Fréttablaðið - 21.07.2005, Síða 10

Fréttablaðið - 21.07.2005, Síða 10
10 21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Bændur veðja á ný lausagöngufjós í stað þess að stækka þau gömlu: Tæp tuttugu n‡ fjós í byggingu LANDBÚNAÐUR „Það eru sautján ný fjós í byggingu sem ég veit af,“ segir Lárus Pétursson, umsjón- armaður innréttinga hjá Land- stólpa ehf. „Þá eru fimmtán bændur að breyta eldri fjósum og langoftast verið að stækka þau í leiðinni.“ Lárus segir þessi fjós oftast vera lausagöngufjós með 60-70 bása eða hátt í það. Bændurnir séu flestir að koma sér upp mjaltaróbótum og þá séu 60-70 mjólkandi kýr heppilegur fjöldi. Lárus segir uppbyggingu í mjólkurframleiðslu ekki vera meiri en síðustu ár á undan, en mikil þróun hefur verið í grein- inni síðustu ár. „Það er hins veg- ar merkjanleg breyting að menn byggja nú ný fjós frekar en að stækka þau gömlu.“ Lárus segir bændur hafa verið að svala upp- safnaðri endurnýjunar- og upp- byggingarþörf síðustu árin. „Það var stöðnun í greininni í tuttugu ár.“ Um átta hundruð mjólkur- framleiðendur eru nú starfandi á landinu, og meðalkúabúið elur um þrjátíu kýr. - grs Íslenskt hugvit nýtt við byggingu vatnsaflsvirkjunar á Grænlandi: Eitt lengsta línuhaf í heimi HUGVIT Íslensk fyrirtæki leggja nú Grænlendingum lið við að reisa 7,2 megavatta vatnsaflsvirkjun við Qorlortorsuaq, á slóðum hinn- ar gömlu Eystribyggðar. Nú er stærstur hluti grænlenskrar raf- orku framleiddur með olíu. Leggja þarf háspennulínu um 70 kílómetra leið og yfir tvo firði. Þar sem línan liggur yfir Einars- fjörð eru 3,7 kílómetrar stranda á milli og verður línuhafið eitt það lengsta í heimi. Árni Björn Jónasson hjá Línu- hönnun, sem sér um ráðgjöf við gerð línunnar, segir allnýstárlega verkfræðihönnun notaða til að þvera fjörðinn, hönnun sem megi líkja við hengibrýr. Til saman- burðar er breiðasta hafið á Golden-Gate brúnni í San Francisco 1.280 metrar og því um verkfræðilegt afrek að ræða. Margir íslenskir verktakar koma að hönnun og byggingu lín- unnar og virkjunarinnar. Má þar nefna Ístak, Landsvirkjun, VST, Afl, Landark, Rafteikningu og Línuhönnun. Verkið er unnið að beiðni grænlensku heimastjórnar- innar og áætlaður verkkostnaður er hálfur þriðji milljarður. - oá Sjó›urinn ofurseldur aukinni áhættu Íbú›alánasjó›ur ver›ur a› ávaxta milljar›a uppgrei›slur lána me› eins háum vöxtum og kostur er. fiví fylgir aukin áhætta, segir Pétur Blöndal flingma›ur Sjálfstæ›isflokksins. Félagsmálanefnd Alflingis fjallar um málefni sjó›sins í dag. ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Félagsmála- nefnd Alþingis kemur saman fyrir hádegi í dag til að fjalla um lánasamninga Íbúðalána- sjóðs við sparisjóði og banka. Álitamál hafa risið um lögmæti lánveitinganna og hvort þau samrýmist markmiðum sjóðs- ins. Búist er við að á fundinum verði upplýst um efni samning- anna og þá hvort Íbúðalánasjóð- ur eða ríkið beri einhverja ábyrgð á hugsanlegu tapi sem af samningunum kann að hljótast. „Það er ljóst að allt fé Íbúða- lánasjóðs er með ríkisábyrgð. Allir peningar sem hann hefur til ráðstöfunar eru teknir að láni nema eigið fé sjóðsins,“ segir Pétur Blöndal þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, en hann á sæti í félagsmálanefnd. Hann segir að öll lán umfram eigin fé sjóðsins ábyrgist ríkið þar með. „Hús- næðislán sjóðsins voru fjár- mögnuð með lánum sem sjóður- inn tók með ríkisábyrgð. Þegar fólk greiðir upp lán sín hjá sjóðnum er það að greiða upp fé sem aflað var með slíkri ábyrgð.“ Pétur bendir á að Íbúðalána- sjóður sé nauðbeygður til að ávaxta milljarða uppgreiðslur lána á hærri vöxtum en hann borgar sjálfur fyrir lánin. „Ann- ars tapar sjóðurinn fé og þá get- ur reynt á ríkisábyrgðina ef eig- ið fé hrekkur ekki til. Menn gleyma því alltaf að á upplýst- um markaði eru lágir vextir og áhættulausir eru jafnir háum vöxtum með meiri áhættu. Sjóð- urinn eykur áhættu sína ef hann teygir sig eftir háum vöxtum á þetta uppgreiðslufé.