Fréttablaðið - 21.07.2005, Side 25
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 8
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er fimmtudagur 21. júlí,
202. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 3.59 13.34 23.07
AKUREYRI 3.20 13.19 23.15
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Ásgeir Kolbeinsson, dagskrárstjóri FM
95,7 og Popptíví, hefur einfaldan
smekk á fötum og gengur helst í galla-
buxum og skyrtu eða peysu.
„Það sem ég gæti ekki lifað án í fataskápnum
mínum eru gallabuxur. Ég nota gallabuxur
níutíu prósent af tímanum og á ein tíu pör,“
segir Ásgeir sem segir einfalda ástæðu vera
fyrir því. „Þær passa bara svo vel við öll tæki-
færi.“
„Ég er mikið í Diesel-gallabuxum því þær
hafa verið að passa vel upp á síðkastið. Ég
myndi segja að ég eigi þrennar gallabuxur
sem eru í sérstöku uppáhaldi; tvennar Diesel
og einar frá Gap. Gallabuxur endast rosalega
vel en ég er ekki alveg nógu duglegur að end-
urnýja þær. Ég kaupi föt í rispum,“ segir Ás-
geir. Ásgeiri finnst leiðinlegt að kaupa föt og
vill helst gera það á sem stystum tíma. „Ég fer
yfirleitt inn í búðir og segi afgreiðslumannin-
um frá því sem mig vantar og hann reddar
því. Þess vegna finnst mér mjög gott að versla
í GK því þar er einn afgreiðslumaður Bóas
sem sér um allt fyrir mig. Ég segi honum bara
hvað ég vil og hann reddar því á örskots-
stundu og veitir mér rosalega góða þjónustu.“
„Ég er líka rosalega mikil kerling í skómál-
um. Ég á mjög mikið af skópörum og tek al-
gjört kaupæði í þeim málum þar sem ég kaupi
þrjú pör í einu og síðan kaupi ég ekkert í
nokkra mánuði. Ég á líka nóg af skyrtum og
peysum þannig að það má segja að ég hafi
mjög einfaldan smekk,“ segir Ásgeir.
lilja@frettabladid.is
Gallabuxur passa við allt
tiska@frettabladid.is
Tónlistarmaðurinn Damon
Dash hefur sett á markað
lúxusúralínu fyrir verulega ríkt
fólk. Línan heitir Tiret watches
og kosta frá tæplega tveimur
milljónum króna en sérhönnuð
úr kosta talsvert mikið meira.
Talið er að úr tónlistarmannsins
Usher sem var sérhannað með
gulum og svörtum demöntum
hafi kostað eina milljón punda
sem samsvarar 114 milljónum
íslenskra króna. Línan er hönn-
uð af Damon og skartgripa-
hönnuðinum Daniel Lazar og
fæst í Harrods í London.
Formúlu eitt
stjórinn og al-
þjóðlegi
glaumgosinn
Flavio Bri-
atore
ætlar
að
setja
á
markað sína eigin tískulínu.
Línan heitir Billionaire Couture
og er fyrir þá sem eru með
ansi þykkt veski. Flavio ætlar að
nota ekta gull í skyrtur og galla-
buxur sem kosta frá tæplega
sextíu þúsund krónum upp í
rúmlega hundrað þúsund krón-
ur. Sérsaumaðar skyrtur og
jakkar verða á rúmlega þrjátíu
þúsund upp í tæplega sjö
hundruð þúsund. Flavio hannar
línuna með Angelo Galasso.
Fyrrum au pair Guess-hönnuð-
arins George Marciano, Eliza-
beth Eichelman, hefur kært
hönnuðinn fyrir kynferðislega
áreitni. Hún heldur því fram að
hann hafi rekið sig eftir að hún
neitaði að sofa hjá honum fyrir
sex hundruð dollara, eða tæp-
lega fjörutíu þúsund krónur.
Elizabeth heldur því fram að
George hafi snert hana á óvið-
eigandi stöðum og reynt að
setja hendi sína á getnaðarlim
hans. Talsmaður Georges vísar
ásökununum á bug og kveðst
ekki haft neina kynferðislega
tilburði í frammi.
Ásgeir á tíu pör af gallabuxum og er eiginlega alltaf í gallabuxum.
LIGGUR Í LOFTINU
í tísku
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ o.fl.
KRÍLIN
Er gúllas búið
til úr kúm
sem hafa
verið úti í
rigningunni?
Notaðir hlutir kitla ímyndundaraflið
BLS. 8
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is
Tískurisinn Versace ætlar að
opna tólf nýjar tískuverslan-
ir í Kína í sumar og haust
til að ná bita af kökunni í
ört stækkandi markaði fyrir
lúxusföt.
Þessi tilkynning kom stutt
eftir að Versace var sagt
vera mest þekkta lúxus-
merkið á meginlandi Kína í
rannsókn á vegum Bocconi
háskóla í Mílanó, virtasta
viðskiptaskóla á Ítalíu.
Sjö af þessum tólf verslun-
um verða Versace verslanir
en hinar fimm verða Ver-
sace Jeans Couture verslan-
ir. Nú þegar hafa þrjár
verslanir opnaðar í Kína og
eru þær hver annarri glæsi-
legri í gráum og hvítum lit
alsettar marmara og kristal.
ÞÚ GETUR PANTAÐ
SMÁAUGLÝSINGAR
Á visir.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
ÁL
L
B
ER
G
M
AN
N
Versace er þekkt fyrir fágaða
og klassíska hönnun.
Tólf nýjar Versace verslanir
TÍSKURISINN HEFUR OPNAÐ ÞRJÁR VERSLANIR Í KÍNA OG
ÆTLAR AÐ OPNA NÍU TIL VIÐBÓTAR.