Fréttablaðið - 21.05.2005, Side 45

Fréttablaðið - 21.05.2005, Side 45
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { EUROVISION } ■■ 5 BIRGITTA HAUKDAL Birgitta náði 9. sæti fyrir tveimur árum með lagið Open Your Heart. Best klædda sjónvarpskonan Maria Yefrosinina verður aðalkynnir Eurovision-keppninnar í Kiev. Maria, sem er kölluð Masha, fæddist 25. maí árið 1979 og heldur því upp á 26 ára afmælið sitt skömmu eftir keppnina. Maria er ein þekktasta sjónvarpskona Úkraínu og hefur meðal annars tvisvar sinnum verið kjörin best klædda sjónvarpskona landsins. Hún hóf störf í sjónvarpi 19 ára gömul og stjórnaði þá þætt- inum UT-1. Maria talar ensku og spænsku reiprennandi auk þess sem hún hefur stundað nám við þýðingar við ríkisháskólann í Kiev. Hún ætti því varla að lenda í vandræðum með það að koma réttu skilaboðunum á framfæri til þeirra milljóna sem munu fylgjast með úrslitakvöldinu. „Masha er mikil atvinnumanneskja í starfi sínu. Hún talar ensku fullkomlega auk þess sem hún er mjög þekkt í Úkraínu,“ sagði Mykhalio Krupiyevsky, upptökustjóri Eurovision-keppninnar. DJ Pasha, sem er þekktur útvarps- og sjónvarpsþáttastjórnandi í Úkraínu, verður aðstoðarkynnir. Hann talar meðal annars spænsku, ítölsku og rússnesku og ætti því að verða Mariu mikil stoð og stytta uppi á sviðinu í Kiev. Auk Mariu og DJ Pasha munu Ruslana, sigurvegari keppninnar í fyrra, og hnefaleikakappinn heimsfrægi Vladimir Klitschko stíga á stokk í Kiev sem sérstakir gestir. Ruslana átti upphaflega að vera aðalkynnir keppninnar en þar sem hún hafði ekki tíma til að læra enskuna sína betur var ákveðið að fá nýja manneskju í starfið. Úkraínska söngkonan Ruslana mun stíga á stokk á úrslitakvöldinu. ÁR LAG FLYTJANDI SÆTI 86 Gleðibankinn Icy tríóið 16 87 Hægt og hljótt Halla Margrét- 16 88 Sókrates Stefán Hilmarsson 16 89 Það sem enginn... Daníel Ágúst 22 90 Eitt lag enn Stjórnin 4 91 Nína Eyvi og Stebbi 15 92 Nei eða já Sigga og Sigrún E. 7 93 Þá veistu svarið Ingibjörg Stefáns 13 94 Nætur Sigrún Eva 12 95 Núna Björgvin Halld. 15 96 Sjúbídú Anna Mjöll 13 97 Minn hinsti dans Páll Óskar 20 99 All Out of Luck Selma Björnsdóttir 2 00 Tell Me Telma og Einar Ág. 12 01 Angel Two Tricky 23 03 Open Your Heart Birgitta Haukdal 9 04 Heaven Jón Jósep (Jónsi) 19 05 If I Had Your Love Selma Björnsdóttir (komst ekki áfram úr forkeppninni) ÍSLENSKU EUROVISION LÖGIN: ICY Icy-tríóið söng fyrsta Eurovision- lag Íslendinga, Gleðibankann, sem hafnaði í 16. sæti. HALLA MARGRÉT Halla Mar- grét Árnadóttir söng lagið Hægt og hljótt sem endaði í 16. sæti rétt eins og forveri þess, Gleðibankinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.