Fréttablaðið - 21.07.2005, Blaðsíða 18
Það er víst ekki alltaf tekið út
með sitjandi sældinni að vera
blaðamaður. Undangengin tíu ár
hafa 339 blaðamenn verið drepn-
ir við iðju sína víðs vegar um
heiminn, þar af voru 246 myrtir,
aðrir týndu lífinu í styrjöldum,
götuóeirðum og þess háttar. Af
þeim 246 sem voru myrtir með
köldu blóði, hafði 60 áður verið
hótað lífláti, og 23 blaðamönnum
var rænt og haldið í gíslingu,
áður en þeim var stútað. Fórnar-
lömbin voru ýmist myrt til þess
að refsa þeim fyrir skrif, sem
þegar höfðu birzt, eða til að
koma í veg fyrir frekari skrif af
sama tagi. Skrif um hvað? Það
segir sig sjálft, nema hvað: spill-
ingu, mannréttindabrot og ann-
að, sem ekki þolir dagsbirtu.
Tölurnar að ofan eru teknar af
vefsetri virtra samtaka blaða-
manna í New York, Committee
to Protect Journalists
(www.cpj.org).
Blaðamannamorðin undan-
gengin ár eru óvenjuleg meðal
annars fyrir þá sök, að morðin-
gjarnir komust yfirleitt undan.
Af morðunum 246, sem minnzt
var á að framan, hafa aðeins 35
verið upplýst og morðingjarnir
fengið dóm. Með öðrum orðum:
85% þessara víga eru enn óupp-
lýst, enda þótt það blasi við að
minnsta kosti í sumum tilfellum,
hverjir sökudólgarnir eru. Ef
blaðamaður X afhjúpar ólöglegt
athæfi stjórnmálamanns Y eða
viðskiptajöfurs Z og er síðan
skotinn til ólífis á útidyratröpp-
unum heima hjá sér, þá þarf ekki
mikla leikni í líkindastærðfræði
til að leysa málið – eða hvað?
Hættulegasta landið fyrir
blaðamenn er nú Írak: Þar hafa
36 blaðamenn verið drepnir síð-
an 1995, allir reyndar síðan
Bandaríkjamenn og fleiri réðust
inn í landið í marz 2003. Fram að
innrásinni höfðu blöðin öll og
aðrir fjölmiðlar dansað eftir
pípu einræðisherrans, Saddams
Hussein, engin óþægð þar, ekki
fyrr en nýir fjölmiðlar kvöddu
sér hljóðs eftir innrásina. Næst-
hættulegast er Alsír, þar sem
ofsatrúarmenn eru að reyna að
ná völdum af núverandi her-
stjórn. Þá kemur eiturlyfjabælið
Kólumbía og þá Rússland, þar
sem 29 blaðamenn hafa týnt lífi
síðan 1995, margir að vísu í Tsét-
séníu, alræmdu ófriðarbæli, en
samt ekki allir: ellefu blaðamenn
hafa verið myrtir í Rússlandi,
síðan Pútín komst til valda árið
2000. Öll þessi morð bera svip
leigumorða. Ekkert þeirra hefur
verið upplýst.
Blaðamenn í okkar heims-
hluta þurfa ekki að óttast um líf
sitt. Og þó: Rússland er í okkar
heimshluta. Íslenzkir blaðamenn
hafa verið óhultir, að minnsta
kosti á friðartímum, allar götur
síðan Jón Ólafsson ritstjóri
(1850-1916) þurfti að flýja land í
tvígang vegna ógætilegra skrifa
um yfirvöld. En þá er einnig
þess að gæta, að fram á síðustu
ár hafa íslenzkir fjölmiðlar
margir hverjir verið frekar auð-
sveipir stjórnvöldum og þá um
leið ýmsum oddvitum viðskipta-
lífsins, enda voru þeir margir
handgengnir stjórnmálaflokkun-
um og öfugt. Dagblöðin voru
flest flokksblöð og þögðu um
ýmis óþægileg mál. Fámenni
landsins átti trúlega þátt í þessu
háttalagi og á enn, því að til að
mynda spilling er óþægilegri um
að fást í návígi en úr fjarlægð.
Mestan þátt í ósjálfstæði flestra
íslenzkra fjölmiðla fram á síð-
ustu ár átti veldi stjórnmála-
flokkanna langt umfram umsvif
þeirra í nálægum löndum. Vald-
dreifing undangenginna ára hef-
ur grafið undan veldi flokkanna
og skapað skilyrði til aukinnar
grósku í fjölmiðlaheiminum, og
þá byrjaði að molna úr þagnar-
múrnum. Nokkrir hugrakkir
blaðamenn hafa gengið á undan
með góðu fordæmi.
