Fréttablaðið - 10.08.2005, Síða 14

Fréttablaðið - 10.08.2005, Síða 14
Óvenjulegar veiðar í Skagafirði: Hafsíld húkku› á færi Jón Eiríksson, Drangeyjarjarl og skipstjóri hjá Drangeyjarferðum, var heldur betur hissa þegar leið- sögumaður fjögurra manna ferða- mannahóps húkkaði hafsíld um borð í skip hans á dögunum. „Það hefur nú ekkert orðið vart við síld hérna og mér fannst skrítið að hann skyldi veiða þetta á færi,“ segir Jón hressilega en síldin góða veiddist rétt fram af Hafnargarðin- um. Hann telur ekki víst að þetta sé til marks um að síldin sé að koma aftur. „Ég sá nú ekki vaðandi síld en það lóðaði þarna talsvert,“ segir Jón, sem veit til þess að síld hafi veiðst á færi en ekki í seinni tíð. „Hvort þetta er Norðansíldin skal ég ekki segja um enda fannst mér hún heldur lítil til þess,“ segir Jón, sem gladdist mjög að sjá síld í Skagafirði því hún hefur varla sést vaðandi þar síðan árið 1950. „Þá var mikið af henni og svartur sjór stundum,“ segir Jón en hann man til þess að hafa talið 73 síldarskip í firðinum þegar hann var ungur drengur á fjórða áratugnum. „Maður fær smá fiðring þegar maður sér svona,“ segir Jón hlæj- andi en segist þó engin vísindamað- ur í síldinni. - sgi 14 10. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR ÁSTKÆRA YLHÝRA Snu›ur á flræ›inum Snurða er orð sem fæstir taka sér í munn á hverjum degi, en það merkir hnökri á þræði. Að snurða sé hlaupin á þráðinn merkir þannig að vandamál hafi komið upp, einhvers konar Þrándur í Götu. Sögnin að snuðra merkir hins vegar að ganga þefandi um, eins og sporhundur, og er ekkert skyld snurðunni þótt hún sé hljóðfræðilegur nágranni. Það má kannski hugsa sér síhnusandi tík, sem dregur af því nafn, hlaupa með trýnið á bandspotta og segja að Snuðra hafi hlaupið á þráðinn, en það er í langsóttara lagi. Snurða hleypur á þráðinn. magnus@frettabladid.is „Það var greinilega beðið eftir henni,“ segir Dröfn Þórisdóttir út- gáfustjóri Eddu, um bókina Fuglar í náttúru Íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson en hún kom út í síðustu viku og hefur hlotið góðar viðtökur. Bókin er glæsileg eins og önnur verk Guðmundar Páls og salan hefur farið vel af stað. „Ég held að Íslend- ingar hafi alltaf meiri og meiri áhuga á fulgaskoðun og fuglum al- mennt,“ segir Dröfn, sem sjálf hefur gaman að því að skoða fugla og þá ekki síst endur. Bækur koma út allan ársins hring hjá Eddu en septemberútgáfan verð- ur óvenju glæsileg að þessu sinni og helgast af bókmenntahátíðinni sem þá er haldin í Reykjavík. „Það er von á nokkrum höf- undum og af því tilefni verður heilmikil veisla.“ Dröfn segir bókmenntahátíðina lyftistöng fyrir bókaheiminn á Íslandi og hlakkar til þess að berja rithöf- undana, sem margir eru heimsfrægir, augum. Starfs síns vegna les Dröfn fjölda bóka á hverju ári og oft- ast með augum útgefandans. Nú um stundir les hún bók sem væntanleg er í verslanir á haustdögum. Hún nefnist Skuggi vindsins og er að sögn í anda Í nafni rósarinnar eftir Umberto Eco. ■ Íslendingar hafa áhuga á fuglum HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? DRÖFN ÞÓRISDÓTTIR ÚTGÁFUSTJÓRI EDDU nær og fjær „Íslenskar landbúna›- arvörur eru í flessum flokki og flær eru mjög fituríkar.“ PÉTUR BLÖNDAL ALÞINGISMAÐUR Í FRÉTTABLAÐINU. „Ég fæddist flarna í hornherberginu.“ PÁLMI GESTSSON LEIKARI Í MORGUN- BLAÐINU. OR‹RÉTT„ “ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Minnsta útvarpsstö›in hefur stærsta hjarta› XA radíó er útvarpsstöð sem varpar út boðskap tólf spora kerfisins. Hún hefur verið starfrækt í nær tvö og hálft ár og reynst mörgum vel. Það var með XA radíó eins og svo margt annað í veröldinni að hugmyndin kviknaði í kolli eins manns og þótti slæm í fyrstu. Hann lét þó ekki deigan síga heldur efldist við andstreymið og tveimur vikum síðar var stöðin komin af stað. Þegar ljóst var að hugmyndin var ekki slæm heldur þvert á móti góð komu aðrir til hjálpar og síðan hefur tæpur tugur manna komið beint að starf- seminni og annar tugur veitt að- stoð. „Margir hafa látið vita að þeir hlusti og líki efnið vel,“ segir einn þeirra er koma að starfseminni. Hann bætir raunar við að mörg- um þyki skorta á að efnið sé end- urnýjað en endurtekningar eru tíðar á stöðinni. Dagskrá XA radíó sam- anstendur af ræðum fyrirlesara frá Bandaríkjunum og upplestri úr AA-bókunum. Efninu er ætlað að höfða til allra sem lifa eftir tólf spora kerfinu, ekki bara þeirra sem glíma við alkóhól- isma. Ræðurnar eru fluttar á ensku og þurfti sérstakt leyfi Út- varpsréttarnefndar til að fá að útvarpa þeim því gert er ráð fyrir að efni á íslenskum út- varpsstöðvum sé á íslensku. Umfang XA radíó er smátt í sniðum. Efni er hlaðið niður í tölvu í miðborg Reykjavíkur og því veitt í aðra tölvu í Breiðholti. Þaðan er það sent í sendinn á Vatnsendahæð, sem svo varpar því í viðtækin. Útsendingarnar nást á höfuðborgarsvæðinu, vest- ur á Snæfellsnes og suður á Reykjanes. Vonir standa til að hægt verði að stækka útsending- arsvæðið og er helst horft til Ak- ureyrar og nágrennis í þeim efn- um. XA radíó er rekið með hlið- stæðum hætti og AA-deildir. Pen- ingum er einvörðungu aflað til rekstrarins sjálfs, enginn afgang- ur á að verða – enginn hagnaður. Um eitt hundrað félagar leggja rekstrinum til peninga mánaðar- lega og nema framlögin frá 200 og upp í 2.000 krónur. XA radíó er ekki einasta ein- stök útvarpsstöð á Íslandi því hún á sér ekki fyrirmynd í heiminum. Hún gæti hins vegar orðið fyrir- mynd sambærilegrar útvarps- stöðvar í Danmörku þar sem ís- lenskir eldhugar hafa í hyggju að koma slíkri stöð á fót – alkóhólist- um og öðru tólf spora fólki til hagsbóta. bjorn@frettabladid.is LITLA STÖÐIN MEÐ STÓRA HJARTAÐ XA radíó er eina tólf spora útvarpsstöðin í heiminum en Íslendingar hafa í hyggju að starfrækja slíka stöð í Danmörku. HÚKKAÐA HAFSÍLDIN Jón Drangeyjar- jarl telur ólíklegt að síldin sé hin víðfræga Norðansíld, til þess sé hún of smá. Hann man þá tíð hins vegar er 73 síldarskip voru við síldveiðar á Skagafirði.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.