Fréttablaðið - 10.08.2005, Page 64

Fréttablaðið - 10.08.2005, Page 64
30 10. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR „Þegar tveir snillingar leggjast saman í eina sæng kemur út úr því hrein snilld. Ég hefði ekki getað beðið um meira,“ segir kvikmynda- gerðarmaðurinn Ari Alexander eftir að hafa horft á frumsýningu á mynd Matthew Barney, Drawing Restraint 9, hér á landi í gær. „Þetta er í fyrsta sinn sem kvikmyndin er sýnd utan Japans og Matthew Barney sýnir Íslandi heiður með því að sýna hana hér.“ Ari Alexander segir að Drawing Restraint 9 höfði sterksta til sín af þeim verkum sem hann hefur séð eftir Barney. „Í myndinni sameinar leikstjórinn mín helstu áhugamál, kvikmyndagerð og myndlist. Það er ákaflega heillandi að sjá þann heim sem tekst að skapa þegar tónlistin Bjarkar bætist við.“ Ari segir Drawing Restraint 9 vera tæknilegt snilldarverk en að kveikjan að verkinu sé ekki síst það sem geri myndina spennandi. „Matthew Barney ber virðingu fyrir viðfangsefninu og treður ekki sinni skoðun að þó að hann sé að takast á við ekki minni mál en stríðið og hvalveiðarnar,“ segir Ari en myndin byggir Barney á þakkarbréfi Japana til bandarísks hershöfðingja sem skrifað er eftir kjarnorkuárásina á Nagasaki og Hiroshima. „Matthew Barney skoðar í myndinni samviskubit Bandaríkjamanna og þetta flókna samband sem ríkir milli Ameríku og Japans en tekst samt sem áður að taka ekki afstöðu.“ Ari segist verða að gefa Drawing Restraint 9 fullt hús. „Þetta er kvikmyndagerð og myndlist eins og best gerist.“ ■ Kvikmyndager› eins og hún gerist best DRAWING RESTRAINT 9 „Þegar tveir snillingar leggjast saman í eina sæng kemur út úr því hrein snilld,“ segir Ari Alexander eftir frumsýningu á mynd Matthews Barney. „Að horfa á myndir Matthews er í rauninni eins og að njóta náttúr- unnar eða horfa á fallegt lands- lag,“ sagði tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir rétt áður en Drawing Restraint 9, nýjasta kvikmyndalistaverk Matthews Barney, eiginmanns Bjarkar, var frumsýnt hér á landi í gær. Myndin er fyrsta samstarfs- verkefni hjónanna en Björk sem- ur tónlistina og leikur í myndinni. „Ég samdi tvo klukkutíma af tón- list á sex mánuðum, sem er per- sónulegt hraðamet,“ segir Björk og hlær. „Ég hefði ekki lagt í þetta nema af því að ég vissi að á síð- ustu fimm árum hefðum við sáð mörgum fræjum. Við höfum til dæmis gengið niður Tryggvagöt- una, horft á skipin í höfninni og gert grín að því hvað það væri gaman að gera skipasinfóníu. Svona hefur ýmislegt seytlað í undirmeðvitundinni og þegar við lögðum af stað vorum við með góðan grunn og gommu af hlutum til að vinna úr.“ Drawing Restraint 9 gerist á japönsku hvalveiðiskipi og er að mestu leyti tekin upp í Nagasaki. Myndin tekur á flóknu sambandi Bandaríkjamanna og Japana en opnunarlagið í myndinni sömdu Björk og Barney við þakkarbréf sem Japanar skrifuðu 13. júlí 1946 til bandarísks hershöfðingja. „Þetta er allt mjög skrýtið því Bandaríkjamenn byrjuðu á því að sprengja borgirnar í tætlur. Þá var enga vinnu að fá í Nagasaki og Hiroshima og allt stefndi í hungursneyð þar til bandarískur hershöfðingi, MacArthur, ákvað að breyta herskipunum í frystihús fyrir hvalveiðar. MacArthur fékk svo Bandaríkjastjórn til að aflétta hvalveiðibanninu hjá Japönum. Það bjargaði ástandinu og þá sendu Japanir bréf til hershöfð- ingjans þar sem þeir þakka honum kærlega fyrir að hafa bjargað þeim og vilja senda hon- um þúsund gjafir.