Fréttablaðið - 10.08.2005, Page 10

Fréttablaðið - 10.08.2005, Page 10
10 10. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Tugir mótmæla því að heitavatnsnotkun húseigenda í Hrísey verði mæld: Sumarhúsaeigendur og eyjarskeggjar ósáttir HITAVEITA Rúmlega sextíu íbúar og sumarhúsaeigendur í Hrísey hafa sent bæjaryfirvöldum á Akureyri erindi þar sem áformum Norður- orku um uppsetningu rennslis- mæla vegna hitaveitu er mót- mælt. Húseigendur í Hrísey kaupa nú ákveðið magn af heitu vatni sem þeir ákveða sjálfir ár- lega en hemlar á heitavatnskerf- inu eiga að koma í veg fyrir um- framnotkun. Björgvin Pálsson er einn þeirra sem andsnúnir eru breyt- ingunni og telur hann að kostnað- ur sumra húseigenda aukist þegar rennslismælar verða teknir upp. „Við viljum fá meiri upplýsingar um hvaða áhrif breytingin hefur í för með sér og okkur finnst aðlög- unartíminn of stuttur en breyting- in á að taka gildi í næsta mánuði,“ segir Björgvin. Franz Árnason, forstjóri Norð- urorku, segir Hríseyinga notast við gjaldskrárkerfi sem aflagt var á Akureyri fyrir tuttugu árum. „Það fellur enginn kostnaður á húseigendur vegna uppsetningu mælanna en tilgangurinn með breytingunni er að húseigendur í Hrísey og á Akureyri sitji við sama borð,“ segir Franz. - kk Hreinsað út úr fjárhirslum banka í þaulskipulögðu bankaráni í Brasilíu: Hurfu me› fjóra milljar›a BRASILÍA Bankastarfsmenn eins stærsta útibús Banco Central í borginni Fortaleza í Brasilíu urðu furðu lostnir þegar þeir uppgötvuðu, er þeir mættu í vinnu sína á mánudag, að fjár- hirslur bankans voru tómar en í þeim voru geymdar rúmlega fjórir milljarðar króna. Um er að ræða eitt bíræfn- asta bankarán í sögu landsins en þjófarnir skipulögðu glæpinn af mikilli nákvæmni. Þeir leigðu sér húsnæði ná- lægt bankanum og þóttust vera garðyrkjumenn og gátu þannig gefið skýringar á talsverðum jarðvegsflutningum. Í ljós kom að þeir höfðu graf- ið áttatíu metra göng frá húsi sínu að fjárhirslum bankans. Sérstyrktir steypuveggir hvelf- ingarinnar komu að litlu haldi og fullkomið þjófavarnarkerfi varð ekki vart við gjörninginn. Þó náðust einhverjar myndir í öryggismyndavélum bankans sem lögregla rannsakar nú. ■ Jafn réttur samkyn- hneig›ra er sjálfsag›ur Bjarni Benediktsson segir löngu tímabært a› breg›ast vi› kröfum samkyn- hneig›ra um rétt til víg›rar hjónavígslu og ættlei›inga á vi› gagnkynhneig›a. Kirkjunnar menn eru flestir sammála um a› jafna beri rétt samkynhneig›ra. JAFNRÉTTI „Það þurfa að vera mjög sterk rök sem mæla gegn því að skrefið verði stígið til fulls og ég tel að allar þær rannsóknir sem gerðar hafi verið bendi til þess að þau rök séu ekki til,“ segir Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formað- ur allsherjarnefndar, þegar hann var spurður hvort samkyn- hneigðir ættu að njóta réttinda til vígðrar hjónavígslu og ætt- leiðinga á við gagnkynhneigða. Hann telur löngu tímabært að bregðast við kröfum samkyn- hneigðra þó mörg mikilvæg skref hafi verið tekin á undan- förnum árum. Jón Helgi Þ ó r a r i n s s o n prestur í Lang- holtskirkju og formaður nefnd- ar á vegum bisk- ups, sem hefur til umræðu mál- efni samkyn- hneigðra innan þjóðkirkjunnar, segir að meðal presta ríkji al- mennur vilji fyrir því að rétta hlut samkyn- hneigðra. „Þó eru sumir innan kirkjunar sem vilja stíga varlega til jarðar í þessum efnum,“ segir Jón Helgi. Sigursteinn Másson, varafor- maður samtakanna '78, segir að nú sé aðeins spurningin hvort kirkjan eða löggjafavaldið verði fyrri til að stíga skrefið til fulls og veita sam- kynhneigðum rétt til vígðrar hjónavígslu. Hann bendir á að á Spáni þar sem löggjafavaldið