefna hærra heldur að halda öllum góðum – ekki glöðum eða ánægðum – heldur góð- um í sömu merkingu og notuð er um hunda. Góður voffi! Það er hundur sem gerir ekkert. Þótt Júróvisjónlögin séu undir- deild í poppheimum og örsmátt skúmaskot í kjallara tónlistar- heimsins eiga þau fullkomlega heima í ríkisvæddri veröld okkar. Þau eru sérstök af því að ríkið er lítill þátttakandi í poppinu. En Júróvisjónlögin eru meginstefin í menntakerfinu okkar og heilbrigð- isþjónustu. Þar fær enginn að slá á nýjan streng og öll þjónusta er miðuð að því að styggja sem fæsta. Og þar sem við höfum ekki saman- burðinn sitjum við öll kjur í sófan- um. Hittumst í meginlandsmorgun- verði skólanna og heilsugæslu- stöðvanna. Úr því að enginn annar fær neitt betra á diskinn sinn lát- um við þetta gott heita. Ef við heyrðum aldrei annan tón en Júró- visjóntón myndum við líka án efa dilla okkur við litháíska lagið og tékkneskan takt. ■ E f það hefur farið framhjá einhverjum þá er rétt að ítrekaað þessa dagana geisar verðstríð á íslenskum matvöru-markaði. Frá því í janúar hefur verð á mat- og drykkjar- vöru lækkað um tæplega 10 prósent samkvæmt vísitölu neyslu- verðs. Fyrir vikið er verðbólga hér heldur minni en ella hefði verið, og það er eitthvað sem íslensk heimili með sín verð- tryggðu lán geta glaðst saman yfir fyrir utan augljósan ávinn- ing af lægra vöruverði. Lækkun á mat og drykk er reyndar miklu meiri en tíu pró- sentin sem vísitalan segir til um þegar aðeins er skoðað verðlag í þeim tveimur verslunarkeðjum sem takast á um hylli hag- sýnna húsmæðra og annarra neytenda. Samkvæmt verð- lagskönnunum ASÍ hefur verðlag í Bónus lækkað um 37 prósent og í Krónunni um 33 prósent frá því að Krónan skoraði Bónus á hólm á lágvöruverslunarmarkaðinum. Fæstir bjuggust við að það stríð myndi vara lengi en nú tæplega þremur mánuðum síð- ar sér ekki enn fyrir endann á því. Og við neytendur gleðjumst. Vonandi halda Bónus og Krónan áfram að berjast sem lengst og harðast. Áfram Bónus! Áfram Krónan! En nú kann einhver að spyrja hvernig á þessu standi? Ríkir ekki fákeppni og samþjöppun í íslenskri verslun? Er ekki hætt- an af stóru viðskiptasamsteypunum einhver mesta vá sem þessi þjóð hefur staðið frammi fyrir? Eru stóru samsteypurnar á bak við Bónus og Krónuna, það er Hagar og Norvik, ekki þær hinar sömu og ætla að eignast allt Ísland? Jú, það passar. Rétti þeir upp hönd sem vilja stöðva þær og endurvekja alla litlu kaup- mennina og gamla góða heildsalaveldið. Fákeppni og samþjöppun þurfa ekki endilega að vera skammaryrði eins og svo margir vilja halda. Liggur ekki í aug- um uppi að fá mjög öflug fyrirtæki geta boðið fólki betra verð en mörg lítil og veik? Það er að minnsta kosti sá veruleiki sem starir í augun á okkur Íslendingum. Að minnsta kosti öllum þeim sem eru ekki með þau lokuð. Hættan við fákeppnina er þegar fyrirtækin taka höndum saman og ákveða að níðast á viðskiptavinum sínum. Við þekkj- um slík dæmi alltof vel. Olíufélögin stóðu í slíkum subbuskap og líka tryggingafélögin og þeim hefur verið refsað. Við erum með samkeppnislög og þar er ekkert sem segir að fyrirtæki megi ekki þjappa sér saman, stækka, styrkjast og verða markaðsráðandi. Bæði