“ Japönsk menning og tengslin við hafið er nokkuð sem aðdáend- ur Bjarkar þekkja úr hennar fyrri verkum. „Ég held að tengingin við Japan sé sterkari í mér en Matt- hew því fólk hélt oft að ég væri frá Asíu þegar ég var lítil og Jap- anar halda oft að ég sé frá Norður- Japan. Mér var strítt á þessu í skóla en ákvað að gera gott úr því og ákvað að Japanir væru æðis- legir. Ég sótti meira að segja um skóla í Tókýó þegar ég var 18 ára og ætlaði að læra þar teikni- myndagerð. Svo var ég bara í hljómsveit svo það varð ekkert úr því,“ segir Björk en hún samdi tónlistina við Drawing Restraint 9 í beinu framhaldi af útgáfu plöt- unnar Medúlla. „Ég hef hangið mikið með skúlptúristum í nokkur ár og þeir hugsa svolítið öðruvísi. Þeir spekúlera meira í umhverf- inu en gengur og gerist og mér fannst spennandi að stilla mig meira inn á þá hugsun. Sumir kalla þetta veggfóðurtónlist, sem mér finnst reyndar ekki mjög að- laðandi hugtak. Erik Satie kallaði þetta húsgagnatónlist á sínum tíma en sú tónlist krefst annars konar athygli. Í raun er hægt að raða hverju sem er við hana og hlusta á hana í hjólreiðatúr, á meðan fólk elskast eða eldar mat- inn heima hjá sér.“ Í mynd Matthews Barney virðist heimur Bjarkar og Barn- ey renna algjörlega saman í eitt og úr verður heillandi og áhrifa- ríkt sköpunarverk. „Þú getur séð það á vinkonu þinni ef kærastinn hennar hefur áhrif á hana en hún sér það ekki sjálf. Maður er inni í púpu þegar maður er ástfang- inn svo það er erfitt fyrir mig að segja til um hvort eða með hvaða hætti ég hef haft áhrif á verk Matthews.“ Drawing Restraint 9 mun ferðast með skúlptúrlistaverk- um Matthew Barney á helstu listasöfn heims á næstu tveimur árum og verður auk þess sýnd á kvikmyndahátíðum víða um veröld. thorakaritas@frettabladid.is BJÖRK Söngkonan blés til blaðamannafundar í gær til að kynna samstarfsverkefni sitt og eiginmannsins Matthews Barney, Drawing Restraint 9. Heimur Bjarkar og Matthews Barney Þegar sextíu ár eru liðin frá kjarnorkusprengingunni á Hiroshima og Nagasaki leiða eldfimu listamennirnir Matthew Barney og Björk saman hesta sína í kvikmyndinni Drawing Restraint 9. Björk semur tónlistina við kvikmynd eiginmannsins, sem fjallar að hennar sögn um flókin samskipti Bandaríkjamanna og Japana. Eðlilegt þak enda peningarnir takmarkaðir Ég held að það sé ósköp eðlilegt að hafa eitthvert þak á fæðingar- orlofinu, hvort sem það er þessi upphæð eða önnur. Þar sem þessir peningar eru takmarkaðir er þetta ágætis leið til að útdeila orlofinu. Mér þætti þó betra að láglaunafólk fengi 100 prósent af launum í fæðingarorlofi og há- launafólk fengi einhverja skerð- ingu. Aðalatriðið er að foreldrar geti verið hjá börnum sínum. Ég efast um að þakið hafi veruleg áhrif á hvort fólk taki fæðingaror- lof. Útgjöld vegna fæðingarorlofs mikil Hvort þetta er nákvæmlega sú tala sem miðað á við má auðvitað ræða, en