Fréttablaðið - 21.07.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 21.07.2005, Síða 12
12 21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Stærsta florp á Su›urlandi Landsmót skáta var sett í vikunni. Um þrjú þúsund skátar eru þegar mættir. Þeir voru glaðir og kátir í mótsbyrjun og önnum kafnir við að byggja upp búðir sínar í gærmorgun. Um þrjú þúsund ylfingar, drótt- skátar og foringjar voru í óða önn við að setja upp tjaldbúðir sínar, reisa trönur og súrra þær saman í gærmorgun á fyrsta degi 25. Landsmóts skáta sem haldið er að Úlfljótsvatni. Mótið var sett á þriðjudagskvöld og stendur í heila viku. Gestum fjölgar hægt og þétt í vikunni og allt eins líklegt að gestafjöldi slagi upp í tíu þúsund við aðal- varðeldinn á laugardagskvöld. Á Úlfljótsvatni er því nú eitt stærsta bæjarfélag landsins. Þar má finna flestar stofnanir sem fylgja sómasamlegu þorpi. Í ráðhúsi skáta má finna upplýs- ingamiðstöð, heilsugæslustöð, verslun, netkaffihús, pósthús og umferðarstjórnun. Fjölmiðlar eru einnig áberandi á mótinu en skátar gefa út sitt eigið dagblað og reka útvarpsstöð alla vikuna með fréttum og dægurefni. Margt spennandi er á dag- skrá alla vikuna. Það allra vin- sælasta er án efa vatnsbardagi sem fram fer daglega en þar er skotið á andstæðinginn með lit- uðu vatni úr vatnsbyssu. Hápunktur mótsins er á laug- ardag. Þá verða ýmsar spenn- andi uppákomur. Sniglarnir verða á staðnum með hjólin sín, Landssamband kúabænda heil- grillar naut fyrir gesti og gang- andi, þyrlur sveima um loftin og stefnt er að því að setja heims- met í fatalínu. Á mótinu eru starfræktar sérstakar tjaldbúðir þar sem fjölskyldur skátanna og allir sem hafa áhuga á skátastarfi og útilífi geta sett niður tjöld sín eða annan útilegubúnað. Ekki þarf að tilkynna þátttöku í fjöl- skyldutjaldbúðunum og þar er hægt að dveljast eins lengi og gestir óska þess. solveig@frettabladid.is Margir ökumenn dísilknúinna bifreiða hömstruðu olíu áður en miklar verð- hækkanir tóku gildi. Brunamálastjóri hefur áhyggjur af því að margir geymi birgðirnar við óviðunandi að- stæður. „Ég skil mætavel að fólk vilji hamstra olíu því verðhækkunin er þvílík,“ seg- ir Jónatan Garðarsson sjónvarpsmað- ur. „En að sú staða sé komin upp að fólk geymi hana í tönkum og tunnum við húsin sín finnst mér ekki gott mál, bæði vegna mengunar- og eld- hættu.“ Jónatan telur að vel hefði mátt sporna við þessu ástandi með því að hækka verðið í áföngum. „Það er greinileg handvömm í lagasetning- unni og menn hugsuðu málið aug- ljóslega ekki alla leið.“ Jónatan ekur sjálfur dísilbíl en hamstraði þó ekki. „Mér datt það ekki einu sinni í hug. Uppgufun af dísilolíu er ansi eitruð og ég er umhverfisverndarsinni.“ JÓNATAN GARÐARSSON sjónvarpsmaður Handvömm BIRGÐASÖFNUN Á DISILOLÍU SJÓNARHÓLL „Ég get sagt þér nóg af frétt- um,“ segir Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkja- bandalagsins og formaður Kín- versk-íslenska menningarfélags- ins. „Til dæmis hefur kínverska ríkisútvarpið áhuga á að senda út klukkustundarlanga dagskrá með frétta- og menningar- tengdu efni á ensku á íslensk- um útvarpsstöðvum og bjóða greiðslu fyrir. Ég hafði samband við Íslenska útvarpsfélagið í fyrra og vakti athygli á þessu en þar stóð á svörum. Útvarp