Fréttablaðið - 10.08.2005, Blaðsíða 6
6 10. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR
Andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar eru farnir frá Vaði í Skriðdal:
Lögregla veitti mótmælendum eftirför
MÓTMÆLI Mótmælendum Kára-
hnjúkavirkjunar og álvers á
Reyðarfirði var veitt eftirför lög-
reglu eftir að þeir yfirgáfu Vað í
Skriðdal í fyrrakvöld að sögn
Birgittu Jónsdóttur talsmanns
mótmælenda í Reykjavík.
Þórir Oddsson aðstoðarríkis-
lögreglustjóri staðfestir að lög-
regla hafi fylgst vel með mótmæl-
endunum frá því að þeir yfirgáfu
Vað. Hins vegar segir hann engin
afskipti verið höfð af mótmælend-
unum á ferð þeirra.
Ragnar Aðalsteinsson lögmað-
ur telur aðgerðir lögreglu óheim-
ilar án dómsúrskurðar. „Ég tel
þetta heimildalaus afskipti af
frjálsum borgurum, hafi málið
ekki verið lagt fyrir dómara og
hann ákveðið að takmarka ferða-
frelsi þeirra,“ segir Ragnar.
Þórir segir hins vegar skýrar
heimildir fyrir því að lögregla
megi fylgjast með borgurum að
gefnu tilefni. „Mótmæli fólksins
fóru ekki friðsamlega fram og yf-
irlýsingar voru gefnar út um að
halda ætti uppteknum hætti. Mál-
inu er því alls ekki lokið,“ segir
Þórir. - ht
Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar eru á faraldsfæti:
Flestir komnir til Reykjavíkur
MÓTMÆLI Mótmælendur Kára-
hnjúkavirkjunar og álvers á
Reyðarfirði eru nú flestir komnir
til Reykjavíkur að sögn Birgittu
Jónsdóttur, talsmanns mótmæl-
enda í Reykjavík.
Mótmælendur hafa verið að
tínast frá Vaði í Skriðdal síðustu
dagana að sögn lögreglu á Egils-
stöðum en þar hafa þeir haldið til
í um tvær vikur eftir að þeim var
gert að yfirgefa tjaldbúðir sínar í
landi Valþjófsstaða við Kára-
hnjúka.
Hópur mótmælendanna fór
norður fyrir land að sögn Ólafs
Páls Gunnarssonar, eins mótmæl-
enda, sem staddur var á Mývatni
þegar Fréttablaðið náði tali af
honum í gær. Annar hópur fór
hins vegar suður fyrir land áleiðis
til Reykjavíkur að sögn Birgittu.
Ekki hefur verið tekin ákvörð-
un um hvort erlendum mótmæl-
endum verður vísað úr landi að
sögn Ragnheiðar Böðvarsdóttur,
forstöðumanns stjórnsýslusviðs
Útlendingastofnunar.
Erindi þess efnis barst frá
Sýslumanninum á Eskifirði eftir
að mótmælendurnir fóru inn á
byggingarsvæði álvers Alcoa á
Reyðarfirði í síðustu viku.
Ákvörðunar um hvort orðið verð-
ur við beiðninni er að vænta á
allra næstu dögum að sögn Ragn-
heiðar. - ht
Lending Discovery
gekk vonum framar
Allt gekk a› óskum flegar geimferjan Discovery lenti á herflugvelli í Kaliforn-
íu í gærmorgun. firátt fyrir vel heppna›a lendingu ver›ur nú gert ótímabund-
i› hlé á›ur en næstu geimferju ver›ur skoti› á loft.
GEIMFERÐIR Geimferjan Discovery
sneri aftur til jarðar í gær eftir
fjórtán daga spennuþrunga ferð.
Óvíst er hvenær geimferjurnar
fara aftur út í himingeiminn því
ekki liggur fyrir hver rót erfið-
leikanna við flugtak þeirra er.
