Fréttablaðið - 10.08.2005, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 10.08.2005, Qupperneq 40
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN16 F Y R I R T Æ K I F Ó L K Á F E R L I Kristján B. Jónasson, þróunar- stjóri hjá Eddu – útgáfu og rit- höfundur, segist hafa einfalt ráð að gefa: Vinnan er allt og hún er lífsstíllinn. „Ef maður hefur ekki áhuga á henni þá er allt eins gott að flytja til Mósambík og byrja nýtt líf. Hún er allt sem maður gerir og ég held að mér væri ómögulegt að lifa án hennar.“ Kristján hefur lengi verið viðloð- andi ritstörf og bókaútgáfu og þekkir vel til hlutanna þar. „Ég held að allir sem eru í bóka- útgáfu og menningarlegum við- skiptum leggi mikið upp úr vinn- unni og hugsi þannig að hún skipti máli.“ Miklar breytingar hafa orðið á bókaútgáfu á Íslandi á undan- förnum árum en nú er hún eins og hver annar rekstur. „Það hefði þurft að segja mér þrisvar fyrir nokkrum árum að einkafyrir- tæki gæti eingöngu byggt starf- semi sína á útgáfu bóka.“ - eþa B E S T A R Á Ð I Ð Ef til vill kemur það mörgum á óvart að heyra að Ice in a bucket skuli vera alíslenskt merki, enda hljómar það eins og heiti erlendrar stór- keðju. Félagið á rætur sínar rekja aftur til ársins 2001, þegar Halla Rut Bjarnadóttir og Agnar Örn Jónasson opnuðu litla verslun í Kringlunni. Keðjunni hefur vaxið fiskur um hrygg og er nú á sex stöðum. Eigendurnir hyggja á frekari landvinninga og beina spjótum sínum að einum fremsta smásölu- markaði Evrópu – Bretlandi – ef nægilegt fjármagn fæst. MIKILL VÖXTUR Á SKÖMMUM TÍMA „Við opnuðum fyrst litla búð í Kringlunni. Það voru mjög fáir sem höfðu trú á hugmyndinni í fyrstu,“ segir Halla. Hún viður- kennir að mikil vinna hafi farið í að koma hugmyndinni á koppinn. Hún gekk með hugmyndina í maganum í tvö ár áður en af henni varð. Hugmyndin var sú að opna eins konar íslenska útgáfu af bresku verslunarkeðjunum Accessorize og Claire’s þar sem boðið yrði upp á fylgihluti, skartgripi, töskur, belti, snyrtivörur og svo framvegis fyrir konur á öllum aldri á góðu verði. Hjólin fóru að snúast strax og reksturinn sýndi hagnað fyrstu þrjá mánuðina. Þau opnuðu á Akur- eyri ári seinna og svo í Smáralind- inni og umfangið hélt áfram að aukast. Önnur verslun var opnuð á Akureyri og Kringlubúðin var stækkuð með því að flytja sig upp á aðra hæð. Á þessu ári voru opnað- ar tvær verslanir, í Hveragerði og á Selfossi. „Reksturinn hefur alltaf skilað hagnaði og verið jafn og stöðugur að öðru leyti. Veltuaukningin hefur verið í öllum verslunum á hverju ári og allar skila þær hagnaði,“ segir Halla. SÉRFRAMLEIÐSLA ÁBERANDI Gríðarleg vöruvelta er hjá versl- ununum og eru seldar fleiri hundruð vörur á hverjum einasta degi. Fyrirtækið rekur einnig fimm hundruð fermetra lagerhús þar sem starfsmenn keppast við að verðmerkja og flokka. Mikið af vörunum eru hannað- ar af Höllu Rut og sérframleitt fyrir Ice in a bucket en einnig eru keyptar inn vörur héðan og þaðan. Fyrirtækið kaupir af tvö hundruð birgjum og skiptir ört um þá. Vörunum er skipt í grunnvörur og tískuvörur. Grunnvörurnar eru til dæmis ýmsar spennur, teygjur og klassískir skartgripir og eru að mestu leyti sérframleiddar. Tískuvörurnar eru einkum keypt- ar frá Bretlandi, Frakklandi, Ítal- íu og Þýskalandi. Vægi sérframleiðslunnar er alltaf að aukast, enda er inn- kaupsverð mun lægra af henni en á móti þarf að kaupa inn töluvert magn sem dugar kannski í ár. Mikil verðmæti geta því legið í lagernum. Halla er fús að viðurkenna að gríðarleg vinna felist í því að reka stóra keðju sem þessa en fyrirtækið er vel skipulagt. Um tuttugu starfsmenn starfa fyrir Ice in a bucket. FÆRA ÚT KVÍARNAR „Ice in a bucket var stofnað með það í huga að fara í stóru samkeppnina í Bretlandi,“ segir Halla blákalt. „Við viljum opna þrjár til fimm verslanir á Bret- landseyjum til að byrja með og svo eina verslun á mánuði.“ Draumurinn er sá að opna eitt hundrað verslanir á Bret- landseyjum sem sameini vöru- úrval helstu samkeppnisaðila á borð við Accessorize and Claire’s. Halla segir að viðskipta- og markaðsáætlanir liggi fyrir, búið sé að finna húsnæði og ráð- gjafarfyrirtækið Oury Clark Corporation Finance er meðal annars að vinna að verkefninu. „Það er mikilvægt að opna á réttum stöðum ef af þessu verð- ur. Við höfum mikinn áhuga á að opna til að byrja með á túrista- stað eins og í Brighton, sem og í verslunarmiðstöðvum nærri London.