Nú situr þekktur bandarískur
blaðamaður í fangelsi fyrir að
neita að rjúfa trúnað við heim-
ildarmann, sem óskaði nafn-
leyndar. Annar blaðamaður
hafði birt nafn á starfsmanni
leyniþjónustunnar CIA fyrir
nokkru og borið fyrir sig hátt
setta embættismenn í Hvíta hús-
inu. Það varðar við bandarísk
lög að ljóstra upp nöfnum njósn-
ara, svo að grunur vaknaði um
lögbrot í innsta hring Bush for-
seta. Viðurlögin eru allt að 20
ára fangavist. Eftir mikla reki-
stefnu var sérstökum saksókn-
ara falið að rannsaka málið.
Hann kallaði meðal annarra fyr-
ir sig blaðamann New York
Times, konu, sem hafði viðað að
sér efni í grein um málið, en ekk-
ert birt af því enn. Hún neitaði
að segja til heimildarmanns síns
og situr því inni. Annar blaða-
maður leysti frá skjóðunni. Nú
ganga ritstjórar fram fyrir
skjöldu og lýsa því, að þeir þurfi
að neita lesendum um leknar
upplýsingar, því að þeir eigi nú
tveggja kosta völ: að ljóstra upp
um þá, sem láku, yrði þess kraf-
izt fyrir rétti, eða fara í fangelsi.
Af tvennu illu þykir þeim flest-
um skárra að sitja á upplýsing-
unum en að sitja í fangelsi. ■
Margir ráku upp stór augu þegar Seðlabankinn skýrði frá því fyrr í
vikunni að fjárfestingar Íslendinga erlendis á síðasta ári hefðu numið
192 milljörðum króna sem er aukning upp á 581% frá árinu 2003. Í gær
kom síðan fram á vef Verslunarráðsins að erlendar fjárfestingar Ís-
lendinga á þessu ári næmu þegar 300 milljörðum króna, og er árið þó
ekki nema hálfnað. Segir Verslunarráðið að ef fram haldi sem horfi
kunni fjárfestingar utan landsteinanna að nema um helmingi lands-
framleiðslunnar og sé það líklega heimsmet.
Um leið og við Íslendingar hljótum að fagna sérhverju heimsmeti af
þessu tagi er rétt að skoða hina hliðina á málinu. Verslunarráðið bend-
ir á að erlendar fjárfestingar á Íslandi hafi lítt aukist á undanförnum
árum. Séu það vonbrigði því hnattvæðingin verði að vera hraðbraut í
báðar áttir – inn og út. Ólíkt nær öllum nágrannaþjóðum okkar hafi er-
lendir fjárfestar ekki sýnt landinu áhuga ef undan er skilin fjárfesting
í stóriðju.
Verslunarráðið segir að Íslendingar þurfi að skoða hvað liggi hér á
bak við; hvaða hindranir séu í vegi fyrir erlendum fjárfestingum hér-
lendis og hvernig megi örva þær. Bendir ráðið í þessu sambandi sér-
staklega á hömlur þær sem ríkjandi eru í sjávarútvegi og orkubúskap.
Ástæða er til að taka undir þetta. Sjávarútvegurinn var á sínum tíma í
forystu á sviði útrásar á erlenda markaði og sjávarútvegsfyrirtækin
voru eftirsóttustu bitarnir á hlutabréfamarkaðnum. Svo er ekki lengur.
Nú er eins og einhver deyfð sé yfir þessari mikilvægu atvinnugrein.
Hún hefur ekki notið þess kröftuga vaxtar sem einkennt hefur ýmsa
aðra atvinnuvegi. Ein ástæðan er áreiðanlega sú að erlendum aðilum er
bannað að fjárfesta með beinum hætti í útgerð og fiskvinnslu. Varnar-
múrar um atvinnugreinar hafa aldrei gefist vel. Erlent fjármagn í sjáv-
arútveg væri hagkvæmt efnahagslega sem mótvægi við fjárfestingar
utanlands, en ekki síður til að örva samkeppni og nýsköpun í atvinnu-
greininni innanlands.
Sumir hafa áhyggjur af því að erlendir aðilar mundu „flytja arðinn
úr sjávarútvegi úr landi“, eins og það er orðað. Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra er einn þeirra sem þetta hefur sagt. Þetta er bæði
gamaldags og öfugsnúinn málflutningur. Ekki heyrist þetta viðhorf
þegar sömu menn ræða um erlenda fjárfestingu í stóriðju hér á landi.