Saga sýndi þessi áhuga en þegar því var fylgt eftir bárust engin svör. En tilboðið stendur enn,“ segir Arnþór sem telur það mikinn feng fyrir hlustendur að heyra önnur sjónarmið en gengur og gerist í vest- rænu útvarpi. Arnþór er annars nýkominn frá Hollandi þar sem hann sótti ráð- stefnu um réttindi fatlaðra og Evr- ópusambandið. „Þar var meðal ann- ars rætt um hvernig hægt er að nýta Evrópuráðið og lög Evrópusambands- ins til að bæta stöðu fatlaðra í ein- stökum aðildarríkjum.“ Arnþór hefur ekki ráðstafað sumarfrí- inu sérstaklega en nýtur samvista við fjölskylduna. „Sonur konu minnar og tengdadóttir voru að flytja í nýtt hús í Hafnarfirði og afi og amma hafa haft þá ánægju að gæta fimm mánaða gamals barnabarns. Það er í sjálfu sér mun meira virði en frí.“ Talar fyrir kínversku útvarpi HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ARNÞÓR HELGASON FRAMKVÆMDASTJÓRI ÖRYRKJABANDALAGSINS nær og fjær „En eins og öllum er kunnugt hefur enginn reynt a› flagga ni›ur í [Össuri] sí›ustu daga enda er fla› vonlaust.“ STEFÁN JÓN HAFSTEIN BORGARFULL- TRÚI Í FRÉTTABLAÐINU. „fiegar Villi er farinn a› syngja, flá er fletta komi›. Ég yr›i mjög sáttur ef hann yr›i í efsta sæti og tæki fletta.“ GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON BORGARFULLTRÚI Í DV. OR‹RÉTT„ “ Aðeins 599 kr. 5 690691 2000 08 Lífsreynslusaga • Heils a • • Matur • Krossgáturg•á~t 28. tbl. 67. árg., 20. júl í 2005. Stelpubíókvöld Persónuleikapróf Flott fyrir fæturna Það sem þú vissir ekki ... Linda Pétursdóttir Sætir strákar við barinn Aðeins 599 kr. Sigrún Haraldsdótt ir hefur flakkað um Evrópu í húsbíl í þr jú ár Með sígaunann í blóðinu Íslenskar og aðþrengdar Hverri vinkvennann a í Desperate Housew ives líkjast þær? 16 ára lömuð frá nefi og niður úr Er nú á góðum bat avegi Góður árangur með aukakílóin 00 Vikan28. tbl.'05-1 8.7.2005 11:03 Pag e 1ný og fersk í hv erri viku Náðu í eintak á næsta sölustað Í SKÁTUNUM Í 50 ÁR Jóhannes Borg- fjörð Birgisson, eða Boggi blaðamaður eins og hann kallar sig, hefur verið í skát- unum frá ellefu ára aldri. Hann fór á sitt fyrsta Landsmót árið 1963 og hefur síðan farið á og unnið við öll Landsmót. Hann er félagi í Garðbúum og hefur safnað á húfu sína merkjum af mörgum að þeim mótum hérlendis og erlendis sem hann hefur farið á í gegnum tíðina. VÍGREIFIR SKOTAR Um átta hundruð erlendir skátar frá 22 þjóðlöndum eru staddir á Landsmótinu. Þessir hressu skátar klæddu sig í skotapilsin fyrir myndatöku og blésu fagra hljóma í sekkjapípu. Hópurinn kemur frá 600 manna þorpi í Skotlandi sem heitir Glen- ferg. Drengirnir voru hressir og sögðu að sér líkaði vel á Íslandi enda væri þetta nánast eins og heima hjá þeim. ORKA JARÐAR Þema Landsmótsins er orka jarðar. Af því tilefni hafa verið sett upp ýmis tæki sem knúin eru af orku mannsins. Til að mynda þetta flotta sturtuhjól. Í RÓLUNNI Þeir Sigurður Ýmir og Alexander Enok sátu stoltir í rólunni sem þeir byggðu ásamt félögum sínum í Hraunbúum í Hafnarfirði. SÚRRAÐ Í upphafi mótsins eru skátar uppteknir við að setja upp trönur og súrra þær saman. Ýmsar útgáfur eru á trönubyggð félaganna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A H EL G AD Ó TT IR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.