Fréttablaðið - 10.08.2005, Page 25
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
Allt stefnir í að íslensk hlutabréf
skili mjög hárri ávöxtun þriðja
árið í röð. Úrvalsvísitalan hefur
hækkað um 35 prósent frá ára-
mótum, þar af um átta prósent
frá byrjun júlí. Á síðasta ári var
hækkunin um 59 prósent og 56
prósent árið áður. Hækkun það
sem af er ári er lægri en fyrstu
sjö mánuði ársins í fyrra en mun
meiri en á sama tíma árið 2003.
Greining Íslandsbanka spáði
því, þegar hún gaf út afkomuspá
sína í júlí, að úrvalsvísitalan
myndi hækka um 30-39 prósent í
ár. Jónas G. Friðþjófsson, sér-
fræðingur hjá greiningu Íslands-
banka, telur að bankinn hækki
spá sína í ljósi nýrra upplýsinga.
Hálfsársuppgjör félaga hafi í
nær öllum tilvikum verið um-
fram væntingar og samruni
Burðaráss við Landsbankann og
Straum hafi styrkt félögin.
„Verðin eru ekki komin út í
vitleysu en þau eru samt orðin
allhá. Maður sér ekki að óbreyttu
að markaðurinn hækki mikið
meira og geri ég ráð fyrir því að
markaðurinn verði stöðugur.
Nokkur félög eru komin í efri
mörk verðmatsbils að okkar mati
eins og Burðarás, Landsbankinn,
Marel og Straumur,“ segir Jónas.
Hann bendir á að stemningin
sé reyndar mjög góð á markaðn-
um og fjárfestar telji hlutabréfa-
markaðinn mun betri kost en til
dæmis skuldabréfamarkaðinn.
„Rekstrarskilyrði og horfur hjá
bönkunum góðar. Þóknanatekjur
vaxa gríðarlega og vanskil eru í
lágmarki.“
Jónas segir að væntingar hafi
áhrif á verð félaga. Þegar vænting-
arnar verði að veruleika sé eins og
aukahækkun bætist við. Hugmynd-
ir um sameiningu Burðaráss við
Straum og Landsbankann höfðu
verið til umræðu áður.
Aðeins sex Kauphallarfélög af
29 hafa lækkað frá síðustu ára-
mótum. Ekkert félag hefur
hækkað meira en Landsbankinn
en hækkun hans nemur um sjötíu
prósentum og Bakkavör fylgir í
kjölfarið með um 65 prósenta
hækkun. Flaga hefur lækkast
mest af félögum í úrvalsvísitöl-
unni eða um fjórðung.
Jónas útilokar ekki að mark-
aðurinn fari í gegnum sams
konar dýfu og í október á síðasta
ári og lækki um 5-10 prósent.
„Það gæti verið gott fyrir mark-
aðinn að hann sveiflaðist í báðar
áttir.“
Vika Frá áramótum
Actavis Group 2% 10%
Bakkavör Group 3% 66%
Burðarás 5% 44%
Flaga Group -7% -28%
FL Group 0% 49%
Grandi 0% 6%
Íslandsbanki 3% 28%
Jarðboranir -3% 3%
Kaupþing Bank 3% 31%
Kögun -1% 25%
Landsbankinn 6% 69%
Marel 9% 30%
SÍF 0% -1%
Straumur 7% 41%
Össur 1% 14%
*Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN2
F R É T T I R
G E N G I S Þ R Ó U N
Verðið orðið allhátt
Þótt rekstrarskilyrði séu góð er markaðurinn orðinn fulldýr
að mati sérfræðings.
410 4000 | www.landsbanki.is
B2B | Banki til bókhalds
Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna
Fyrirtækjabanki
Erlend verðbréfakaup námu 8,9
milljörðum króna í júní, kemur
fram á vef greiningardeildar Ís-
landsbanka. Það er rúmlega
helmingi meira en á sama tíma í
fyrra. Mest er keypt af erlendum
hlutabréfum.
Greiningardeildin telur að
þessa miklu aukningu megi rekja
til sterkrar krónu og segir lífeyr-
issjóðina hafa nýtt sér hátt gengi
hennar til fjárfestingar í erlend-
um verðbréfum. Keypt hafa
verið erlend verðbréf fyrir 35,6
milljarða króna það sem af er ári.
Á síðasta ári námu erlend
verðbréfakaup 75,8 milljörðum
og telur Íslandsbanki að þau auk-
ist lítillega milli ára og verði á
bilinu áttatíu til níutíu milljarðar
á þessu ári. - jsk
Þórstorg hefur keypt Hótel
Óðinsvé við Óðinstorg, en innan
vébanda hótelsins er einnig
fyrirtækið Brauðbær.
Seljendur eru Bjarni Árnason
og fjölskylda hans, sem rekið
hafa Brauðbæ og hótelið um ára-
bil. Þórstorg er í eigu nokkurra
einstaklinga sem rekið hafa
íbúðahótelið Lúnu á Spítalastíg.
Nýju eigendurnir tóku við
rekstri hótelsins um síðustu mán-
aðamót og hyggjast reka Óðinsvé
og Lúnu sameiginlega. Með því
geta þeir boðið viðskiptavinum
sínum upp á að velja milli fullbú-
inna íbúða og fjögurra stjörnu
hótels. Ellert Finnbogason einn
eigenda verður hótelstjóri en
aðrir í eigendahópnum eru Linda
Jóhannsdóttir, Birgir Sigfússon
og Jóhann Gunnarsson.