Hver er munurinn? Og er ekki þegar um umtalsverðan fjármagns-
flutning að ræða úr landi í formi vaxtagreiðslna af erlendum lánum
sjávarútvegsins sem eru umtalsverð? Okkur þykir sjálfsagt að arður
af íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum erlendis, t.d. Samherja í Evr-
ópu, komi heim. Eðlilegt er að sama gildi um útlend fyrirtæki á Íslandi.
Aftur á móti munu Íslendingar njóta slíks atvinnurekstrar á fjölmarg-
an annan hátt, t.d. í formi atvinnu, skattgreiðslna og margföldunar-
áhrifa á öðrum atvinnusviðum. ■
21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Erlendar fjárfestingar á Íslandi þurfa að aukast.
Varnarmúrar um
sjávarútveg hverfi
FRÁ DEGI TIL DAGS
Sumir hafa áhyggjur af flví a› erlendir a›ilar mundu „flytja ar›inn
úr sjávarútvegi úr landi“, eins og fla› er or›a›. Halldór Ásgrímsson
forsætisrá›herra er einn fleirra sem fletta hefur sagt. fietta er bæ›i
gamaldags og öfugsnúinn málflutningur. Ekki heyrist fletta vi›horf
flegar sömu menn ræ›a um erlenda fjárfestingu í stóri›ju hér á
landi. Hver er munurinn? Og er ekki flegar um umtalsver›an fjár-
magnsflutning a› ræ›a úr landi í formi vaxtagrei›slna af erlendum
lánum sjávarútvegsins sem eru umtalsver›?
Í DAG
BLAÐAMENN OG
BLAÐAMENNSKA
ÞORVALDUR
GYLFASON
Nú situr flekktur bandarískur
bla›ama›ur í fangelsi fyrir a›
neita a› rjúfa trúna› vi› heim-
ildarmann, sem óska›i nafn-
leyndar.
Blö›, lekar, mor›
Lifnar við
Mjög var yfir því kvartað í upphafi að
Blaðið, sem þeir Sigurður G. Guðjónsson
og Karl Garðarsson gefa út, væri daufleg-
ur fjölmiðill, með lítt áhugaverðu efni og
enga tengingu við fréttir líðandi stundar.
Að undanförnu hefur mátt merkja breyt-
ingar á þessu og hefur blaðið tekið ágæt-
ar rispur. Þá birtir það stundum hressi-
legar og vekjandi skoðanir í leiðurum.
Það hefur tekið upp hið gamla slagorð
DV „frjálst og óháð“ og er þá kannski að
vísa á bug lífseigum orðrómi um að ríkis-
fyrirtækið Síminn standi á bak við útgáf-
una.
Tölfræði
Þeir sem bera saman súluritin yfir lestur
dagblaðanna sem birt eru á forsíðum
Blaðsins og Fréttablaðsins um þessar
mundir fyrirgefst vonandi að verða hugs-
að til fleygra orða Mark Twain: „There are
lies, damned lies and statistics.“ Á forsíðu
Blaðsins er súlurit sem sem sýnir rúm-
lega 44% lestur þess. Munar litlu á því
og Morgunblaðinu sem lesið er af tæp-
lega 54% landsmanna. Á forsíðu Frétta-
blaðsins í gær kom hins vegar fram að
aðeins 26% landsmanna læsu Blaðið og
35% Morgunblaðið. Fæstir rýna í smáa-
letrið til að athuga hvað stendur á bak
við þessar tölur, en þegar það er gert
kemur í ljós að verið er að nota ólíkar
tölur. Blaðið miðar við „meðallestur á
höfuðborgarsvæðinu“, en Fréttablaðið
miðar við lesendahópinn 20-40 ára á
öllu landinu.
Sveitó?
Tenglar á netsíðum geta stundum varpað
áhugaverðu ljósi á þá sem að viðkom-
andi síðum standa. Eitt minnsta sveitarfé-
lag landsins, Grenivík í Grýtubakkarhreppi
heldur úti myndarlegri vefsíðu. Fremst er
„ávarp sveitarstjóra“ Guðnýjar Sverrisdótt-
ur því ekki mega höfðingjarnir gleymast,
síðan kemur ýmis fróðleikur um sveitar-
félagið og stofnanir þess. En það er
tengslasafnið sem ýmsir hnjóta um.
Hægt er að smella á sjö aðila innansveit-
ar, stofnanir og fyrirtæki, og þrjá utan:
Samband íslenskra sveitarfélaga, stjórnar-
ráðið og Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar-
ráðherra. Af hverju skyldi frú
Valgerður vera eini ein-
staklingurinn sem sveitar-
félagið bendir á? Getur
verið að það stafi af því
að þær eru systur sveitar-
stjórinn og ráðherrann? Er
þetta ekki svolítið sveitó?
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA