Fréttablaðið - 11.06.2005, Qupperneq 24
Hótelum í miðborg Reykjavíkur
fjölgaði um eitt í gær þegar Rad-
isson SAS 1919 var opnað í Póst-
hússtræti. Hótelið er í húsinu þar
sem höfuðstöðvar Eimskipafé-
lagsins voru til margra áratuga og
hafa umfangsmiklar breytingar
verið gerðar á húsakynnunum á
síðustu misserum. Húsið var á
sínum tíma reist undir skrifstofur
skipafélagsins og hófust fram-
kvæmdir við það árið 1919. Er
nafn hótelsins dregið af þeirri
staðreynd.
Andri Már Ingólfsson í Heims-
ferðum festi sér húsið þegar það
var til sölu fyrir nokkrum árum
með það fyrir augum að opna þar
hótel. Er það nú orðið að veru-
leika.
„Hér er verið að fínpússa allt
saman; skúra, ryksuga og bletta í
og svona,“ sagði Gréta Björg
Blængsdóttir, sölustjóri nýja hót-
elsins, í gærmorgun. Öllu átti að
vera lokið fyrir klukkan eitt í
gærdag þegar fyrstu gestirnir
voru bókaðir inn á hótelið. Var þar
á ferðinni hópur franskra ferða-
manna sem var að ljúka ferð um
landið og ætlaði að eiga náðugan
tíma á nýja og fína miðbæjarhót-
elinu. Er vonandi að fólkið hafi
sofið vel.
Sjálf hefur Gréta Björg ekki
varið nótt á 1919, hana hefur lang-
að heim til sín eftir langan vinnu-
dag en býst fastlega við að prófa
að sofa hjá hótelinu á næstunni.
70 herbergi eru á hótelinu, í
fjórðum verð- og stærðarflokk-
um. Þykir það í minna lagi og því
eru þegar uppi áform um stækk-
un. Samliggjandi hús við Hafnar-
stræti hafa verið keypt og senn
verður hafist handa við að inn-
rétta þar herbergi. Þegar upp
verður staðið verða herbergin á
1919 orðin 88.
Á hótelinu verður matsölustað-
urinn Salt opnaður í næstu viku,
sem og samnefndur bar. Verður
gengið inn á veitingastaðina frá
Pósthússtræti en í afgreiðslusali
hótelsins sjálfs verður gengið frá
Hafnarstræti og Tryggvagötu.
1919 hótelið tilheyrir alþjóð-
legu Radisson SAS hótelkeðjunni
en fyrir var Hótel Saga hluti af
þeirri keðju.
24 11. júní 2005 LAUGARDAGUR
JOHN WAYNE (1907-1979)
lést þennan dag.
TÍMAMÓT: HÓTEL 1919 Í MIÐBORGINNI TEKIÐ TIL STARFA
„Talaðu lágt og hægt og ekki of mikið.“
– John Wayne var bandarískur kvikmyndaleikari. Hann er hvað
þekktastur er fyrir hlutverk sín sem harðsvíraður kúreki.
timamot@frettabladid.is
ANDLÁT
Kristinn Sigurður Helgi Jóhannesson
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Víðinesi
mánudaginn 23. maí. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey.
Marguerite Angelique Le Sage De
Fontenay Matthíasson lést á Landspít-
ala Fossvogi föstudaginn 27. maí. Jarðar-
förin fór fram í kyrrþey.
Dallas Harms Steinthorsson lést laug-
ardaginn 4. júní.
Vikar Davíðsson, Hátúni 8, Reykjavík,
lést í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12,
mánudaginn 6. júní.
Gill Eiríkur Del’Etoile lést af slysförum
á Flórída, Bandaríkjunum, þriðjudaginn
7. júní.
Svavar Vemundsson, múrarameistari,
Lækjasmára 6, Kópavogi, lést á Land-
spítalanum Hringbraut miðvikudaginn 8.
júní.
JAR‹ARFARIR
11.00 Rósa Magnúsdóttir frá Bíldudal
verður jarðsungin frá Selfoss-
kirkju.
11.00 Jófríður Ólafsdóttir, Staðarhrauni
3, Grindavík, verður jarðsungin frá
Grindavíkurkirkju.
14.00 Ásta Haraldsdóttir frá Garðs-
horni, Vestmannaeyjum, verður
jarðsungin frá Landakirkju.