Lendingar geimferjunnar Dis-
covery hefur verið beðið með
óttablandinni eftirvæntingu
síðustu daga, ekki síst vegna
skakkafalla í flugtakinu 26. júlí,
svipuðum þeim og urðu Kólumbíu
að fjörtjóni í febrúar 2003 þegar
hún fórst með sjö manna áhöfn.
Lendingu í Flórída á mánudags-
morgun var frestað vegna skýja-
þykkni og í gær varð þrumuveður
yfir Canaveral-höfða til þess að
ákveðið var að flytja lendinguna
til Edwards-herflugvallarins í
Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníu.
Klukkan 5.11 að staðartíma (12.11
að íslenskum tíma) lenti svo geim-
ferjan í náttmyrkrinu.
„Til hamingju með sérstaklega
glæsilegt flug,“ sagði stjórnstöð
bandarísku geimferðastofnunar-
innar NASA þegar ferjan hafði
numið staðar. „Við erum fegin að
vera komin heim og við óskum
öllum sem þátt tóku í leiðangrin-
um til hamingju með vel unnið
verk,“ svaraði Eileen Collins,
leiðangursstjóri Discovery.
Skömmu eftir lendingu skoðaði
áhöfnin farkostinn og var ekkert
sem benti til annars en að allt
væri í góðu lagi.
Engu síður ítrekaði Michael
Griffin, forstjóri NASA, í gær að
óvíst væri hvenær geimferjum
stofnunarinnar yrði skotið út í
geiminn á ný. Á meðan ekki ligg-
ur fyrir hvers vegna hitahlífar
falla af eldsneytisflaugum geim-
ferjanna, eins og gerðist hjá
Discovery 26. júlí og hjá Kól-
umbíu 2003, verða þær látnar
halda kyrru fyrir.
Þótt allir hefðu glaðst innilega
yfir vel heppnaðri lendingu þá
urðu fjölskyldur geimfaranna
sem biðu á Flórída fyrir örlitlum
vonbrigðum með að ferjan skyldi
ekki lenda þar. Í dag verða hins
vegar kærkomnir endurfundir
ástvinanna í Houston, Texas.
Sjálf geimferjan verður aftur
á móti í viku til viðbótar í Kali-
forníu en síðan verður henni
komið fyrir ofan á Boeing 747-
flugvél sem flytur hana í heima-
höfn á Canaveral-höfða.
sveinng@frettabladid.is
BAGDAD, AP Lögmenn Tariq Aziz,
fyrrverandi utanríkisráðherra
Íraks, lýstu því yfir í gær að hann
myndi ekki bera vitni gegn
Saddam Hussein í réttarhöldun-
um sem senn fara í hönd.
Aziz var einn nánasti sam-
starfsmaður Hussein á valdatíma
hans og bíður hann sjálfur réttar-
halda fyrir þátt sinn í grimmdar-
verkum ógnarstjórnar Baath-
flokksins.
Íraskir uppreisnarmenn héldu
uppteknum hætti í landinu í gær.
Sautján manns féllu í fjölmörgum
sprengjuárásum, þar á meðal
bandarískur hermaður. ■
LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögregl-
unnar í Kópavogi leiddi hana á
slóð fimmtán ára pilts sem hefur
viðurkennt að hafa hringt í unga
drengi í símasjálfsala utan við
Smáralind síðastliðinn föstudag
og viðhaft dónalegt orðbragð.
Hann hefur ekki komið áður við
sögu lögreglu. Hann hefur áður í fé-
lagi við jafnaldra sína hringt í síma-
sjálfssala til að kanna viðbrögð
fólks sem svarar. Hann sagði að
fyrst og fremst hefði verið um fífla-
skap að ræða. - grs
Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100
(svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16).
Ver› á mann í tvíb‡li á Munch Tulip Inn Rainbow
21.-23. okt., 11.-13. nóv., 10.-12. des., 20.-22. jan., 3.-5. feb. og 17.-19. mars.
