Fréttablaðið - 10.08.2005, Qupperneq 17
S enn líður að því að kosningabaráttan um setu í Öryggis-ráði Sameinuðu þjóðanna fyrir árin 2009-2010 hefjistfyrir alvöru. Íslendingar hafa sem kunnugt er tilkynnt
að þeir sækist eftir sæti í ráðinu, og var sú ákvörðun form-
lega tilkynnt árið 1998. Venjan hefur verið sú að norrænu rík-
in styðja hvert annað þegar um er að ræða setu í Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna og þannig hafa Íslendingar margoft
stutt aðrar Norðurlandaþjóðir í þessum efnum, og lagt sitt lóð
á vogarskálarnar til þess að viðkomandi ríki fái þar sæti.
Formleg tilkynning um framboð Íslands var enda gefin á
fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í tíð Halldórs Ás-
grímssonar utanríkisráðherra, þar sem hann talaði í nafni rík-
isstjórnarinnar undir forsæti Davíðs Oddssonar, núverandi
utanríkisráðherra.
Það liggur fyrir að hefðu Íslendingar ekki tilkynnt um
áhuga sinn á setu í Öryggisráðinu árið 1998 hefði röðin verið
komin að Finnum að sækjast eftir setu í ráðinu. Íslendingar
hefðu þá að sjálfsögðu stutt þá til setu í ráðinu eins og áður,
og síðan átt þess kost að freista þess síðar að fá sæti í ráðinu,
þegar hið svokallaða Norðurlandasæti yrði laust á ný.
Í vetur komu fram efasemdaraddir um að Íslendingar ættu
að standa við framboð sitt til setu í Öryggisráðinu, og voru
þar á ferð flokksmenn núverandi utanríkisráðherra. Ýmsir
tóku undir sjónarmið efasemdarmannanna, en segja má að þá
hafi verið orðið of seint að snúa til baka, ef Íslendingar ætl-
uðu að halda andlitinu í alþjóðasamstarfi, og þá sérstaklega í
samstarfi á vettvangi Norðurlandanna. Finnar myndu taka
það mjög óstinnt upp við Íslendinga ef þeir hættu við fram-
boðið. Finnar hafa mjög verið að sækja í sig veðrið á alþjóða-
sviðinu á undanförnum árum og lagt mikið upp úr því að vera
þar í sviðsljósinu. Það hefur verið eftir því tekið innan Evr-
ópusambandsins hvað Finnar hafa lagt sig í framkróka með
að standa sig í stykkinu þegar kemur að ábyrgðarstöðum og
forystu innan þess.
Í Fréttablaðinu í gær kom fram að Íslendingar hafa tryggt
sér þriðjung þeirra atkvæða sem þarf til að hljóta sæti í Ör-
yggisráðinu. Tekið hefur verið upp stjórnmálasamband við
fjölmörg ríki á undanförnum mánuðum, samtals 54 á tæplega
tveimur árum. Sendinefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum
hefur borið hitann og þungann af því starfi sem þessu fylgir
ásamt stjórnarerindrekum í utanríkisráðuneytinu í Reykja-
vík.
Verulegur kraftur hefur þó enn ekki verið settur í kosn-
ingabaráttuna að því er séð verður, og því er mikið verk enn
óunnið á þessum vettvangi. Þeim sem tóku ákvörðun um
framboðið á sínum tíma hlýtur að hafa verið ljóst að því
fylgdi töluverður kostnaður. Ef Íslendingar ætla ekki að snúa
við í miðri á og halda aftur til sama lands hlýtur að vera gert
ráð fyrir fjárveitingum til þessa verkefnis í fjárlagafrum-
varpi næsta árs, sem lagt verður fram eftir tæpa tvo mánuði.
Skömmu áður verður leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna
haldinn í New York, og þá þarf það að liggja alveg ljóst fyrir
hvernig þessum málum verður háttað.
10. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Fjölmörg ríki hafa þegar lýst stuðningi sínum við
framboð Íslands til setu í Öryggisráðinu.
Íslendingar ver›a
a› ákve›a sig
FRÁ DEGI TIL DAGS
Stökktu til
Rimini
11. eða 18. ágúst frá kr. 29.990
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til
Rimini 11. ágúst í 2 vikur eða 18.
ágúst í 1 eða 2 vikur. Njóttu lífsins
á þessum vinsælasta sumarleyfis-
stað Ítalíu. Bókaðu sæti og 4
dögum fyrir brottför færðu að vita
hvar þú gistir.
Síðustu sætin
29.990 í viku
/ 39.990 í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. hjón með 2
börn, 2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur
(ath. 11. ágúst er aðeins tveggja vikna
dvöl í boði). Flug, skattar, gisting og
íslensk fararstjórn.
