Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2005, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 21.07.2005, Qupperneq 55
FIMMTUDAGUR 21. júlí 2005 The Longest Yard með Adam Sandler er endurgerð tæplega þrjátíu ára gamallar myndar með Burt Reynolds. Paul Crewe var þá og er enn vandræðagemsi úr NFL- deildinni. Í nútímaútgáfunni lendir hann upp á kant við kærustu sína og rústar bílinn hennar með eftir- minnilegum hætti í beinni útsend- ingu. Þetta leiðir til þess að hann er settur í fangelsi með nokkrum af harðsvíruðustu glæpamönnum Bandaríkjanna. Ofan á allt er Paul fenginn til að setja saman ruðn- ingslið sem á að vera boxpúði fyrir fangaverðina. Paul nýtur þó lið- sinnis þjálfarans Nate Scar- borough og saman ná þeir að stappa stálinu í „leikmenn sína“. Ekki skemmir fyrir að þarna fá fangarnir kærkomið tækifæri til að berja aðeins á fangavörðum sín- um. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að fangar fá tækifæri til að borga fyrir sig. Eftirminnilegt er þegar Vinnie Jones mætti í heldur ófrýni- legt fangelsi og leiddi samfanga sína til sigurs í myndinni Mean Machine. Þá var það kannski held- ur ógeðslegra þegar ungu strák- arnir í Sleepers unnu bug á kvelj- urum sínum í ruðningi. Auk Sandlers og Reynolds fer vélbyssukjafturinn Chris Rock með stórt hlutverk í myndinni. Þá leikur James Cromvell fangelsis- stjórann og rapparinn Nelly leikur þarna sitt fyrsta stóra hlutverk á hvíta tjaldinu. ■ ROCK, REYNOLDS OG SANDLER Þeir félagar reyna að stilla saman strengi samfanga sinna og fá þá til að sigrast á fangavörðunum. Fangar leiddir til sigurs Sambíóin hafa tekið til sýningar myndina The Perfect Man með Heather Locklear og unglinga- stjörnunni Hilary Duff. Myndin segir frá Jean Hamilton sem hef- ur alið dætur sínar tvær upp á eigin spýtur. Þær hafa aldrei liðið skort, allt er eins og það á að vera... ef undanskilin eru ástar- mál mömmunnar. Þannig er nefnilega mál með vexti að mamman virðist alltaf hitta einhverja lúða og neyðist til að flytja úr hverri borginni af fætur annarri svo hún jafni sig á ástarsorginni. Það kemur svo að því að elsta dóttirin Holly ákveður að stíga niður fæti. Hún reynir að gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir að fjöl- skyldan flytjist á brott einu sinni enn. ■ Hver er hinn full- komni eiginma›ur? HILARY DUFF OG HEATHER LOCKLEAR Holly reynir af öllum sálarkröftum að koma móður sinni í kynni við hinn fullkomna mann. Fyrir valinu verður Ben, frændi vinkonu hennar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.