hafi tekið frumkvæði í þessum málum hafi nú áunnist stuðningur meiri- hluta presta fyrir slíkum vígslum. Jón Helgi segir að kenningar- nefnd á vegum kirkjunar skili áliti til biskups um það hvernig þjóð- kirkjan geti orðið við ósk samkyn- hneigðra um formlega hjónavígslu en ekki er ljós hvenær það álit liggur fyrir. Hann segir að hins vegar hafi réttur samkynhneigðra til ættleiðinga ekki verið mikið ræddur innan kirkjunnar enn sem komið er. Gunnar Þorsteinsson, for- stöðumaður Krossins, segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með yfirlýsingar félagsmálaráð- herra um síðustu helgi. Hann seg- ir að um forréttindabaráttu sé að ræða en ekki jafnréttisbaráttu. „Til er fólk sem vill fá aðra af- brigðileika kynlífs viðurkennt, hvað verður þá um þeirra rétt?“ spyr Gunnar. jse@frettabladid.is STUND Á MILLI STRÍÐA Björgunarmenn bíða átekta við námuna. Námuverkamennirnir: Litlar líkur á björgun PEKING, AP Enn hefur ekki tekist að bjarga á annað hundrað verka- mönnunum úr kolanámunni í Gu- angdong-héraði í Suður-Kína sem fylltist af vatni á sunnudaginn. Mikið vatn er enn þá í göngun- um og hefur gengið illa að dæla því á brott. Líkurnar á því að mennirnir náist á lífi fara því þverrandi. Eigendur námunnar höfðu ekki tilskilin leyfi til rekstrar hennar og því flýðu þeir héraðið þegar fregnir bárust af slysinu. Stjórn- völd leita þeirra nú ákaft enda telja þau þá hafa vanrækt að tryggja öryggi starfsmanna sinna. Stjórnendurnir eru auk þess þeir einu sem vita nákvæm- an fjölda þeirra sem eru í námunni. ■ M YN D /A P Ríkustu og frægustu Íslendingarnir borga skatt í útlöndum Engir skatta- kóngar á Íslandi! NOREGUR FULLIR VIÐ FERJUSTJÓRN Lögreglan á Norðurmæri hand- tók um helgina þriggja manna áhöfn ferjunnar Edøy sem sigl- ir á milli Molde og Sekken. Var það gert eftir athugun sem leiddi í ljós að áhafnarmeðlim- irnir voru allir ölvaðir. Sam- kvæmt heimildum Aftenposten voru mennirnir nýkomnir úr gleðskap. Heldur var fámennt um borð, aðeins tveir farþegar og einn bíll. Samt sem áður er er málið litið alvarlegum aug- um. MET Í SMÁSKILABOÐUM Fáar þjóðir senda jafn mörg texta- og myndskilaboð og Norðmenn. Sérstaklega hafa sendingar myndskilaboða auk- ist mikið. Aftenposten hermir að viðskiptavinir Telenor og Netcom, tveggja stærstu síma- fyrirtækja landsins, hafi sent 35 milljónir myndskilaboða fyrstu sex mánuði þessa árs og 1,86 milljarða smáskilaboða. SUÐUR-AMERÍKA HANDTEKINN Í ARGENTÍNU Einn hershöfðingja Bosníu- Serba sem verið hefur á flótta í tæp fimmtán ár var handtekinn í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, í fyrradag. Hers- höfðinginn Milan Lukic hefur verið ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni vegna morða á múslimum í Bosníustríðinu. SUMARHÚS Í HRÍSEY Forstjóri Norðurorku segir einu nothæfu heitavatnsholuna í Hrísey viðkvæma fyrir innrennsli sjávar og því skynsamlegt að nota ekki meira heitt vatn en nauðsyn krefur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M G U N N AR SS O N GAY PRIDE-GANGA Flestir virðast vera sammála um að aðeins sé spurning um hvenær samkynhneigðir njóti sömu réttinda og gagnkynhneigðir. BJARNI Engin rök gegn því að stíga skrefið til fulls. ÁGÆTT TÍMAKAUP Þeir tíu sem brasilíska lögreglan telur standa á bak við stærsta banka- rán sem framið hefur verið í landinu höfðu rúma fjóra milljarða upp úr krafsinu fyrir tveggja vikna vinnu. Í GÓÐRA VINA HÓPI Fílakálfurinn Bongi var boðinn velkominn í hóp fílanna í dýra- garðinum í Wuppertal, Þýskalandi, í gær. Þótt Bongi virðist harla smár er hann samt 178 kíló. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.