Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 32
Sólarvörn Á ferðalögum erlendis þarf sólarvörnin alltaf að vera við hendina. Sérstak- lega þarf að passa ungbörn í sólinni og hafa þarf í huga að þau geta brunnið jafnvel þó að það sé skýjað.[ ] Ilmur af rósum og víni Í Móseldalnum. Svæðið allt geymir ótal menningarsögulegar minjar frá tímum Rómverja. Iceland Express hefur hafið flug til nýs áfangastaðar, Frankfurt Hahn, í einu feg- ursta héraði Þýskalands. Flogið er á þriðjudögum, mið- vikudögum og laugardögum. Þegar vélin lækkar flugið til lend- ingar á Frankfurt Hahn blasa lítil sveitaþorp og akrar við hvert sem litið er. Völlurinn er í héraðinu Hunsrück sem afmarkast af fljót- unum Mósel, Rín, Nahe og Saar er falla um einstaklega frjósama dali. Vínviðarekrur uppi um hlíð- ar setja sterkan svip á umhverfið og í Rínardal standa kastalar frá miðöldum vörð á brekkubrúnum. Heillandi smábæir með ótal hótel- um og öðrum byggingum í fornum stíl bjóða ferðamanninn velkom- inn og höfugan ilm af rósum og víni leggur fyrir vitin. Héraðið er einn samfelldur aldingarður. Hahn-flugvöllur hefur verið í notkun frá árinu 1947 en fram til ársins 1997 var hann einungis not- aður til fragflugs. Einn af kostum hans er smæðin. Varla er hægt að villast í flugstöðvarbyggingunni og einkar auðvelt er að komast frá vellinum út á vegina, sem liggja til allra átta. Landsvæðið er líka upplagt til hjóla- og gönguferða því vinsælustu ferðamannastaðir Þýskalands eru innan seilingar. Völlurinn er miðja vegu milli borganna Frankfurt og Lúxem- borgar og frá honum er stutt til landamæra Frakklands og Belgíu. Þá eiga þeir sem hyggja á ferðir til fjarlægari staða eins og Miðjarðarhafsins auðvelt með að velja sér vegi og bruna eftir þeim í suðurátt. En þeir sem á annað borð eru komnir til Frankfurt Hahn ættu samt ekki að láta undir höfuð leggjast að heimsækja Móseldal og Rínar- dal. Þeir eru eins og klipptir út úr ævintýrum. ■ Costa del Sol M all or ca Sóla rlottó Síð ustu sætin í sólina í júní og júlí. • Þú velur áfangastað og ferðadag og tekur þátt í lottóinu um hvar þú gistir. • Viku fyrir brottför staðfestum við gististaðinn. Sama sólin, sama fríið en á verði fyrir þig. *Innifalið er flug, gisting í 7 nætur, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. á mann miðað við 2 eða 4 í stúdíói eða íbúð. Enginn barnaafsláttur. Spilaðu með! Krít 27. júní, 4. 25. júlí 22. og 29. ágúst Mallorca 15. 29. júní, 6. 13. júlí 17. og 24. ágúst Costa del Sol 16. 23. 30. júní 7. 21. júlí og 18. ágúst Portúgal 20. 27. júní, 4. 11.18. júlí 15. og 22. ágúst Tvö sumarhús á mjög fallegum stað í Eyjafirðinum. Til leigu í lengri eða skemmri tíma. Vel staðsett. Upplýsingar í síma 466 – 1961. Uppfærð landakort LANDMÆLINGAR ÍSLANDS HAFA ENDURÚTGEFIÐ NOKKUR VINSÆL FERÐAKORT. Kortin eru í fyrsta lagi heildarkort af landinu í mælikvarðanum 1:500 000, með yfir 3000 örnefnum, vegum landsins, vega- lengdum og vega- númerum, auk upplýsinga um ferðaþjónustu. Í öðru lagi er sér- kort af Suðvestur- landi er nær yfir Reykjanesið, aust- ur fyrir Selfoss og upp fyrir Akranes. Auk akvega sýnir það fjölda áhugaverðra göngu- og reiðleiða. Það er í mælikvarðanum 1:75 000. Í þriðja lagi gefa Landmæl- ingar út þrjú landshlutakort í mæli- kvarðanum 1:250 000. Þau nefnast Vestfirðir og Norðurland, Vesturland og Suðurland og Norðaustur- og Austurland. Þar fæst góð heildarsýn yfir vegi og þekktar ferðamannaslóðir. Kortablöðin eru í handhægu broti. Sigling á Rín er toppurinn á tilverunni. Frankfurt Hahn er vinalegur völlur úti í sveit. FRÉTTAB LAÐ IÐ /H AR I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.