14.00 Sigurður Sigurjónsson verður
jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju.
14.00 Guðlaug Halla Jónsdóttir, áður
til heimilis að Skeljatanga 27,
Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá
Víkurkirkju, Vík í Mýrdal.
Í ANDDYRI HÓTELS 1919 Starfsfólk hótelsins 1919 í miðborg Reykjavíkur var tilbúið til starfa þegar hótelið opnaði í gær. Ekki löngu
eftir opnun kom fyrsti hópur hótelgesta sem skráði sig inn.
GRÉTA BJÖRG BLÆNGSDÓTTIR Sölustjóri nýja hótelsins hefur enn ekki fengið að
njóta gestrisni hótelsins síns, en ætlar að prófa að gista þar fljótlega.
Þennan dag árið 1962 tókst
þremur mönnum að sleppa
úr hinu illræmda fangelsi
Alcatraz í Bandaríkjunum.
Mennirnir gufuðu upp og
aldrei spurðist til þeirra síð-
an.
Þótt sumir telji að um sé
að ræða best heppnaðasta
flótta frá fangelsinu, er mun
líklegra að þeir hafi drukkn-
að í köldu vatni San
Francisco-flóa. Fjórum dög-
um eftir flóttann fannst
taska í flóanum með ljós-
myndum sem tilheyrðu ein-
um fanganum. Fangarnir
byrjuðu á því að nota eldhús-
áhöld til að kroppa burtu
steypuna í kringum loftræst-
ingu í klefum sínum og
bjuggu til gervirist úr pappa
til að fela gatið. Síðan út-
bjuggu þeir gervihöfuð úr
sápu og steypu og komu
þeim þannig fyrir í rúmum
sínum að verðirnir tækju
ekki eftir að þá vantaði. Þeg-
ar út var komið klifruðu þeir
yfir hátt grindverk og
stungu sér til sunds með flot-
hringi sem þeir bjuggu til úr
regnjökkum.
Á þeim árum sem Alcatr-
az var notað sem fangelsi
reyndu 36 fangar að flýja.
11. JÚNÍ 1962
Clint Eastwood gerði síðar kvikmynd
um flóttann.
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1509 Hinrik VIII Englandskon-
ungur giftist í fyrsta sinn.
Það gerði hann fimm sinn-
um í viðbót á ævinni.
1928 Flugfélag Íslands fer í fyrsta
áætlunarflug sitt milli
Reykjavíkur og Akureyrar á
sjóflugvélinni Súlunni.
1935 Auður Auðuns lýkur lög-
fræðiprófi frá Háskóla Ís-
lands fyrst kvenna. Hún
varð síðar fyrst kvenna
borgarstjóri í Reykjavík og
ráðherra.
1955 Á áttunda tug manna látast
og mikill fjöldi slasast þeg-
ar tveir bílar rekast á og
keyra inn í áhorfenda-
þvögu á Le Mans
kappakstursbrautinni í
Frakklandi.
Flóttinn frá Alcatraz
Elskulegur sonur minn og bróðir
Gill Eiríkur DeL'Etoile
lést af slysförum á Flórída, USA, þriðjudaginn 7. júní.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Eiríksdóttir DeL'Etoile,
Linda Stefanía DeL'Etoile.
Elskulegur maður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
Ólafur E. Eggertsson
Móabarði 16, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn mánudaginn 13. júní kl. 13 frá Hafnarfjarðar-
kirkju.
Ingveldur Ingvadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
AFMÆLI
Tryggvi Gíslason, fyrrver-
andi skólameistari
Menntaskólans á Akureyri,
er 67 ára.
Jón Kristjánsson heil-
brigðisráðherra er 62 ára.
Kristinn T. Haraldsson
(Kiddi Rót), rótari og veit-
ingamaður í Hveragerði,
er 51 ára.
Sofið á gömlu forstjóraskrifstofunni
ÁNÆGÐUR EIGANDI Andri Már
Ingólfsson var mjög ánægður með nýja
hótelið í gær.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
FÆDDUST fiENNAN DAG
1864 Richard Georg Strauss
tónskáld.
1910 Jacques-Yves Cousteau,
sjávarlíffræðingur og kvik-
myndagerðarmaður.
1918 Nelson Mandela, fyrr-
verandi forseti Suður-Afríku.
1935 Gene Wilder leikari.
1946 John Lawton, söngvari
Uriah Heep.