“ Pétur gagnrýnir einnig Íbúðalánasjóð fyrir að víkja frá lögbundnum markmiðum sín- um. „Bankarnir lána peninga frá Íbúðalánasjóði gegn veði en setja ekki kvaðir um kaup á hús- næði. Þannig getur fólk keypt til dæmis bíla eða hlutabréf fyrir lánsfé sem ættað er frá Íbúða- lánasjóði. Ef þetta er raunin fer sjóðurinn gegn markmiðum lag- anna. Við verðum að fá botn í þennan vanda.“ Pétur Blöndal var stjórnar- formaður Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis til síðustu ára- móta og kveðst ekki hafa fengið að sjá umræddan samning sparisjóðsins við Íbúðalánasjóð þótt hann hefði beðið um það. „Ég bíð átekta og skoða dagsetn- ingar og undirskriftir þegar og ef ég fæ að sjá samningana í dag,“ segir Pétur Blöndal. johannh@frettabladid.is Sumarlokanir stofnana: Ví›a loka› vikum saman SUMARFRÍ Nokkur brögð eru að því að ýmis samtök og opinberar stofnanir loki í nokkrar vikur yfir sumartímann meðan starfsmenn fara í leyfi. Þannig er til að mynda lokað hjá Samtökum iðnaðarins í þrjár vikur, Bændasamtökin loka í tvær, skrifstofur Háskóla Íslands eru lokaðar fram í ágúst, skrif- stofur Nýsköpunarsjóðs eru lok- aðar í tvær vikur og svo mætti lengi telja. Ljóst er að sumarlokanir sem þessar geta komið sér illa og rétt að minna fólk á að athuga hvort skrifstofur séu almennt opnar til að fara ekki fýluferð. ■ RJÚKANDI RÚST Lítið var eftir af bíl tilræð- ismannanna. 66.000 manns hafa látist í átökum í Kasmír undanfarna áratugi. Tilræði í Kasmír: Sex fórust í sprengjuárás SRINAGAR, AP Að minnsta kosti sex fórust í sprengjutilræði í Srinagar, sumarhöfuðborg Jammu-Kasmír héraðs, og 20 meiddust. Tilræðið var framið í hverfi embættismanna en ekki er vitað hvernig staðið var að því. Yfirvöld segja að sjálfsmorðsprengjumaður hafi ekið bíl sínum á herjeppa. Tals- maður Hezb-ul Mjuahedeen, ís- lamskra öfgasamtaka frá Pakistan sem lýst hafa yfir ábyrgð á tilræð- inu, segir hins vegar að sprengjan hafi verið fjarstýrð. Indverjar og Pakistanar hafa lengi deilt um Kasmír en á síðustu misserum hafa friðarhorfurnar aukist verulega. Tilræðinu virðist ætla að spilla þeim frið. ■ Mannskætt hryðjuverk: Fjórtán bi›u bana í árás TSJETSJENÍA Fjórtán manns féllu í valinn eftir skotárás og sprengjutil- ræði tsjetsjenskra uppreisnar- manna í þorpinu Znamenskoje í Tsjetsjeníu. Tutt- ugu eru særðir. U p p r e i s n a r - mennirnir skutu fyrst á bíl fullan af lögreglumönnum en þegar annar bíll kom aðvífandi var öflug sprengja sprengd. Tvö börn eru í hópi þeirra sem létust. Að sögn Inter- fax-fréttastofunnar kennir Alu Alk- hanov forseti uppreisnarleiðtogan- um Shamil Basajev og mönnum hans um ódæðið en þeir eru meðal annars sagðir bera ábyrgð á fjöldamorðunum í Beslan í septem- ber í fyrra. Þjóðarsorg var í Tsjetsjeníu í dag vegna tilræðisins. ■ ÓHRESS MEÐ ÚTIVISTARBANN Hæstiréttur Bretlands úrskurð- aði í gær að lögreglu væri ekki heimilt að reka unglinga heim til sín á kvöldin nema þau hefðu brotið eitthvað af sér. Lögregla hefur gripið til þessara ráða und- anfarin misseri til að sporna við andfélagslegri hegðun. Ungur Lundúnabúi vildi hins vegar ekki una því að vera sendur heim án þess að hafa nokkuð til saka unn- ið og fór því í mál. BRETLAND FJÓS Í BYGGINGU Verið er að byggja 75 bása lausagöngufjós í Káranesi í Kjós. DAUÐI OG EYÐI- LEGGING Sprengj- an var afar öflug enda dóu margir af hennar völdum. ÞYRLA FLYTUR SPENNUMASTUR Erfitt er að flytja þyngstu hlutina milli vogskorinna og fjöllóttra fjarða Grænlands. Þyrlur eru notaðar til að koma fyrir háspennumöstrum. PÉTUR BLÖNDAL SITUR Í FÉLAGSMÁLANEFND. Pétur fékk ekki að sjá umdeildan samning Íbúðalánasjóðs við SPRON meðan hann var stjórnarformaður sjóðsins.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.