Hagar og Norvik með allar sínar verslanir: Hagkaup, Nóatún, 10-11, 11-11, Krónuna og Bónus eru í markaðsráðandi stöðu. En baráttan þeirra á milli er líka hörð. Ef einhver slaki sést þar á kemur til kasta samkeppnisyf- irvalda. Mikið væri það gaman ef lögsaga samkeppnisyfirvalda næði líka yfir ríkið sjálft og landbúnaðarstefnu þess. Um 70 prósent af matarinnkaupum heimilanna í landinu eru íslenskar vörur og þar vigta landbúnaðarvörur þyngst og þær eru verndaðar gegn samkeppni með sérstökum lögum. En þar til það breytist höldum við að minnsta kosti áfram að segja áfram Krónan! Og áfram Bónus! ■ 21. maí 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Hvernig stendur á verðstríði á matvörumarkaði? Rík- ir ekki fákeppni og samþjöppun í íslenskri verslun? Fegur› fákeppninnar FRÁ DEGI TIL DAGS Alltaf hagstætt www.ob.is 14 stöðvar! Júróvisjón í skólum og á spítölum Frekar við bændaskóla? Skiptar skoðanir eru um þá ákvörðun stjórnenda Viðskiptaháskólans á Bifröst að kenna nýja prófessorsstöðu við skól- ann við hinn umdeilda stjórnmálamann Jónas Jónsson frá Hriflu. Sigurður Már Jónsson fjallar um þetta í pistli í Við- skiptablaðinu í gær og segir að „líklega hefði farið betur á því að setja prófess- orsstöðuna upp við bændaskólana á Hólum eða Hvanneyri“. Hann segir að Jónas hafi verið „stjórnlyndismaður af þeirri gerð sem hneigðist til öfgastefna í upphafi síðustu aldar enda taldi hann að meginmarkmið þjóðarinnar ætti að vera að „göfga og efla íslenska kynþátt- inn“. Þó vissulega hafi hann verið maður sinnar tíðar, mótaður af fátækt bænda- þjóðfélagsins þar sem allt skorti og hert- ur í stéttaátökum þar sem allt var lagt undir, þá verður ekki undan því vikist að hann var pólitískur stríðsmaður umfram allt,“ skrifar Sigurður Már. Góðir skólar Ekki vitum við hér á Fréttablaðinu nóg um námskrár bændaskólanna til að út- skýra af hverju prófessorsembætti kennt við Jónas á frekar heima þar en í menntasetri Samfylkingarinnar á Bifröst. Við höldum að þetta séu góðir skólar sem ástæðulaust sé að tengja við stjórn- málamenn eða flokka. Og ekki vitum við til þess að þeir hafi sérstaklega á kennsluskrá sinni „að göfga og efla ís- lenska kynþáttinn“, svo verðugt verkefni sem það er nú annars. Of kurteis Og Sigurður Már skrifar enn fremur: „Tungutak Jónasar og stíll var með þeim hætti að undan hlaut að svíða enda var honum tamt að tala um gróðapunga, braskara, síldargrósséra, spekúlanta og Grimsby-liðið, svo fátt eitt sé nefnt“. Rétt er að Jónas frá Hriflu kvað fast að orði í stjórnmálasennum og notaði ýmsar óviðeigandi glósur um and- stæðinga sína. En það er áreiðanlega misskilningur að hann hafi notað orðið „gróða- pungur“. Til þess var hann of kurteis í ókurteisi sinni. Elsta heimild ritmáls- skrár Orðabókar Há- skólans um þetta orð er frá árinu 1990. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA GUNNAR SMÁRI EGILSSON Júróvisjón er eina sameig- inlega afur› evrópskra ríkissjónvarpsstö›va og flví ágætt dæmi um getu og möguleika ríkisvalds- ins til a› stu›la a› og byggja upp menningaraf- ur›ir – e›a hva›a afur›ir sem er ef flví er a› skipta. LAUGARDAGSBRÉF RÍKISPOPP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.