Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 60
Sá tímamótaviðburður verður í dag að stór sýning á verkum í eigu Listasafns Íslands verður opnuð í húsakynnum Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. Sýningin heitir „Listasafn Ís- lands – úrval verka frá 20. öld“ og á henni eru verk eftir braut- ryðjendur fjögurra þátta í lista- sögu landsins á síðustu öld. „Listasafn Íslands er með þessari sýningu að heimsækja Kjarvalsstaði með úrval verka úr safneigninni,“ segir Ólafur Kvaran sýningarstjóri, sem jafn- framt er safnstjóri Listasafns Ís- lands. „Aðdragandinn að þessari heimsókn er sá að við tökum virk- an þátt í Listahátið með sýningu á Dieter Roth sem er á þeim sýning- artíma þegar venjan hefur verið sú að halda hér sumarsýningu á íslenskri myndlist sem einkum er ætluð erlendum ferðamönnum. Það er út frá þessum kringum- stæðum sem við ákváðum að heimsækja Kjarvalsstaði og halda þessa sýningu þar með úrval verka úr safneigninni.“ Ólafur segist vonast til þess að hægt verði að þróa áfram samstarf þessara tveggja stærstu listasafna landsins. „Með því að sameina kraftana er hægt að ráðast í mjög stór og víðtæk sýningarefni, og það er mjög spennandi. Ég er þess full- viss að það verður framhald á slíkri samvinnu.“ Á sýningunni á Kjarvalsstöð- um verða fjórir lykilþættir ís- lenskrar listasögu kynntir. Sýnd eru verk eftir brautryðjendur hins rómantíska landslagsmál- verks, fulltrúa hins frásagnar- kennda expressjónisma á fjórða áratugnum, abstraktlistarinnar á sjötta áratugnum og konseptlist- ar sjöunda áratugarins. „Þessi sýning er sviðsetning á fjórum köflum í íslenskri lista- sögu, sem spanna nánast alla 20. öldina,“ segir Ólafur. „Sýningin er ekki hugsuð sem heildaryfirlit yfir sögu íslenskrar myndlistar á 20. öld, enda myndi sú saga ekki rúmast á Kjarvalsstöðum. En þetta er stór og víðtæk sýning með málverkum og höggmynd- um, ljósmyndum og vídeó.“ ■ 44 11. júní 2005 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… ... afmælistónleikum Jazzvakn- ingar sem verða haldnir á Björt- um dögum í Hafnarfirði annað kvöld. ... síðasta tangókvöldi vetrarins með Tangósveit lýðveldisins í Iðnó, sem verður haldið annað kvöld. ... tónleikum Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar stórtenórs í há- deginu á mánudaginn í Hafnar- borg, Hafnarfirði. Eva Rún Þorgeirdóttir og Halla Ólafsdóttir hlutu fyrstu verðlaun í dansleikhússamkeppn- inni 25 tímar í Borgarleikhúsinu á fimmtudag- inn. Þær hlutu verðlaunin, sem námu 250 þúsund krónum, fyrir verk sitt „Beðið eftir hverju“. Önnur verðlaun hlaut Peter Anderson fyrir verk sitt Twelve points, en þriðju verðlaunin hlutu þær Halldóra Geirharðsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir fyrir verkið Örlög systra. Áhorfendasalur Borgarleikhússins var fullskip- aður og komust færri að en vildu, en áhorf- endur völdu einnig eitt verk til verðlauna. Það voru þau Álfrún Örnólfsdóttir og Friðrik Frið- riksson sem hlutu þau fyrir verkið 9:50 alla virka daga. Titillinn vísar þar til morgunleikfimi Ríkisútvarpsins sem er einmitt á þessum tíma alla virka daga. Samkeppnin var nú haldin í þriðja sinn og að vanda í samvinnu við SPRON sem frá upphafi hefur stutt keppnina dyggilega. Verkin níu sem kepptu til úrslita voru valin úr á fjórða tug hugmynda sem bárust í keppnina. Kl. 14.30 Dansinn og óperan mætast, rekast á og víxlast í verkinu D&D con fuoco strin- gendo eftir Karen Maríu Jónsdóttur, sem Karen María sýnir á Hlemmi ásamt dönsurunum Lovísu Gunnarsdóttur og Aðalheiði Halldórsdóttur og óperusöng- konunni Sibylle Köll. menning@frettabladid.is Sigruðu í dansleikhúskeppni SKÓGARHÖLLIN Sýning á úrvali verka frá 20. öld verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Á sýningunni má meðal annars sjá þetta verk eftir Jóhannes Kjarval. Í heimsókn á Kjarvalsstöðum ! NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 12/6 kl 14 UPPS, Su 12/6 kl 17 UPPS, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14 - UPPS., Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14, Su 24/7 kl 14 STÓRA SVIÐ 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR frá SVÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Í kvöld kl 20 - UPPS. Þri 14/6 kl 20 - Styrktarsýning, Fi 16/6 kl 20, Lau 18/6 kl 20, Su 19/6 kl 20 Síðustu sýningar Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag Le ik l i s t og söngur Kennt er daglega frá kl. 10-16. Gæsla frá kl. 8:45 fyrir yngri hópinn. Skráning í Borgarleikhúsinu Sími 568 8000 og á www.borgarleikhus.is S u m a r n á m s k e i ð í B o r g a r l e i k h ú s i n u Leikfélag Reykjavíkur – Sönglist Listabraut 3 • 103 Reykjavík • www.borgarleikhús.is L e i k g l e ð i • S j á l f s t r a u s t • S k ö p u n a r k r a f t u r • H r e y f i n g • O r k a Leikistar- og söngnámskeið fyrir börn og unglinga í Borgarleikhúsinu í sumar. Kennt er í tveim aldurshópum: 8 -10 ára og 11 - 13 ára Kennt verður í Borgarleikhúsinu dagana: 20. júní -24. júní 27. júní -1. júlí 4. júlí - 8. júlí 11. júlí - 15. júlí 18. júlí -22. júlí 25. júlí -29. júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.