Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 1
Handteknir vegna gruns um ólöglegan vopnabur› FORGOTTEN LORES ▲ FÓLK MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 AFGANISTAN, AP Um 180 afganskir fangar í Guantanamo eru komnir í hungurverkfall til að mótmæla illri meðferð í fangelsinu og knýja á um lausn sína, segja tveir fang- ar sem var sleppt í gær. „180 afganskir fangar borða hvorki né drekka,“ sagði Habir Russol, sem var fluttur frá Guant- anamo á mánudag og sleppt í heimalandi sínu Afganistan í gær. „Sumir fanganna segjast hafa ver- ið beittir harðræði í yfirheyrslum. Sumir segjast saklausir. Þeir mót- mæla því að hafa verið í haldi í fjögur ár og vilja fá frelsi á ný,“ sagði hann. Russol og Moheb Ullah Bor- ekzai, sem var sleppt með honum, segja hungurverkfallið hafa haf- ist fyrir tveimur vikum. Neil Koslowe, bandarískur verjandi tólf Kúveita sem er haldið í Guantanamo, segir fjölda fanga hafa skýrt sér frá því þegar hann heimsótti Guant- anamo fyrir nokkru að fjöldi manna hefði farið í hungurverk- fall. ■ Tveir fyrrum fangar segja 180 Afgana neita mat og drykk: Hungurverkfall í Guantanamo HÆGVIÐRI EÐA HAFGOLA ÁFRAM. Yfirleitt bjart á landinu og fremur hlýtt í veðri. Hætta á þokubökkum með ströndum. VEÐUR 4 FIMMTUDAGUR 21. júlí 2005 - 195. tölublað – 5. árgangur Blöð, lekar, morð Nú situr þekktur bandarískur blaða- maður í fangelsi fyrir að neita að rjúfa trúnað við heimildarmann, sem óskaði nafnleyndar. Í DAG 18 FH úr leik í meistaradeildinni Lið Neftchi frá Aserbaídsjan lagði í gær FH í Kaplakrika og komst þar með áfram í 2. umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu en FH-ingar sitja eftir með sárt ennið. Tapið er mikil vonbrigði fyrir íslenska knattspyrnu. ÍÞRÓTTIR 42 Vandlátur flottræfill Magnús Friðrik Ólafsson er afar lið- tækur í eldhúsinu og er hinn eini sanni Grill-Guðjón á sínu heimili. Hann er líka í matarklúbbi sem kallast Flottræf- ilsfélagið en það gengur út á að víkka sjóndeildarhringinn þegar kemur að matargerð. Allar sósur eru á bannlista hjá honum og líka kjötfars. Hann lumar á girnilegri grillupp- skrift. MATUR 36 Gallabuxur vi› öll tækifæri ÁSGEIR KOLBEINSSON: Í MIÐJU BLAÐSINS ● tíska ● heimili ▲ Pólskir verkamenn á Akranesi fá tæpar 300 krónur á tímann ATVINNUMÁL „Þetta er grafalvarlegt að mínu viti enda þýðir þetta að vandamál sem hefur verið nokkuð einskorðað við framkvæmdir á há- lendi Íslands grefur nú um sig í þéttbýlinu,“ segir Vilhjálmur Birg- isson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Sputnikbátar á Akranesi hefur fengið til sín fimm pólska verka- menn til starfa í þrjá mánuði gegn- um erlenda leigumiðlun og greiðir leigumiðluninni 2,1 milljón króna fyrir vinnu mannanna. Lögmaður fyrirtækisins segir ekkert athugavert við samning mannanna eins og Vilhjálmur vill meina en hann ætlar að leggja fram kæru á hendur fyrirtækinu hjá sýslumanninum á Akranesi í dag. Fullyrðir hann að umræddir Pól- verjar starfi 250 klukkustundir í hverjum mánuði. „Þessir menn hafa engin atvinnuleyfi og forráðamenn vísa í dóminn sem féll vegna er- lendra starfsmanna GT verktaka við Kárahnjúka. Á meðan hafa aðrir atvinnurekendur komið að máli við mig og bíða spenntir eftir niður- stöðu þess hvort þetta sé löglegt og eðlilegt því þá hyggjast þeir leika sama leik. Það sé eina leiðin til að vera samkeppnishæfir enda eru umræddir Pólverjar með rúmlega 70 þúsund krónur á mánuði. Það þýðir tæplega 300 krónur á tímann og ef komist verður að þeirri niður- stöðu að þetta sé löglegt og eðlilegt munu örlög fjölmargra íslenskra verkamanna verða ráðin.“ Vilhjálm- ur segir það aðför að íslensku sam- félagi verði þetta látið viðgangast. Verkalýðshreyfingin hefur sent Vinnumálastofnun erindi vegna þessa máls en Gissur Pét- ursson, forstjóri hennar, hafði ekki yfirfarið öll gögn málsins þegar í hann náðist. „Við leggj- umst yfir gögnin núna og skoðum hvað þarna er á ferð. Í fljótu bragði virðist vera álitamál hvort þetta sé hefðbundin launavinna eða einhvers konar þjónustuvið- skipti en þetta er keimlíkt öðrum málum sem valdið hafa ágrein- ingi. Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður Sputnikbáta segir allt með felldu við samning Pólverjanna. „Þarna er um hefðbundinn þjón- ustusamning að ræða sem er ekkert öðruvísi en aðrir slíkir“. -aöe 40 SKÁTAR Á TRÖNUM Þeir Hákon og Brynjar í skátafélaginu Kópum litu niður frá vinnu sinni í gær en þeir voru í óða önn að byggja hlið fyrir félagssvæði sitt. Landsmót skáta stendur nú yfir við Úlfljótsvatn, þar eru þegar saman komnir um þrjú þúsund skátar. Næstu daga mun fjölga verulega í tjaldbúðum skátanna sem verður stærsta þorp á Suðurlandi þessa viku sem mótið stendur yfir. Sjá síðu 12 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A VEÐRIÐ Í DAG Verkal‡›sfélag Akraness leggur fram kæru á hendur Sputnikbátum í dag vegna starfa fimm Pólverja sem forma›ur félagsins segir a› fái tæpar 300 krónur í laun á tímann. Ágreiningur er um hvort mennirnir stundi hef›bundna launavinnu e›a starfi samkvæmt samningi um fljónustuvi›skipti. HÖFNIN Á AKRANESI Sputnikbátar notast við erlent vinnuafl og líta aðrir atvinnurek- endur öfundaraugum til hennar enda greiðir hún sem nemur rúmum tveimur milljónum króna fyrir fimm verkamenn í þrjá mánuði. BOREKZAI OG RUSSOL Mönnunum tveimur var sleppt í gær Kjarasamningur felldur: Ósáttir vi› starfsmati› KJARASAMNINGAR Félagar í Starfs- mannafélagi Kópavogs felldu kjara- samning við bæinn með 55 prósent- um atkvæða í kosningu þar sem 20,8 prósent félagsmanna kusu. „Þetta er sami samningur og önnur félög hafa verið að sam- þykkja,“ segir Jófríður Hanna Sig- fúsdóttir, formaður félagsins. „Það virðist vera sem félagar Starfs- mannafélags Kópavogs miði sig við Reykjavík,“ segir Jófríður og telur að óánægja með starfsmat hafi orð- ið til þess að samningurinn var felldur. Starfsmatið færir bæjar- starfsmönnum í Kópavogi lakari kjör en borgarstarfsmönnum. Jófríður ræddi við formann launanefndar sveitarfélaga í gær og segir líklegt að vegna fría gerist ekkert í málinu fyrr en eftir versl- unarmannahelgi. -bþg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.