“ Halla bendir á að breski smá- sölumarkaðurinn sé í lægð og því sé gott tækifæri til að fara inn á hann um þessar mundir. Þau fyrirtæki í smásölurekstri sem skila mestum hagnaði eru einmitt þau sem selja ódýra aukahluti eins og Accessorize og Monsoon eða ódýran fatnað eins og New Look. KALLA Á FJÁRFESTA Útrásin er þó háð fjármagni og nú er leitað logandi ljósi að því. Startkostnaður er um eitt hundrað milljónir króna og segir Halla að hlutafjárloforð liggi frá fjölmörgum aðilum. Nú vanti að banki eða stærri fjárfestar leggi inn um sextíu milljónir. Hún óttast helst að bankarnir hafi einungis áhuga á stórum aðilum þegar kemur að því að lána til fjárfestinga erlendis. Ekki sé hægt að leita til Nýsköp- unarsjóðs og því séu fáar leiðir fyrir minni fyrirtæki til að leita sér að fjármagni. Halla vonar að hugmyndin strandi ekki á skilningsleysi karl- manna sem eru aðalleikararnir í viðskiptalífinu. Hún tekur dæmi af eigin fyrirtæki: „Við erum að selja konu- og stelpudót. Karlmenn hafa ekki áhuga á spennum og skarti og skilja ekki þessar vörur. Þeir átta sig ekki á hvað konur eyða miklu í aukahluti á hverju ári. Konur eru í eðli sínu sjúkar í aukahluti og maður sér enga konu sem ber ekki skart á sér.“ Lánaumsókn liggur inni hjá Landsbankanum og bíður hún spennt eftir því að sjá hvort bankinn hafi trú á konum í við- skiptum. Ice in a bucket Eigendur: Halla Rut Bjarnadóttir og Agnar Örn Jónasson. Fyrirtækið stofnað árið 2001. Verslanir: Sex verslanir – þar af fjórar á landsbyggðinni Starfsmenn: Um 20 Velta: Ekki uppgefin Sækja á Bretlandsmarkað Halla Rut Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ice in a bucket, hefur byggt upp eitt áhugaverðasta smásölufyrirtæki landsins, sem rekur sex verslanir. Þörfin fyrir skartgripi, belti, töskur og snyrtivörur á skikkanlegu verði er mikil. Eggert Þór Aðalsteinsson settist niður hjá þessari kjarnakonu og heyrði hana segja frá út- rásarhugsunum keðjunar og konum í viðskiptum. FRIÐJÓN HÓLMBERTSSON hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri veitingasviðs Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf. Friðjón hóf störf hjá Ölgerðinni fyrir tveimur árum sem sölustjóri veitinga- deildar. Friðjón hefur viðamikla reynslu á veitingasviðinu en undanfarin tíu ár hefur hann starfað við vín- og veitingageirann. Hann var hlut- hafi og einn af stofnendum Tanksins ehf. sem á og rekur Burger King og TGI Friday’s á Íslandi. Áður en Friðjón hóf störf hjá Ölgerðinni var hann sölustjóri áfengis hjá heildverslun Karls K. Karls- sonar en frá árinu 1995 til 2001 var hann sölu- og markaðsstjóri Allied Domecq á Íslandi. KJARTAN PÁLL EYJÓLFSSON hefur tekið við framkvæmdastjórn sölusviðs Öl- gerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf. Kjartan hóf störf hjá Ölgerðinni árið 2002 sem vöru- flokkastjóri en undanfarið ár hefur hann starfað sem sölustjóri yfir stór- mörkuðum. Ábyrgðarsvið Kjartans í dag er sala á öllum vörum Ölgerðarinnar utan áfengis, í stórmörkuðum, bensín- stöðvum eða söluturnum. Kjartan ber einnig ábyrgð á útibúum Ölgerðarinnar um allt land. Kjartan lauk BS-gráðu í markaðsfræðum frá Coastal Carolina University árið 2002 en áður en hann hélt utan til náms starfaði hann hjá sölu- og markaðsdeild Mjólkursamsöl- unnar og síðar hjá Sól Víking. Á þessum tíma öðlaðist Kjartan víðtæka reynslu í sölu- og markaðsmálum á drykkjarvöru- markaði. GUÐBRANDUR ÖRN ARNARSON hefur verið ráðinn þróunarstjóri 365 til að sinna uppbyggingu nýrra viðskiptaein- inga innan fyrirtæk- isins. Undanfarin fjögur ár hefur Guð- brandur Örn starfað meðal annars sem markaðs- og sölu- stjóri hjá EJS, sem framkvæmdastjóri sölu- og þjónustu- sviðs EJS og nú síðast sem þróunar- stjóri fyrirtækisins. Áður starfaði hann við vöruþróun hjá Mobilestop.com í Bandaríkjunum og þar áður sem sölu- og markaðsstjóri Miðheima-Skímu og Háskólabíós. Guðbrandur Örn er með BA-próf í heimspeki og MBA-gráðu með áherslu á stjórnun og upplýsinga- tækni. HALLA RUT BJARNADÓTTIR, EIGANDI ICE IN A BUCKET Rekur stærstu verslanakeðju landsins sem selur aukahluti. Veltan og um- fang hafa vaxið hröðum skrefum og nú vilja eigendur færa út kvíarnar. KRISTJÁN B. JÓNASSON Kristján er vinnufíkill og leggur mikið upp úr vinnunni. Hann væri fluttur til fjarlægra landa ef hann hefði ekki áhuga á því sem hann gerir. Lifir fyrir vinnuna M ar ka ðu rin n/ H ei ða SKJALASKÁPAR ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF Sundaborg 3 • sími 568 4800 www.olafurgislason.is SKJALAPOKAR OG MILLIMÖPPUR -og allt á sínum stað!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.