39.990 í viku
/ 49.990 í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2 í
herbergi/stúdíó/íbúð í 1 eða 2 vikur
(ath. 11. ágúst er aðeins tveggja vikna
dvöl í boði). Flug, skattar, gisting og
íslensk fararstjórn.
Framboð umfram eftirspurn
Þær fréttir berast að Árni Páll Árnason
héraðsdómslögmaður hafi verið dug-
legur undanfarið við að kanna jarðveg
fyrir hugsanlegu framboði sínu á lista
Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi fyr-
ir næstu þingkosningar. Árni Páll er
sagður hafa hringt í fjölda fólks og
kannað hug þess til framboðs síns.
Kunnugir segja undirtektir flestra
vera á þá leið að framboðið sé
umfram eftirspurn. Árni Páll hefur
lengi verið samverkamaður Öss-
urar Skarphéðinssonar, fyrrum for-
manns Samfylkingar, og hafa
menn lengi búist við framboði
hans. Spurning hvort dræm við-
brögð við hugsanlegu framboði Árna
Páls séu í takt við fallandi fylgi eins
helsta samherja hans.
Ánægður með viðbrögðin
Einar K. Guðfinnsson vakti mikla at-
hygli um síðustu helgi þegar hann rit-
aði grein í Morgunblaðið og mælti til
þess að vaxtabótakerfið væri lagt nið-
ur í núverandi mynd enda sé það
ákaflega vont við núverandi ástæður.
Vakti greinin mikla athygli og mikil
viðbrögð. Viðbrögðin hafa glatt hann
enda segir hann á heimasíðu
sinni að þau hafi mestmegnis
verið góð, nema hjá Alþýðu-
sambandinu sem óttast að
niðurfelling kerfisins skaði
láglaunafólks. Einar ítrekar að
hjá því megi komast með því
að koma upp sparnaðar-
reikningum sem væru
bundnir og leiddu ekki
til efnahagslegrar
þenslu, sem nú sé að rústa fyrirtækj-
um og stífla nýsköpun um land allt.
Óvænt lausn skuldara
Ævintýrin í bókaútgáfu eru margvísleg.
Þannig má lesa á vef Bjarts að óvenju
skuldseigur áskrifandi að Neon-bóka-
röð útgáfunnar hafi komið á skrifstofu
Bjarts til að gera upp skuld sína með
óvenjulegum hætti. Sá hafi komið með
20 bækur, allar enn í plastinu og viljað
skila þeim gegn niðurfellingu skuldar-
innar. Þótti þeim skrýtið að áskrifand-
inn skyldi ekki hafa tekið meistaraverk-
in úr plastinu en töldu skýringuna þá
að viðkomandi hefði komist í bækurn-
ar hjá föður sínum sem er líka áskrif-
andi.
brynjolfur@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 –
prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
Í Bandaríkjunum er svo hart
deilt um rétt samkynhneigðra til
þess að ganga í hjónaband, að
liggur við að þjóðinni sé sundrað
í tvo álíka stóra hópa. Trúarof-
stækismenn hafa hafið baráttu
fyrir því að slíkt athæfi verði
bannað í stjórnarskránni. Þeim
er auðvitað jafnljóst og öðrum að
nær ómögulegt er að knýja fram
slíkt bann í stjórnarskrá, nema
um það ríki víðtæk sátt meðal
þjóðarinnar og vita vel að slík
sátt er ekki fyrir hendi og verður
ekki um fyrirsjáanlegan tíma.
Með andstöðu sinni við þetta
bæta þeir enn einu atriði við í því
stríði, sem kallað hefur verið
„cultural war“, eða átök lífsskoð-
ana. Fyrir eru á dagskrá þeirra
barátta gegn lögleiðingu fóstur-
eyðinga, takmörkun barneigna
og notkun smokksins. Þáttur í
þessari baráttu er krafa um skír-
lífi og takmörkun kynlífs við
hjónabandið. Margir þessara
hópa ofstækismanna eru jafn-
ákafir baráttumenn fyrir ótak-
markaðri byssueign þegnanna
og meðmæltir dauðadómum.
Samt kenna þeir þessa baráttu
sína við „helgi alls lífs“ og virð-
ingu fyrir því. Það nýjasta í þess-
ari „menningarherferð“ er að
krefjast þess að sköpunarsaga
biblíunnar fái jafnan sess ávallt
þegar um þróunarkenningu
Darwins er fjallað í raunvísinda-
kennslu skólanna. Bush forseti
hefur lýst því yfir að um sé að
ræða jafnréttháar „tilgátur“!