ljóst er að við verðum að hafa eitthvert þak á þessum greiðslum. Því miður er ekki raun- sætt að hafa þetta mikið hærra, út- gjöld vegna fæðingarorlofs eru þegar orðin mjög há og þetta eru laun sem fólk ætti að geta lifað af. Hins vegar er auðvitað slæmt ef þetta verður til þess að hálauna- fólk tekur ekki út sitt fæðingarorlof. Barneignir kosta pásu frá starfs- frama Við verðum að gera okkur grein fyrir því að það kostar alltaf vissa pásu frá starfsframa að eignast börn. Konur hafa í gegnum tíðina fengið að annast þessa fórn og á móti fengið alla gleð- ina af því en maður verður að sætta sig við að það fylgir því viss launalækk- un. Þegar fólk er komið með svona há laun ætti það að hafa efni á því að færa þessa fórn í launum. Ég skil mjög vel þörfina á því að setja þak því við getum ekki staðið undir því að annast þessa byrði. Að sjálfsögðu er nauðsyn- legt að hálaunafólk fái sama rétt til að taka fæðingarorlof og aðrir. Það á að vera þitt val, ekki atvinnurekandans. HVAÐ FINNST ÞÉR UM AÐ ÞEIR SEM ERU MEÐ HÆRRI LAUN EN 600.000 EIGI EKKI RÉTT Á HÆRRA FÆÐINGARORLOFI EN 480 ÞÚSUND VEGNA LAUNA- ÞAKS FÆÐINGARORLOFSSJÓÐS? Mánaðarleg greiðsla fæðingarorlofs getur ekki orðið hærri en 480 þúsund krónur, eða 80% af 600.000 króna mánaðarlaunum. 3 SPURÐIR Brynhildur Fló- venz, lögfræð- ingur Bolli Thorodd- sen, formaður Heimdallar Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir, kvikmyndargerð- arkona ...fá íslensku friðarhreyfingarnar sem stóðu að kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn í tuttugusta sinn í gærkvöldi í minningu fórn- arlamba kjarnorkuárásanna á Japan árið 1945. HRÓSIÐ STYLUS CX-3650 VILTU TÖLVU? Sendu SM S skeyti› BT SLF á númeri› 1900 og flú gætir unni›. Vi› sendu m flér sp urningu. fiú svara r me› flví a › senda S MS skeyt i› BT A, B e›a C á númeri› 1900. Klikka›ir aukavinn ingar! MEDION far tölvur • EPS ON prentara r • SONY m p3 spilarar GSM símar • SONY staf rænarmynd avélar • PS2 tölvur Bíómi›ar á Ævintýrafer ðina • PS2 S ingstar Battlefield 2 • God of W ar tölvuleik ir • Kippur a f Coke og enn meir a af DVD, g eisladiskum , tölvuleikju m og fleira. .. Taktu þátt ! Þú gætir u nnið fartölvu fr á BT og margt flei ra! 10. hver v innur! SMSLEIKUR Vi nn in ga r ve r› a af he nd ir í BT S m ár al in d, K óp av og i. M e› fl ví a › ta ka fl át t er tu k om in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt i› C8 OPTIVIEW 17 100GBharður diskur! 17” WideXGA skjár! SUPER DVDskrifari! NVIDIA GeForce skjákort Flottasta skólavélin ! TÖLVULEIKIR CYBER SHOT DSC-S 40 X1 BLACK DRAGON Ódýr asta skóla vélin ! GSM SÍM AR Lárétt: 2 undirlag, 6 frá, 8 mar, 9 nafar, 11 belti, 12 kornmeti, 14 ilmefni, 16 íþróttafélag, 17 á fæti, 18 ærða, 20 átt, 21 skjögra. Lóðrétt: 1 gangur, 3 ármynni, 4 ljúf ( um skáldskap), 5 fantur, 7 mótaði, 10 ítalska sjónvarpið, 13 blóm, 15 fuglar, 16 söng- hópur, 19 til. LAUSN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Lárétt: 2gólf, 6af, 8sjó,9bor, 11ól,12 brauð,14mirra,16ka,17tær, 18óða, 20na,21riða. Lóðrétt: 1labb,3ós,4ljóðræn,5fól,7 formaði,10rai,13urt, 15arar, 16kór, 19 að. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.