Fréttablaðið - 21.07.2005, Side 31
7FIMMTUDAGUR 21. júlí 2005
heimilið }
Aldrei aftur týnt
vegabréf
HVAR Í HÚSINU Á AÐ GEYMA LITLU
HLUTINA SEM MAÐUR VILL EKKI
TÝNA OG GETA GENGIÐ AÐ ÞEGAR Á
ÞARF AÐ HALDA?
Hversu oft hefur þú lent í að finna
ekki vegabréfið kvöldið áður en lagt
er af stað til útlanda. Eða lykilinn að
sumarbústaðnum sem er bara ekki
við hæfi að
hafa alltaf á
kippunni.
Við eigum
alls konar
smádót sem er mjög
mikilvægt að halda til
haga hér eru nokkrar
grundvallarreglur sem hafa ber í
huga þegar því er fundinn staður.
1. Fyrsta regla er að geyma lítinn
hlut í einhverjum stærri. Litlu hlutirnir
týnast en stórir hlutir gera það ekki
svo glatt. Til dæmis er gott að taka
gamla ferðatösku og setja þar allt
mikilvægt og draga hana síðan fram
þegar eitthvað er týnt. Þó þarf að
passa að hafa töskuna eða geymslu-
hirsluna ekki of stóra til að litlir hlutir
týnist ekki inni í henni.
2. Ekki finna
upp á of góð-
um stað. Ef þú
hefur aldrei
hugsað um
þennan „góða“
stað áður eru
líkur á því að
þú hugsir
aldrei um
hann aftur og allra síst þegar þú ert
að reyna að muna hvar hann er.
Reyndu frekar að velja stað á stað
sem þú ert alltaf að nota. Til dæmis
undir bakkanum í hnífaparaskúffunni.
3. Skrifaðu niður hvar þú geymir
hlutina. Gott er að halda geymslu-
dagbók þar sem þú skráir hvar þú
setur hlutina. Ef þú ert hrædd/-ur um
að týna geymsludagbókinni er hægt
að hafa hana á alveg föstum stað, til
dæmis í tölvunni. Algjör þumalputta-
regla er þó að geyma ekki geymslu-
dagbókina á sama stað og hlutina
sem skráðir eru í hana.
4. Ekki læsa hluti inni. Þótt það virð-
ist góð hugmynd að hafa mikilvæga
hluti inni í peningaskápum eins og í
Hollywood-myndunum þá er hægt
að leysa málið á mun einfaldari hátt
og án þess að þurfi að halda lykli til
haga eða muna talnaröð.
5. Ekki geyma mikilvæga smáhluti
innan um aðra ómerkilegri smáhluti.
Til dæmis er mjög óskynsamlegt að
geyma sérstöku varaskrúfuna fyrir
nýju myndavélina á sama stað og
skrúfurnar þú
keyptir á þrjár
krónur í Kolaport-
inu. Betra er að
geyma samtíning
af sérstöku dóti
saman en að
geyma sérstaka
dótið innan um
ómerkari skyld-
menni sín.
Ljósmyndavörur Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 og Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850 ı Myndsmi›jan Egilsstö›um
ENGRI LÍK! Finepix F10 hefur teki› næsta skref í stafrænni ljósmyndun.Me› ljósnæmi allt a› ISO 1600 í fullri upplausn!
Miklu minni líkur á hreyf›um myndum.
Ótrúleg flassdrægni.
Margfalt lengri rafhlö›u ending, allt a› 500 skot!
Eldsnögg a› kveikja - 1,3 sek og tökutöf 0,01 sek.
Finepix F10
6.3M Super CCD
3X linsua›dráttur
2.5 tommu skjár
ISO allt a› 1600
Ver› kr. 49.900
N‡ kynsló› af Super CCD
www.ljosmyndavorur.is
Verð frá 95.800 kr.
Robomow frá Friendly Robotics
Robomow slær grasið, ekki þú
Vinnur í sól jafnt sem regni, hvenær dags sem er
Fjarlægir og vinnur gegn mosa
Slær grasið í smátt kurl sem hverfur í svörðinn
Engin þörf að raka og hirða grasið
Örugg, hljóðlát og einföld í notkun
Fáanleg með hleðslustöð, tímastilli, þjófavörn og fleira
Mjög hentug í sumarbústaðinn
Krossgötur ehf Listhúsinu Engjateig 17-19 Reykjavík
“Jú elskan,
ég er að slá”
Robomow
Friendly Robotics
RL 350
RL550
RL 850
RL 1000
Símar: 892-0999 699-4070
Lýsing skiptir miklu máli á heim-
ilinu og falleg ljós geta verið mik-
il heimilisprýði. Hjá bandaríska
framleiðandanum Lampa má fá
fallega hannaðar ljósakrónur,
veggljós og lampa. Útilitið minnir
á látlausa hönnun fjórða og
fimmta áratugarins en inn á milli
er að finna skrautlegri og nútíma-
legri ljós úr blásnu gleri og stáli.
Allar vörurnar eru handunnar og
borðlamparnir eru margir hverjir
þannig útbúnir að það kviknar á
þeim við snertingu.
Heimasíða Lampa er einstak-
lega skemmtieg og þar er hægt að
skoða allar þær vörur sem Lampa
býður upp á. Þar er líka hægt að
panta vörurnar og fá þær sendar
til sín um hæl. Slóðin er
www.lampa.com.
Leikandi ljós og lampar
Bandaríski framleiðandinn Lampa framleiðir skemmtileg ljós
fyrir heimilið.
Veggljós úr stáli og handblásnu gleri.
Minnir einna helst á kolkrabba.
Látlaus hönnun sem minnir á gamla tíma.
Loftljósin fást í ýmsum stærðum og gerðum.
Fallegir þráðlausir borðlampar sem kvikn-
ar á við snertingu.
Þetta fallega loftljós fæst í nokkrum útgáfum. Úr hlyni, kirsuberjaviði og hvítu líni.
» BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ
Á FIMMTUDÖGUM
NEWLYWEDS
SUNNUDAGA KL. 21:00