Fréttablaðið - 11.06.2005, Side 29

Fréttablaðið - 11.06.2005, Side 29
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar H i m i n n o g h a f - 9 0 4 0 3 7 9 agstæð sumarhúsalán Ertu að byggja, kaupa eða breyta sumarbústað? Þú getur auðveldlega samið um hagstætt sumar- húsalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Lánið getur numið allt að 60% af verðmæti eignar. Til framkvæmda er lánað allt að 75% af byggingar- kostnaði. Ráðgjafar Frjálsa fjárfestingarbankans veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is. www.frjalsi.is 5 ár 18.850 19.100 19.560 19.800 10 ár 10.580 10.850 11.350 11.610 15 ár 7.880 8.170 8.710 8.990 * Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Vextir % 4,95% 5,50% 6,50% 7,00% Dæmi um mán. greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* 60%veðsetningarhlutfall Góðan dag! Í dag er laugardagur 11. júní, 162. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.01 13.27 23.55 AKUREYRI 1.55 13.12 0.33 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir á stóran Land Cruiser-jeppa sem hún á oft í basli með að leggja í miðborginni. Hún er í borgarstjórnarflokki sjálf- stæðismanna og hefur mikinn áhuga á samgöngumálum. „Já, ég er jeppadellukerling og það eru margar ástæður fyrir því. Mér finnst gott að vera á stórum bíl til að hafa yfirsýn og svo er ég mikið í veiði og þar er jeppinn alveg nauðsynlegur. Maður þarf að keyra heilmikið upp með ánum og ég hef slæma reynslu af að vera á ómögulegum bíl í veiði- ferð. Sú ferð fór mest í labb á milli þannig að fiskeríið var ekki mikið í það skiptið.“ Þorbjörg á Landcruiser 90 jeppa á stækkuðum dekkjum sem hún keypti nýjan fyrir ári. Hún er þokkalega ánægð með bíl- inn. „Það er samt eitthvað. Mér finnst ég ekki alveg komin heim,“ segir hún hlæjandi og hyggst skoða bílamarkaðinn betur í framtíðinni. Hestöfl skipta hana þó ekki meginmáli heldur að bíllinn sé flottur og snöggur upp. „Ég vil hafa góða tónlist og græjurnar sem fylgdu þessum voru alveg nógu góðar fyrir mig. Svo verð ég að mæla með síma- kerfi sem maðurinn minn gaf mér í bílinn. Maður setur bara símann í samband og talar alveg handfrjálst. Það er hægt að klára ýmis mál þannig án þess að missa ein- beitinguna við aksturinn.“ Þorbjörg vinnur sem ráðgjafi mennta- málaráðherra í skólamálum og er að spá í að taka slaginn í prófkjöri sjálfstæðismanna í haust, og þá að komast í öruggt í sæti. „Ég hef mikinn áhuga og metnað í skólamálum, en af því að við erum að tala um bíla liggur kannski beinna við að nefna samgöngumál- in, sem ég hef líka brennandi áhuga á. Mér finnst umferðarþungi í borginni allt of mik- ill miðað við stærð og þar er mikilla úrbóta þörf, ekki síst þurfum við mislæg gatnamót. Ég vinn í miðbænum og það getur verið ótrúlega erfitt að komast í stæði á stærri bílum og bílastæðahúsin eru allt of þröng. Það er líka allt of mikið af stöðumælum, við þurfum að hafa allt öðruvísi kerfi. Nú er allt orðið rafrænt og enginn með klink þannig að þetta er alveg úrelt.“ ■ Erfitt að vera á stórum bíl í miðbænum bilar@frettabladid.is Bílainnflutningur nam 7.560 millj- ón króna á fyrstu fjórum mánuð- um ársins samkvæmt hálf fimm fréttum KB Banka. Innflutnings- verðmæti bifreiða jókst um 75,5 prósent á föstu gengi. Síðast liðið ár var metár í bílainnflutningi ef frá er talið skattlausa árið 1987. Miðað við aukningu á fyrstu fjórum mán- uðum ársins stefnir allt í að bíla- innflutningur í ár verði enn meiri. ADAC Systurfélag FÍB, í Þýskalandi, hefur árekstursprófað tvo af ódýrustu smábílunum í Evrópu samkvæmt sömu aðferðum og kröfum og EuroNCAP beitir eins og sagt er frá á heimasíðu FÍB, fib.is. Nýi smábíllinn frá Volkswagen sem er smíðaður í Brasilíu fær fjórar stjörnur af fimm en Renault/Dacia Logan fær hins vegar bara þrjár. VW Fox, arftaki bæti VW Polo og VW Lupo stóð sig vel í framan á árekstri og fékk 27,4 stig af 34 mögulegum. Toyota MR2, Toyota Celica og Previa verða allar teknir út af evr- ópskum bílamarkaði frá og með næsta ári samkvæmt Automotive News. Ástæðan er sú að Toyota ætlar að einbeita sér að gerðum sem eru hannaðar og framleiddar í Evrópu. Einnig spilar inn í að allar þrjár bílagerðirnar hafa ekki selst í stórum upplögum. Í allri Evrópu árið 2005 seldust 6.600 Celicur, 5.400 Previur og 2.900 MR2. Hyundai Tucson sigraði í sínum flokki, flokki jeppa og jepplinga, í TQA gæða- könnun Strategic Vision eins og kemur fram á heimasíðu B&L, bl.is. Könnunin er gerð árlega og mælir meðal annars ánægju kaupenda nýrra bíla hvað eiginleika bílsins varðar og þægindi. Tucson hlaut 879 stig, Chevrolet Equinox var í öðru sæti með 860 stig og Toyota RAV4 í því þriðja með 859 stig. Meðaltalið í flokknum var 847 stig. Þorbjörg fyllti Land Cruiserinn af blómum fyrir helgina því nú á að gróðursetja. LIGGUR Í LOFTINU í bílum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Af hverju er það sem ég er að leita að alltaf á síðasta staðnum sem ég leita á?! Glæsileg bílasýning fyrir norðan BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.