Fréttablaðið - 21.07.2005, Side 24

Fréttablaðið - 21.07.2005, Side 24
Guðni Bergsson, fyrrverandi at- vinnu- og landsliðsmaður í knatt- spyrnu og lögfræðingur, fagnar fertugsafmæli í dag. Hann segist vera ungur í anda þótt árin fær- ist yfir. „Ég geymi fagnaðarlætin fram á laugardag en þá býð ég gestum hingað heim og verð með létta veislu og partí. Þetta verður bara gott og gamaldags. Ég vona bara að nágrannarnir taki það ekki óstinnt upp. Það er eins gott að nota tækifærið og biðja þá af- sökunar fyrirfram ef þeir verða fyrir einhverju ónæði, en ég á þó ekki von á að lætin keyri fram úr hófi,“ segir Guðni og hlær. Guðni kveðst ekki hafa haft það að sið að gera mikið úr því þegar aldursárin fylla heilu ára- tugina. „Ég geri ráð fyrir að geyma stórveislur þangað til ég verð eldri, en maður verður samt aðeins að lyfta sér á kreik og peppa sig upp á svona tíma- mótum.“ Guðni segist ekkert kvíða því að verða fertugur, en finnst skrítið að hann sé að skríða inn á fimmtugsaldurinn. „Mér kemur það óneitanlega spánskt fyrir sjónir. Í Bretlandi segja menn að þegar maður er á milli fer- tugs og fimmtugs sé maður „in your forties.“ Það hljómar ein- hvern veginn betur, það þarf að finna góða þýðingu á þessu.“ Guðna segist hafa notið sum- arsins vel, hann hefur bæði ferðast um sveitir landsins og skellt sér á sólarströnd erlendis. Þá reynir hann líka að fara dálít- ið á völlinn. „Ég reyni alltaf að fylgja mínum mönnum í Val eft- ir og það er búið að vera gaman á Hlíðarenda í sumar. Það er heldur ekki langt að bíða þangað til maður getur tyllt sér í nýja og flotta stúku því það er verið að taka aðstöðuna í gegn. Það er því margt að hlakka til,“ sagði Guðni á meðan hann naut síð- ustu stundanna á fertugsaldri með svalandi drykk úti garði og lét sólina sleikja sig. ■ 24 21. júlí 2005 FIMMTUDAGUR ALAN SHEPARD (1923-1998) lést þennan dag „Það er skrítin tilfinning að vera staddur í geimnum og gera sér grein fyrir því að öryggisstuðull skipsins réðist af lægsta tilboði í verkið.“ - Alan Shepard geimfari var fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að fara út í geim árið 1961. timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1939 Tveir þýskir kafbátar koma til Reykjavíkur rúmum mánuði áður en síðari heimsstyrjöldin skellur á. 1944 Adolf Hitler tilkynnir í útvarpi að hann sé enn á lífi eftir morðtil- raun í höfuðstöðvum hans dag- inn áður. 1963 Skálholtskirkja er vígð við hátíð- lega athöfn. Allmörgum afbrota- mönnum eru gefnar upp sakir af því tilefni. 1970 Byggingu Aswan High stíflunnar yfir ána Níl í Egyptalandi lýkur. Gerð hennar tók ellefu ár. 1987 Héðinn Steingrímsson verður heimsmeistari í skák á móti fyrir börn 12 ára og yngri. 1994 Tony Blair er kosinn leiðtogi Verka- mannaflokksins í Bretlandi. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, Halldór Jónsson frá Sunnutúni, Eyrarbakka, Baugstjörn 6, Selfossi, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 23. júlí nk. kl. 13:30. Valgerður Jóna Pálsdóttir Ingunn Hinriksdóttir Sigurður Ingólfsson Jón Halldórsson Svana Pétursdóttir Stefán Anton Halldórsson Erna Friðriksdóttir Páll Halldórsson Ingibjörg Eiríksdóttir Anna Oddný Halldórsdóttir Jón Arnar Sigurðsson afabörn og langafabörn Hjartkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Sæmundsson Briti, Ljósheimum 8a, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 17. júlí. Útförin fer fram í Fríkirkjunni mánudaginn 25. júlí kl. 13:00. Margrét Kr. Sigurpálsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, Hallfreður Örn Eiríksson Háaleitisbraut 56, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, sunnudaginn 17. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar, sími 510 2100 eða aðrar líknarstofnanir. Olga María Franzdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og vinarþel vegna andláts Ástu Einarsdóttur frá Reykjadal, Uppsölum, Vestmannaeyjum. Dætur og tengdasynir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, fyrrverandi sam- býlismaður, sonur og bróðir, Gestur Bjarnason frá Fremri-Hvestu í Arnarfirði, Minningarathöfn fer fram frá Bíldudalskirkju laugardaginn 23. júlí kl. 13.30. Elvar Geir Gestsson, Linda Ström, Ásdís Gestsdóttir, Ævar Örn Ómarsson, Arnar Geir Gestsson, Guðrún Geirsdóttir, Ragnhildur Finnboga- dóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Guðbjartur Ingi Bjarnason, Margrét Bjarnadóttir, Guðbjörg Bjarnadóttir, Kristófer Bjarnason, Marinó Bjarnason, Jón Bjarnason, Ingibjörg Bjarnadóttir, Elín Bjarna- dóttir, Gestný Bjarnadóttir, Katrín Bjarnadóttir, Dagur Bjarnason, Ragnar Gísli Bjarnason, og aðrir aðstandendur. Elsku móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, Helga Guðrún Þorsteinsdóttir Hraunbæ 80, Reykjavík, lést 12 júlí. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 22. júlí kl.13.00. Helga Margrét Söebech Gunnar Örn Guðmundsson Þórður Freyr Söebech Guðmundur Örn Gunnarsson Helgi Valur Gunnarsson Jódís Þorsteinsdóttir Jón Níelsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður G. Antonsdóttir Sogavegi 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 22. júlí kl. 13. Birgir Guðmundsson Ásdís Guðnadóttir Bragi Guðmundsson Margrét Gísladóttir Anton Örn Guðmundsson Guðný Björgvinsdóttir Sigurjón Guðmundsson Kristín Gunnarsdóttir Stefán Guðmundsson Stefanía Muller barnabörn og barnabarnabörn GUÐNI BERGSSON KNATTSPYRNUMAÐUR ER FERTUGUR Aldurinn hljómar betur á ensku www.steinsmidjan.is GUÐNI BERGSSON Naut síðustu stundanna á fertugsaldrinum með svalandi drykk úti í garði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.