Fréttablaðið - 21.07.2005, Qupperneq 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
64,97 65,29
113,12 113,66
78,46 78,9
10,513 10,575
9,837 9,895
8,332 8,38
0,5754 0,5788
94,09 94,65
GENGI GJALDMIÐLA 20.07.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
109,809
4 21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Dýralæknar vilja Landbúnaðarstofnun í bænum:
Vilja ekki fara á Selfoss
LANDBÚNAÐUR Allir starfsmenn
embættis yfirdýralæknis eru and-
vígir því að ný Landbúnaðarstofn-
un verði staðsett á Selfossi. Land-
búnaðarstofnun er ný stofnun
sem heyrir undir Landbúnaðar-
ráðuneytið og mun taka til starfa í
ársbyrjun 2006. Yfirdýralæknir
og nokkrar smærri stofnanir
munu heyra undir nýju stofnun-
ina, en starfsmenn yfirdýralækn-
is verða meirihluti starfsmanna
hennar.
36 af 41 starfsmanni yfirdýra-
læknis skrifuðu bréf til ráðherra í
síðasta mánuði og mótmæltu stað-
setningunni. Eftir því sem Frétta-
blaðið kemst næst áttu fulltrúar
starfsmanna í kjölfarið fund með
Guðna Ágústssyni landbúnaðar-
ráðherra þar sem hann lýsti
megnri óánægju með tilurð og
innihald bréfsins.
Í bréfinu segja starfsmennirn-
ir staðsetningu Landbúnaðar-
stofnunar kollvarpa fyrirætlun-
um embættisins, en í mörg hafi
verið stefnt að því að sameina þá
starfsmenn sem gegna þjónustu
og stjórnsýslu á höfuðborgar-
svæðinu.
Ekki náðist í Guðna í gær.
- grs
Bush velur íhalds-
mann í Hæstarétt
John G. Roberts, sem Bandaríkjaforseti útnefndi dómara í Hæstarétti Banda-
ríkjanna í gær, er sag›ur ver›a oddama›ur íhaldsmanna í dómstólnum.
BANDARÍKIN, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti útnefndi John
G. Roberts í embætti hæstaréttar-
dómara, en þetta er í fyrsta sinn í
áratug sem nýr maður er skipaður
í Hæstarétt Bandaríkjanna.
Repúblikanar fögnuðu valinu á
Roberts en demókratar eru lítt
hrifnir, enda hefur Roberts skap-
að sér orðstír fyrir að vera mjög
íhaldssamur.
Staðfesti öldungadeild Banda-
ríkjaþings, þar sem repúblikanar
eru í meirihluta, útnefningu Ro-
berts verður hann eftirmaður
Söndru Day O'Connor og mun
ráða yfir oddaatkvæði í dómstól
sem er klofinn milli tveggja fylk-
inga; annarrar frjálslyndrar og
hinnar íhaldssamrar.
Bush bauð Roberts starfið sím-
leiðis í hádeginu á þriðjudag og
tilkynnti síðan þjóðinni um
ákvörðun sína í sjónvarpsávarpi
um kvöldið. Bush sagði að Ro-
berts myndi „framfylgja stjórnar-
skránni í þaula lagalega en ekki
gerast löggjafi úr dómarasætinu“.
Roberts, sem er fimmtugur að
aldri, er dómari í áfrýjunardóm-
stól District of Columbia en var
áður lögmaður og flutti sem slíkur
alls 39 mál fyrir Hæstarétti.
Næsta skref í útnefningarferl-
inu eru vitnaleiðslur fyrir dóms-
málanefnd öldungadeildarinnar,
en þær munu væntanlega hefjast
öðru hvoru megin mánaðamót-
anna ágúst-september. Talsmenn
demókrata á þingi boðuðu að í
staðfestingaryfirheyrslunum
myndu þeir fara vel ofan í
saumana á ferli Roberts. Engu að
síður er þess vænst að áform
Bush gangi eftir um að greidd
verði atkvæði í þinginu um stað-
festingu Roberts í embætti tíman-
lega fyrir 3. október næstkom-
andi, en þá hefst nýtt starfsmiss-
eri dómstólsins.
Allt frá því Bush tók fyrst við
forsetaembættinu fyrir fjórum og
hálfu ári hafa ráðgjafar hans beð-
ið eftir tækifæri til að skipa nýjan
dómara í Hæstarétt. Tækifærið
gafst fyrst er O'Connor tilkynnti
1. júlí síðastliðinn að hún hygðist
fara á eftirlaun. Þá blandaði for-
setinn sér persónulega í málið og
setti saman lista yfir ellefu manns
sem til greina kæmu í embættið.
Bush hitti Roberts á föstudag og
komst sem sagt í gær að þeirri
niðurstöðu að hann væri rétti
maðurinn í starfið. - aa
Þrír piltar á tvítugsaldri:
Í haldi eftir
ítreku› innbrot
LÖGREGLUMÁL Þrír piltar á átjánda
og nítjánda aldursári hafa verið
handteknir eftir ítrekuð innbrot í
Reykjavík að undanförnu. Piltarnir
hafa allir verið úrskurðaðir í
gæsluvarðhald til 26. júlí næstkom-
andi.
Þegar liggur fyrir að piltarnir
þrír brutust inn á nokkrum stöðum
í vesturbæ Reykjavíkur fyrir
skömmu og þeir eru grunaðir um
fleiri innbrot. Tveir piltanna hafa
áður komið við sögu lögreglu
vegna innbrota og þjófnaða. Tekin
verður afstaða til framhalds máls-
ins þegar gæsluvarðhald yfir pilt-
unum rennur út á þriðjudaginn.
- ht
ISSA ER ALLUR Mijbil Issa var skotinn til
bana ásamt ráðgjafa sínum og lífverði á
þriðjudaginn.
Súnníar óttaslegnir:
Hættir í
kjölfar árása
BAGDAD, AP Súnníar hafa dregið sig
úr stjórnarskrárnefnd Íraks eftir
að Mijbil Issa félagi þeirra var
myrtur í fyrradag. Þá var gerð
sjálfsmorðsárás í Bagdad sem tíu
manns dóu í.
Issa var á meðal fimmtán súnn-
ía í nefndinni og þeim var sérstak-
lega ætlað að gæta hagsmuna
sinna umbjóðenda við samningu
stjórnarskrárinnar. Félagar segj-
ast ekki geta setið í nefndinni á
meðan öryggi þeirra er ekki betur
tryggt.
Tímenningarnir sem voru
drepnir í gær voru umsækjendur
um störf í lögreglunni. ■
VEÐRIÐ Í DAG
FRÁ SELFOSSI Dýralæknum líst ekki nógu
vel á nýja staðinn
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
Átak í Kópavogi:
Ungt fólk í
strætó
SAMGÖNGUR Bæjarstjórn Kópavogs
samþykkti í fyrradag tillögu sem
kom frá Samfylkingunni um átak
til að auka notkun fólks á aldrinum
tólf til átján ára á strætó. Á átakið
að hefjast í lok ágúst og standa í í
það minnsta einn mánuð. Meðal
annars á að bjóða fólki á þessum
aldri sérstök kjör. Sérstaklega er
lagt til að að þau geti sótt um
fríkort í strætó í til dæmis einn
mánuð.
Var tillögunni vísað til bæjar-
ráðs til áframhaldandi vinnu. - grs
BUSH OG ROBERTS George W. Bush Bandaríkjaforseti og John G. Roberts, væntanlegur
nýr hæstaréttardómari, ræðast við í Hvíta húsinu.
M
YN
D
/A
P
Í DJÚPAVOGSHÖFN Kjartan lenti í mikilli
þoku við sunnanverða Austfirði.
Hringróður Kjartans:
Erfi›ur kafli
framundan
FJÁRSÖFNUN Róðrakappinn Kjartan
Jakob Hauksson, sem er að róa
hringinn í kringum landið til
styrktar Sjálfsbjörgu, hélt frá
Djúpavogi klukkan fimm í gær-
morgun, áleiðis til Hafnar í
Hornafirði. Réri hann á móti
straumi og hægum vindi en reikn-
aði með að koma til Hornafjarðar
í gærkvöld.
Kjartan á von á erfiðum kafla
fram undan og segir suðurströnd-
ina opna fyrir veðri og vindum
auk þess sem þar sé fáar góðar
lendingar að finna. Á hann jafnvel
von á að þurfa að brimlenda ef
eitthvað bregður út af áætlun. - kk
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
B
Vinnuslys við Kárahnjúka:
Liggur á
gjörgæslu
SLYS Filippseyskur starfsmaður
Impregilo liggur á gjörgæslu með
alvarlega áverka eftir vinnuslys á
Kárahnjúkum snemma í gær-
morgun. Maðurinn var fluttur
með sjúkraflugi til Reykjavíkur
eftir slysið.
Maðurinn er talinn hafa
klemmst milli lestar og rafmagns-
stöðvar í fyrstu aðkomugöngum
virkjunarinnar að sögn lögreglu.
Afleiðingar höggsins voru alvar-
legir brjóst- og kviðarholsáverkar
að sögn vakthafandi læknis á
gjörgæslu. - ht