Fréttablaðið - 21.07.2005, Side 26

Fréttablaðið - 21.07.2005, Side 26
Hattar Hattatískan nær aldrei að festa sig í sessi á Íslandi en alveg að ástæðulausu því hattar geta verið höfuðprýði og skemmtilega hressandi aukahlutur. Málið er að þora og hafa í huga að það er ekki samasem merki milli hatta og breskra hástéttakerlinga.[ ] Sólgleraugu me› styrkleika 9.900,-a›eins • 3-ja mán. skammtur • linsuvökvi • linsubox3.500,- a›eins Linsutilbo› Sólgleraugu á tilbo›i! Laugavegi 62 sími 511 6699 www.sjon.is sjon@sjon.is Gar›atorgi sími 511 6696 Útsalan í fullum gangi, 30 – 70 % afsláttur Laugavegi 70 www.hsh.efh.is Íslensk hönnun Mikið úrval af barnahúfum Inga Stefánsdóttir keypti þetta pils á leið í inntökupróf fyrir sjö árum og hefur notað það mikið síðan. Ingu Stefánsdóttur óperusönkonu finnst gaman að klæða sig upp við skemmtileg tækifæri og hún á eitt pils sem hún keypti sér í Dýrinu fyrir allmörgum árum sem er í algjöru uppáhaldi. Pilsið er svart, með klassísku sniði og rauðri mynd af tré áprentuðu framan á. „Þegar ég var á leið í áheyrn- arprófið í Royal Academie of Music í London fyrir um það bil sjö árum árum langaði mig að klæðast einhverju fallegu og óvenjulegu sem mér liði vel í. Ég fór á búðarráp og endaði með að kaupa mér þetta pils í versluninni Dýrinu sem var og hét og hef ekki séð eftir því eina mínútu. Pilsið hefur algjörlega staðið fyrir sínu síðan. Ég klæðist því reglulega með einhverju nýju við og ætli ég verði ekki að segja að þetta séu ein bestu fatakaup sem ég hef gert.“ Að því er ekki að spyrja, Inga brilleraði í áheyrnarprófinu klædd pilsinu góða og komst inn í akademíuna og stundaði þar nám næstu þrjú árin. Eftir útskrift starfaði Inga um skeið í London en kom svo heim fyrir tveimur árum og hefur fengist við sitt lítið af hverju síðan. Um þessar mundir á söngleik- urinn Kabarett, sem verður frumsýndur 4. ágúst, hug hennar allan. Í Kabarett setur Inga sig í hlutverk einnar af Kabarettmeyj- um Kit Kat klúbbsins í Berlín árið 1932 og þegar frí gefst frá æfingum syngur Inga í brúð- kaupum út um allan bæ, sinnir sonum sínum tveimur og nýtur lífsins. Sokkabönd eru eitt það kynþokka- fyllsta sem konur geta skartað en eftir að sokkabuxurnar voru fundn- ar upp hefur notkun á sokkabönd- um dalað verulega. Þó notkunin sé ekki eins mikil og í gamla daga þá eru sokkabönd klassík í nærfata- bransanum og verða stundum tískubóla. Í dag eru sokkaböndin mun meira áberandi en oft áður og ungar stúlkur eru farnar að sýna sokkaböndunum verðskuldaða athygli. Sokkabönd eru ýmist til sem sérflík eða áföst á nærbuxur og blúnduefni er langalgengast. Litaúrvalið er líka breytt og svo er hægt að vera í ýmsum gerðum af sokkum við. Séu draumasokkarnir ekki til er lítið mál að klippa sokka- buxur og smella afklipptu sokk- unum í sexí sokkaböndin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Trépilsið langbestu kaupin Inga Stefánsdóttir óperusöngkona á sér uppáhaldspils sem er ekki nýtt. Sokkabönd eru últrasexí Blúnduefni er algengasta efnið þegar sokkabönd eru annars vegar. Haldari kr. 2.513, nærbux- ur kr.1253, sokkabönd kr. 1.393, útsala Haldari kr. 3.590, nær- buxur með sokkabönd- um kr. 2.990 Haldari kr. 3.790, nær- buxur kr. 1.590, sokka- bönd kr. 2.390 Haldari kr. 2.303, nærbuxur með sokkaböndum kr. 1.743, útsala

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.