Annar Texasbúi Tom de Lay, for-
svarsmaður repúblikana í öld-
ungadeild þingsins, hefur fullyrt
að beint orsakasamband sé milli
ódæðisverkanna í Columbine-
skólanum, þar sem nokkrir piltar
skutu skólasystkin sín til bana,
og uppfræðslu um þróunarkenn-
inguna í skólum!
Hver eru svo rök þessara of-
stækismanna gegn því að fólk af
sama kyni stofni til varanlegs
sambands sín á milli? Fyrst auð-
vitað þau, að heilög ritning og
önnur helgirit telji samkyn-
hneigða andstyggð góðra manna
og þá beri annað hvort að
„lækna“ af villu síns vegar elleg-
ar útskúfa þeim úr mannlegu
samfélagi, að minnsta kosti sam-
félagi trúaðra. Nú er það svo að
hjónabandið á sér langa þróunar-
sögu, jafnvel eldri en trúar-
brögðin. Frá upphafi er hjóna-
bandið fyrst og fremst efnahags-
leg stofnun, sem miðar að því að
tryggja afkvæmum fjárhagslegt
öryggi, svo að vöxtur og við-
gangur samfélagsins sé tryggur
í kynslóðanna rás. Það þótti svo
vissara að tryggja þessa stofnun
enn frekar „fyrir augliti guðs“
og leit kirkjan þá svo á að sam-
bandið væri órjúfanlegt ævi-
langt.
En á 19. öld óx þeirri skoðun
fylgi, og varð smám saman alls
ráðandi, að þetta samband ætti
ekki að byggjast á fjárhagsfor-
sendum heldur ást milli einstak-
linganna. Þá varð skammt í þá
skoðun að um leið og ástin hyrfi
brysti grundvöllur sambandsins
og því yrði að leyfa hjónaskiln-
aði. Nú er reyndar svo komið í
flestum ríkjum Vesturlanda að
raðhjónabönd eru algeng og börn
úr mismunandi samböndum eru
alin upp að meira eða minna leyti
saman. Aðeins eru gerðar þær
lágmarkskröfur af hálfu samfé-
lagsins að ást foreldranna á
börnunum haldist gegnum þykkt
og þunnt og að framfæri þeirra
sé tryggt, þótt leiðir foreldranna
skilji. Það eru því ekki samkyn-
hneigðir sem hafa ó(mis,sví)virt
„heilagt“ hjónaband. Gagnkyn-
hneigðir höfðu þegar slegið úr
því botninn.
Við þekkjum vel úr Íslands-
sögunni að öreigum var meinað
að eigast og ganga í hjónaband.
Allt fram á fjórða áratug síðustu
aldar var sveitarstjórnamönnum
heimilt að leysa upp heimili fá-
tæklinga og stía þeim í sundur
hver á sína sveit – og látið óátalið
af kirkjunni og kirkjunnarmönn-
um. Einnig hér sigraði það sjón-
armið að hjónaband ætti að
byggjast á ástinni og það væri
réttur barna að vera alin upp við
ástríki foreldra eða annarra að-
standenda – og þá ekki spurt
hvort þessir aðstandandendur
væru til dæmis tvær konur eða
tveir karlar. Hví ætti börnum þá
að vera óhollt að alast upp í ást-
ríku sambandi tveggja samkyn-
hneigðra? Er einhver ástæða til
að halda að slík sambönd verði
síður varanleg en sambönd gagn-
kynhneigðra eru í dag?
Það er því ánægjulegt að hér á
landi hefur þetta mál ekki valdið
teljandi ágreiningi. Hommar og
lesbíur eru ekki lengur litin
hornauga og neydd til að fara
dult með kynhneigð sína. Þvert á
móti. Réttindabarátta þeirra hef-
ur snúist upp í eitt alls herjar
karnival, sem allir telja sig mega
taka þátt í. Hlutverk löggjafans
á að vera það eitt að skapa öllum
jafnan rétt til fjölskyldulífs – án
tillits til kynhneigðar, efnahags
og holdafars.
Heilagt hjónaband?
Einnig hér sigra›i fla› sjónar-
mi› a› hjónaband ætti a›
byggjast á ástinni og fla› væri
réttur barna a› vera alin upp
vi› ástríki foreldra e›a ann-
arra a›standenda og flá ekki
spurt hvort flessir a›standend-
ur væru til dæmis tvær konur
e›a tveir karlar.
ÓLAFUR
HANNIBALSSON
Í DAG
LÖGGJAFINN OG
HJÓNABANDIÐ
f04070404_einar.jpg