Hótelið hefur verið í rekstri í
tvo áratugi en að undanförnu
hefur verið unnið að endurbótum
á húsnæðinu, auk þess sem
byggð hefur verið hæð ofan á
húsið, þar sem eru lúxusherbergi
með útsýni yfir miðborgina.
Siggi Hall hefur rekið veit-
ingastað við hótelið og verður
engin breyting þar á. Kaupverðið
er ekki gefið upp. - hh
Matsmenn, sem skipaðir voru af
Héraðsdómi Reykjavíkur í des-
ember árið 2003 til að gefa út sitt
mat á yfirtökuverði í Baugi
Group, skila niðurstöðum sínum
innan skamms.
Baugur var tekinn af markaði
sumarið 2003 og stóðu Fjárfest-
ingarfélagið Gaumur og KB
banki meðal annars að yfirtök-
unni í gegnum Mund ehf. Öðrum
hluthöfum voru boðnar 10,85
krónur á hvern hlut.
Sparisjóður Mýrasýslu eign-
færir enn 912 þúsund króna hlut
að nafnverði í Baugi þótt spari-
sjóðurinn sé ekki gefinn upp sem
hluthafi í félaginu. Á hluthaf-
alista í Baugi, sem birtist á
heimasíðu Kauphallarinnar
skömmu eftir áramótin, var SPM
ekki meðal 24 hluthafa í félag-
inu.
Sparisjóðurinn er í hópi nokk-
urra eldri hluthafa sem sættu sig
ekki við það að hlutir þeirra yrðu
innleystir á umræddu verði og
óskaði hann, ásamt nokkrum
öðrum hluthöfum, að fengnir
yrðu dómskvaddir matsmenn til
að leggja mat á það verð sem í
boði var við yfirtökuna. - eþa
Gefa enn upp hlut í Baugi
Matsmenn skila brátt niðurstöðum sínum um yfirtökuverð í Baugi.
Aukin erlend verðbréfakaup
Eigendaskipti á Óðinsvéum
Bjarni Árnason, kenndur við Brauðbæ, hefur selt.
Tekjur einstaklinga aukast mikið
Norska fyrirtækið Opera
Software, sem er að næststærst-
um hluta í eigu Íslendingsins
Jóns S. von Tetzchner, hefur
hækkað hressilega að undan-
förnu, rétt um fjörutíu prósent á
einum mánuði.
Um sautján prósenta hlutur
Jóns S. er talinn vera um 2,5
milljarða virði.
Opera Software selur vafra
meðal annars í síma. Á dögunum
tilkynnti félagið að vafrar þess
yrðu notaðir í nýja farsíma frá
Hitachi og Nokia. - eþa
ALDREI HÆRRI Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 35 prósent frá áramótum. Sérfræðingur
telur að markaðurinn sé fullhátt metinn og standi frekar í stað fremur en að hækka.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/S
te
fá
n
AÐALFUNDUR BAUGS Beðið er eftir
niðurstöðu matsmanna um yfirtökuverð í
Baugi Group sem var tekinn af markaði
sumarið 2003.
Heildartekjur á mann hafa vaxið
um 57 prósent frá árinu 1994 og
ráðstöfunartekjur um tæpan
helming. Ráðstöfunartekjur juk-
ust um rúm þrjú prósent á síð-
asta ári og var það tíunda árið í
röð sem þær vaxa. Tekjur og ráð-
stöfunartekjur voru lægstar árið
1994.
Á þessum tíma hafa skattar
hins vegar einungis hækkað um
ellefu prósent á mann. Í Vefriti
fjármálaráðuneytissins segir að
það felist í eðli skattkerfisins að
skattar hækki meira sem hlutfall
af tekjum í uppsveiflu þótt ráð-
stöfunartekjur á mann hækki
meira. - dh
RÁÐSTÖFUNARTEKJUR HÆKKA UM 57
PRÓSENT Skattar hafa hækkað um ellefu
prósent á sama tíma.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/H
ör
ðu
r
ERLENDUR VERÐBRÉFASALI
Íslendingar kaupa sífellt meira af erlendum
verðbréfum og námu kaupin 8,9 milljörð-
um króna í júní.
HÓTEL Á BESTA STAÐ Íbúðahótelið Lúna
verður rekið samhliða Hótel Óðinsvéum en
eigendur Lúnu hafa keypt af Bjarna í Brauð-
bæ.
JÓN S. VON TETZCHNER Opera Soft-
ware hækkar um fjörutíu prósent á einum
mánuði eftir fréttir um stóra samninga.
9.8.’04 9.9.’04 8.10.’04 9.11.’04 9.12.’04 10.1.’05 9.2.’05 9.3.’05 11.4.’05 9.5.’05 9.6.’05 11.7.’05 8.8.’05
7
8
9
10
11
12
13
14
15
G E N G I H L U T A B R É F A Í O P E R A S O F T W A R E
S Í Ð U S T U 1 2 M Á N U Ð I Í N O R S K U M K R Ó N U M
Opera hækkar mikið