Fréttablaðið - 21.05.2005, Side 68

Fréttablaðið - 21.05.2005, Side 68
44 21. maí 2005 LAUGARDAGUR Kraftmikil kamelljón Rokksveitin Queens of the Stone Age, sem spilar á Reykjavík Rocks-hátí›inni í Egilshöll ásamt Foo Fighters, var stofnu› upp úr rústum hljómsveitarinnar Kyuss. Freyr Bjarnason fór yfir sögu sveitarinnar. Rokksveitin Queens of the Stone Age, sem spilar á Reykjavík Rocks-hátíðinni í Egilshöll 5. júlí ásamt Foo Fighters, var stofnuð upp úr rústum hljómsveitarinnar Kyuss sem hætti störfum 1995. Meðlimir Kyuss voru söngvar- inn og gítarleikarinn Josh Homme, trommarinn Alfredo Hernandez og Nick Oliveri sem plokkaði bassann. Þeir áttu eftir að spila síðar saman undir nafn- inu Queens of the Stone Age ásamt gítar- og hljómborðsleikar- anum Dave Catching. Queens of the Stone Age hefur allt frá byrjun verið nokkurs kon- ar samansafn tónlistamanna und- ir styrkri stjórn forsprakkans Josh Homme. Eftir að Homme hafði farið í tónleikaferð með hljómsveitinni Screaming Trees skömmu eftir upplausn Kyuss fékk hann til liðs við sig þá Van Conner úr Screaming Trees, Matt Cameron úr Soundgarden og Mike Johnson úr Dinosaur Jr. til að taka upp nokkrar stuttskífur sem upp- haflega voru gefnar út undir nafn- inu Gamma Ray. Fljótlega var sveitin endurskírð Queens of the Stone Age og Homme fékk þá trommarann Hernandez til að að- stoða við upptökur á fyrstu plötu sveitarinnar, sem var samnefnd henni og kom út 1998. Skömmu síðar gekk Olivieri til liðs við sína gömlu félaga eftir að hafa yfirgef- ið hljómsveitina The Dwarves. Dave Catcher gekk skömmu síðar til liðs við hópinn. Árið 2000 gaf Queens of the Stone Age út sína aðra plötu, Rated R. Í stað Hernando á trommunum voru nú komnir þeir Gene Trougman og Nicky Lucero, sem skiptust á að lemja húðir fyr- ir sveitina. Eftir umfangsmikla tónleikaferð og eftirminnilega frammistöðu á Rock in Rio-hátíð- inni í Brasilíu og Ozzfest hóf Queens of the Stone Age vinnu við sína þriðju plötu. Dave Grohl, fyrrum trommari Nirvana og for- sprakki Foo Fighters, hafði lengi lýst yfir aðdáun sinni á hljóm- sveitinni. Samþykkti hann, mörg- um að óvörum, að tromma á nýju plötunni og fara í tónleikaferð með sveitinni. Á sama tíma var að koma út ný plata frá Foo Fighters en Grohl frestaði tónleikaferð til að fylgja henni eftir til að geta djammað með einni af sínum upp- áhaldssveitum. Platan, sem kom út 2002, fékk heitið Songs For the Deaf og sló rækilega í gegn um heim allan. Grohl fór á kostum á trommunum og Queens of the Stone Age var orðin eitt af heitustu rokkböndun- um í bransanum. Lagið No One Nows átti stóran þátt í þeim vin- sældum. Grohl var ekki eina gestastjarnan á plötunni því einnig voru Homme innan handar þeir Mark Lanegan, fyrrum söngvari Screaming Trees, og Troy Van Leeuwen, gítar- og hljómborðsleikari A Perfect Circle. Eftir tónleikahald og starf liðs- manna með öðrum hljómsveitum kom Queens of the Stone Age aft- ur saman til að taka upp nýja plötu, Lullabies to Paralyze. Homme hafði á þessum tíma- punkti rekið samstarfsfélaga sinn til margra ára, Oliveri, og kom það mörgum í opna skjöldu. Eftir sátu þeir Homme, Joey Castillo, Alain Johannes, Van Leeuwan og Lanegan. Brotthvarf Oliveri virð- ist ekki hafa haft mikil áhrif því platan hefur fengið frábærar við- tökur og hefur styrkt stöðu Queens of the Stone Age sem ein besta rokksveit heims. Ýmislegt hefur þó gengið á eft- ir að platan var tekin upp. Oliveri gekk aftur til liðs við sveitina en Lanegan hætti. Engu máli virðist samt skipta hverjir eru í sveitinni svo lengi sem Homme heldur um stjórnartaumana. Íslendingar eiga væntanlega von á hörkutónleikum í Egilshöll í sumar, því Queens of the Stone Age þykir framúrskarandi góð á sviði. Hver veit síðan nema Grohl laumi sér á bak við trommusettið og rifji upp gamla takta? Íslensk- ir tónleikagestir geta fengið úr því skorið þann 5. júlí. ■ QUEENS OF THE STONE AGE Rokksveitin öfluga spilar í Egilshöll í sumar ásamt Foo Fighters.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.