Innifali›: Flug, gisting, morgunver›ur, flugvallarskattar og fljónustugjöld.
www.icelandair.is/oslo
Flug og gisting í tvær nætur
Verð frá 34.990 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
IC
E
29
01
3
0
8/
20
05
Osló
VR orlofsávísun
Munið ferða-
ávísunina
Nú geta handhafar Vildarkorts Visa og
Icelandair notað 10.000 Vildarpunkta
sem 5.500 kr. greiðslu upp í fargjaldið.
Var rétt af KEA að meina fram-
kvæmdastjóra sínum að fara í
fæðingarorlof?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Eiga Íslendingar að standa við fram-
boð sitt til öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
62,8%
37,2%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
LÖGREGLUFRÉTTIR
NEPAL
Á SJÖUNDA TUG LÁTNIR Tals-
menn nepalska hersins sögðust
í gær hafa fundið lík fjörutíu
félaga sinna sem féllu í átökum
við uppreisnarmenn úr röðum
Maóista í vesturhluta landsins
fyrir skemmstu. Uppreisnar-
mennirnir segjast sjálfir hafa
misst 26 menn í orrustunni sem
er sú blóðugasta síðan Gyan-
endra konungur hrifsaði til sín
öll völd í landinu fyrir um hálfu
ári síðan.
TJALDBÚÐIR FELLDAR
Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar komu
sér upphaflega fyrir í landi Valþjófsstaða
við Kárahnjúka en var gert að fella tjald-
búðir sínar þar. Nýjar tjaldbúðir voru í kjöl-
farið reistar í landi Vaðs í Skriðdal.
SMÁRALIND Fimmtán ára piltur stóð að
hringingu sem talin var að kynni að vera
frá kynferðisafbrotamanni.
Atvik í Smáralind:
Hrekkur
15 ára pilts
SÖKK Í HÖFNINNI Gamall plast-
bátur með utanborðsmótor sökk
við bryggju í smábátahöfninni í
Vestmannaeyjum í gærmorgun.
Hafnarverðir töldu lítið mál að ná
bátnum upp með krana en lentu í
vandræðum þar sem báturinn var
ómerktur og ekki vitað hver átti
hann. Lögregla hafði uppi á eigand-
anum sem var utanbæjar og kvaðst
eigandinn láta hífa bátinn upp.
VESTMANNAEYJAR
KOMINN TIL JARÐAR Áhyggjur manna af erfiðleikum í lendingu Discovery vegna skakkafalla í flugtaki reyndust með öllu ástæðulausar.
ELDUR Í DRÁTTARVÉL Eldur kom
upp í dráttarvél í Fljótshlíð um
fjögurleytið í fyrradag. Einn
maður var í dráttarvélinni þeg-
ar eldsins varð vart en hann
hafði rétt bakkað henni út úr
fjósi að sögn lögreglunnar á
Hvolsvelli. Slökkvilið Rangár-
vallaskýrslu var kallað á
staðinn til að slökkva eldinn og
gekk það bæði fljótt og vel fyr-
ir sig.
ÓKU OF HRATT Níu ökumenn
voru teknir fyrir of hraðan
akstur í sameiginlegu umferð-
areftirliti lögreglu á Dalvík og
Ólafsfirði í fyrradag. Margir
þeirra eiga von á háum sektum
fyrir hraðaksturinn en verið er
að endurnýja klæðningu þar
sem þeir voru stöðvaðir og há-
markshraði því fimmtíu kíló-
metrar. Margir keyrðu langt
yfir þeim mörkum að sögn lög-
reglunnar.
Glæpir Saddams:
Aziz neitar
a› bera vitni
MÓTMÆLENDUR KOMNIR TIL REYKJAVÍKUR Flestir mótmælenda Kárahnjúkavirkjunar eru
nú komnir til Reykjavíkur og hyggja á frekari mótmælaaðgerðir næstu daga. Meðal þeirra
er stór borði sem hengdur var upp við kaffi Hljómalind í gær.
M
YN
D
/A
P