Fréttablaðið - 10.08.2005, Side 20

Fréttablaðið - 10.08.2005, Side 20
Í vetur verður hægt að stunda nám á Vestfjörðum við frum- greinadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst. Kennt verður annars vegar á Ísafirði og hins vegar í Bíldudal. Deildin veitir eins árs sérhæfðan undirbúning fyrir há- skólanám á Bifröst og er tilvalin fyrir þá sem hafa mikla starfs- reynslu og vilja auka menntun sína. Hún er einnig góð leið fyrir þá sem hafa verið frá námi í lang- an tíma og treysta sér ekki beint í háskólanám. Þeir sem ljúka fullu námi í deildinni með góðum árangri hafa einnig fengið að- gang að námi við aðrar háskóla- stofnanir. Steinunn Eva Björns- dóttir er umsjónarmaður frum- greinadeildar, en hún hefur net- fangið steinunn@bifrost.is 3MIÐVIKUDAGUR 10. ágúst 2005 ,,Við ætlum fjórar vinkonur saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ S á k ið f i k di bö Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fyrir alla? saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Hvernig var á sumar á s inu? Keramik fyrir alla Frábært! Skemmtileg verkefni og flottir hlutir sem maður málar. Eitt af undirstöðuatriðum skólastarfsins er að kenna nemendunum lestur. Sum börn eru hins vegar orðin læs áður en skólagangan hefst. Hvernig skyldi menntakerfið bregðast við því? „Barn sem kemur með ákveðið forskot inn í skóla á að halda því líka þegar það fer úr skólanum. Maður má ekki sitja á barninu og toga hin að því, heldur verður það að fá að halda því forskoti sem það hefur,“ segir Edda Huld Sigurðardóttir, skólastjóri Ísaks- skóla. Hún segir þau börn sem orðin eru læs þegar þau koma í skólann fá vinnubækur og önnur verkefni til að leysa meðan verið sé að kenna hinum að þekkja staf- ina. Oftast langi þó læsu börnin að hlusta á söguna sem sögð er með hverjum staf og hverju hljóði. „Sagan sem fylgir hverjum staf er yfirleitt ákaflega skemmtileg og spennandi þannig að í 98% tilfella er það þannig að börnin leggja frá sér vinnubókina og fara að fylgjast með en hafa verkefnin samt við hendina,“ segir hún. Oftast segir Edda Huld læs og ólæs börn vera í sömu stofu en þó sé það misjafnt. „Maður spil- ar þetta dálítið eftir eyranu hverju sinni en það er alltaf reynt að láta börnin ekki að vera með of létt verkefni. Hér í Ísaks- skóla höfum við alltaf reynt að mæta börnunum þar sem þau eru stödd, bæði í lestri og öðru, og þannig er það almennt með skólana í dag. Námið er sniðið að þörfum einstaklingsins enda er það réttur barnsins sem mann- eskju.“ Barnið á að halda því forskoti sem það hefur Edda Huld segir reynt að láta börnin ekki vera með of létt verkefni heldur mæta þeim þar sem þau eru stödd, bæði í lestri og öðru. Frá haustinu 2001 hafa starfs- menn Háskólans á Akureyri tekið á móti nýnemum með dag- skrá sem kallast velgengn- isvika. Þann tíma nota nýnemar til að kynnast hver öðrum, starfsfólki háskólans og eldri nemendum eftir því sem kostur er. Að þessu sinni býður skólinn 500 nýja nemendur velkomna til starfa og skiptist nýnemahópur- inn í þrjá meginhópa sem hver og einn fær velgengnisviku út af fyrir sig. Þar er tölvuum- hverfi skólans kynnt og þjón- usta við nemendur. Þeir finna strax að þeir eru velkomnir í skólann og velgengnisvika hjálpar þeim við að aðlagast há- skólalífinu. Sorgin og sálgæslan Tvö námskeið í sálgæslu verða á haustönn hjá Endurmenntunardeild Háskóla Íslands. Sálgæslunámskeiðin tvö, sem heita Dauð- inn og sorgin og Sálgæsla og tólf spora leiðin, eru haldin í samstarfi við guðfræði- deildina. Þau eru ætluð guðfræðinemum og þeim sem starfa innan heilbrigðiskerfis, skólakerfis, félagsþjónustu og löggæslu og hafa háskólapróf á áðurnefndum sviðum eða fimm ára starfsreynslu. Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðutímum og verkefnavinnu. Verkefnisstjóri er Kristín Birna Jónasdóttir og hún hefur netfangið kristind@hi.is Nemendur við Háskólann á Akureyri geta leigt skápa fyrir tölvur og bækur svo þeir þurfi ekki að bera það á milli daglega. Aðlögun að háskólalífinu Velgengisvika er sérstök dagskrá við Háskólann á Akureyri í ágúst, ætluð nýnemum. Bifröst til Vestfjarða Frumgreinadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst verður á Vest- fjörðum í vetur. Runólfur Ágústsson skólameistari við stytt- una af stofnanda skólans, Jónasi frá Hriflu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.